Mikið að gera

Ég elska Barnalán, teiknimyndasöguna í Fréttablaðinu. Fyrir árið 2002 hefði ég ekki skilið húmorinn en núna sé ég mig í a.m.k. annarri hverri skrítlu. Og mikið var ég sammála í síðustu viku þegar skrítlan sagði “Dagarnir eru langir en árin eru stutt”. Það er ekki lítið að gera á stóru heimili og tíminn flýgur áfram. Ég er komin með fullt af hlutum til að blogga um en áður en ég veit af á hverjum degi er klukkan orðin 23.30, litli mann loksins sofnaður og ég sit í sófanum að reyna að ákveða hvort ég eigi að drífa mig í rúmið (skynsemin) eða horfa á einn þátt í sjónvarpinu (og sofna yfirleitt út frá honum)!!

En núna er sunnudagur og fjölskyldan er úti í garði að gera hann fínan og ég ætla að “stelast” til að blogga. Mig langar nefnilega að segja frá skemmtilegu atviki sem gerðist í lok maí. Ég fékk tölvupóst í byrjun apríl frá amerískri konu sem ég hef fylgst með í bloggheimum. Hún heitir Anna og skrifar á bloggsíðunni Thimbleanna. Hún sagðist vera á leið til Íslands í lok maí með fjölskyldu sinni og bað mig að benda sér á áhugaverðar verslanir, aðallega með garn. Hún var líka spennt fyrir Tilda efnum en þau fást víst ekki á mörgum stöðum í USA. Mér fannst tilvalið að ég myndi bara rúnta um með hana í þessar búðir því það er svo gaman að kynnast öðrum sauma/prjónakonum. Ég bauð henni það og hún var fljót að segja já.

Við ætluðum að hittast í byrjun ferðarinnar hennar en því miður lentu þau í flugtöf og misstu eiginlega tvo daga úr ferðinni sinni. Við ákváðum því að hittast síðasta daginn þeirra. Ég bauð henni að koma fyrst heim til mín sem hún og gerði. Arna og litli snáðinn voru heima (stóru krakkarnir voru í skólanum) og því lögðum við fjögur af stað. Fyrst fórum við í A4 því þeir eru með Tildaefnin þar. Síðan fór ég með hana í eina af mínum uppáhalds prjónabúðum, Litlu prjónabúðina. Mér datt í hug að þar myndi hún finna eitthvað sem hún kæmist ekki í heima hjá sér því Litla prjónabúðin er svo “skandinavísk”. Það passaði, hún varð alveg heilluð og fékk líka svo frábæra þjónustu.

Þegar við vorum búnar í Litlu prjónabúðinni var klukkan orðin 11.50 svo það passaði að skutla henni niðrí bæ á hótelið sem þaú gistu á. Það passaði vel því fjölskylda hennar var akkúrat að ferja bílinn til að fara í Bláa lónið.

Þetta var stuttur tími en alveg ótrúlega skemmtilegur, magnað hvað netið hefur minnkað heiminn. Því miður var ég svo vitlaus að taka ekki mynd af Önnu en ég mæli svo sannanlega með heimsókn á bloggið hennar… og ekki gleyma að skilja eftir “comment”.

Trackbacks

  1. […] síðustu viku sagði ég frá skemmtilegri heimsókn sem ég fékk frá Önnu sem rekur bloggið Thimbleanna í Bandaríkjunum. Ég ætlað að sýna […]

  2. […] Þegar ég kom heim með hann og opnaði hann kom í ljós fullt af gjöfum frá Önnu sem ég skrifaði um í júní. Og það ekkert smá gjafir. Við krakkarnir urðum himinlifandi þegar við byrjuðum að tína […]

  3. […] Hún heitir Anna (hjá Thimbleanna) og sendi mér tölvupóst. Í stuttu máli þá bauðst ég til að skutla henni á milli nokkurra verslana og við spjölluðum og kynntumst aðeins í […]

Leave a Reply to Efnishyggjan — Doppan Cancel reply

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.