Þessi helgi leið sko hratt!! Komnar til baka eftir þriggja nátta dýrð í sveitinni. Það ruddust undan okkur stykkin, ég leyfi myndunum að tala.
Eins og alltaf tók ég allt of margar myndir en er það ekki alltaf betra að hafa þær of margar en of fáar? 🙂

Dúkur sem Dóra Dís vippaði fram úr annarri erminni eins og henni er einni lagið, efni: frá French General
Snið Taking Turns frá Happy Zombie (birtist í Quilts and More, vor 2012)

Húsateppið hennar Helgu – það var mikið haft fyrir því en falleg er útkoman! – Snið frá Thimbleberries
Snið: Table topper eftir Joanna Figueroa, birtist í Quilts and More Sumar 2012

Sneddí barnateppi frá Villu, charmpakka-bútar skornir í tvennt og saumaðir aftur saman. Settir saman með hvítum lengjum á milli, einfalt en svakalega skemmtilegt 🙂
Þið eruð bara snillingar – rosalega fallegt hjá ykkur 😀
Takk takk… hógværir snillingar! :p
Æðislegar myndir…..og við höfðum ekki einu sinni tíma til að raka okkur
Takk fyrir elsku Berglindin mín…..kannski fæ ég lánaðar einhverjar myndir ….því ég tók ekki eina einustu
knús í hús og kærleikskveðjur
Hahahaha, nei sem betur fer náðum við ekki að raka okkur!! 🙂 – Bara mæta með usb lykil á fimmtudag 😉
Við erum snillingar, allar sem ein ! Flottar myndir, er nú þegar búin að stela einni….
Sá það Dóra… svo flott mynd af okkur 🙂