Já ég veit að það er algert makkrónuæði á Íslandi (bollakökurnar svo 2011!!) en við mamma (og Lóa vinkona og mamma hennar) fórum samt á makkarónunámskeið í síðasta mánuði hjá Salt eldhús.
Ég verð að segja að ég var búin sjá nokkrar myndir á heimasíðunni þeirra og átti von á góðu en námskeiðið, staðurinn og eigandinn fóru langt fram úr væntinum okkar! Kvöldið var æðislegt!! Ég hef nú prófað nokkrum sinnum að baka makkarónur og þær hafa alltaf braðgast vel en áferðin og útlitið ekki tekist sem skyldi. Nú veit ég af hverju… makkarónugerð er (svo ég “kvóti” nú í Auði námskeiðshaldara) fyrst og fremst tækni og vísindi!! Ekki að grínast… það er t.d. slæmt að baka makkarónur ef það er rigning úti!!
En nú er ég “húkkt” og búin að prófa nokkrar tegundir heima. Þær líta allar vel út og bragðast guðdómlega (maður fær nokkrar krem-uppskriftir á námskeiðinu), saltkaramella, chilli-súkkulaðiganache og lemon custard (homemade!) 🙂
Vá hvað þetta er girnilegt!