Tölur

DSC_0812

Ég skrapp í Fjarðakaup í dag og kom við í Rokku (hannyrðardeildin í Fjarðakaup) til að kaupa lopa í litla vagn-lopapeysu handa snáðanum.

Kom þá auga á æðislegar trétölur, bæði einfaldar og með áprentuðum mynstrum. Það erfiðasta var að velja hvað ég ætti að taka en þessar urðu fyrir valinu

Litlu einföldu trétölurnar ætla ég að nota á nærbol (þarf bara þrjár – á þá auka) sem ég er að prjóna núna upp úr æðislegri danskri barnabók sem fæst hjá Litlu prjónabúðinni (sem er að verða uppáhalds prjónabúðin mín í Reykjavík!). Hjartatölurnar ætla ég að nota í kjól sem ég ætla að sauma á Örnu – nú er bara spurning, hvora tegundina á ég að nota???

Þessar…

DSC_0814

… eða þessar…

DSC_0818

 

DSC_0796

 

Comments

  1. Vá hvað þetta eru flottar tölur, ég verð að kíkja í Fjarðarkaup.

join the conversation

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.