Vond birta

Þegar ég var lítil var pabbi alltaf að minna mig á að nota gott ljós þegar ég var að lita, teikna, læra og föndra. Ég skildi hann ekki! Ég sá bara vel og mér fannst lítill munur á meira ljósi eða minna. Í dag er ég alveg eins við börnin mín. Ég skil ekki hvernig þau geta setið við heimalestur út í myrku horni í herberginu sínu þegar þau eiga þessi fínu borð og góð skrifborðsljós. Ég tygg á sömu setningu og pabbi forðum daga, “passaðu augun þín, það fer illa með þau að læra í svona myrkri” 🙂

Jæja, ég var aldeilis gripin glóðvolg í morgun… og það af sjálfri mér! Ég sat í gærkveldi og heklaði tvær ömmudúllur yfir sjónvarpinu en nennti ekki að teygja mig í dagljósalampann minn. Þegar ég kom svo inn í sjónvarpsherbergi í morgun blöstu dúllurnar við mér með GULAN kant en ekki hvítan!! Hefði betur hlýtt pabba 🙂

join the conversation

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.