Gjafir

DSC_1635

Í síðustu viku sagði ég frá skemmtilegri heimsókn sem ég fékk frá Önnu sem rekur bloggið Thimbleanna í Bandaríkjunum. Ég ætlað að sýna ykkur í leiðinni hvað hún færði mér en náði ekki að taka myndir áður en heimilisskyldan kallaði.

Anna hefur greinilega tekið vel eftir efnasmekk mínum því hún færði mér þokkapakka (charm pack) úr Vintage Modern línunni fyrir Moda fabrics eftir Bonnie & Camille, efnahönnuð sem er í miklu uppáhaldi hjá mér og tvo þokkapakka úr æðislegri línu sem heitir Glamping og er eftir MaryJane, líka fyrir Moda fabrics. Guðdómleg efni sem mig langar að nota í pappírs-saums verkefnið mitt. Með þessu fylgdi fallegt nálabréf.

Áður en Anna kom til Íslands spurði hún mig hvort hún gæti komið með eitthvað sérstakt handa mér og bað ég hana að athuga með hörefni. Það var ekkert smá magn sem hún mætti með, nú get ég aldeilis hafist handa við hin ýmsu Zakkaverkefni… jesss!!! 🙂

DSC_1636

 

join the conversation

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.