Bekkjarafmæli

DSC_3711

Andrea og Anna vinkona hennar héldu bekkjarafmæli s.l. mánudag. Við erum hætt að halda upp á afmæli fyrir bekkinn um mitt sumar enda flestir á ferð og flugi á þeim tíma. Það reyndist því fínasti tími í blá-skólabyrjun að hóa saman stelpurnar í bekknum og bjóða þeim í Húsdýragarðinn. Ég get ekki mælt nægilega mikið með barnaafmæli í Húsdýragarðinum. Við réðum alveg sjálf hvort við vildum kaupa veitingar hjá þeim eða ekki, við kusum að taka með pylsur og fengum afnot af þessu fína gasgrilli hjá þeim. Síðan vorum við með muffin í eftirrétt og eftir matinn komu tveir frábærir starfsmenn að sækja stelpurnar. Þeir flökkuðu um garðinn með þeim í tvo klukkutíma, sýndu þeim og sögðu þeim frá dýrunum, þær fengu að gefa hænunum og selunum og aðstoða við að smala. Í lokin fengu þær að sjá skriðdýrahúsið og skoða froska, eðlur og slöngu. Þær spurðu og spurðu og starfsmennirnir voru ekkert nema almennilegheitin 🙂

DSC_3717

Uppskriftin

3 dl sykur
3 egg
1 ½ dl mjólk
150 gr smjör (brætt)
4 ½ dl hveiti
3 tsk lyftiduft
1 ½ tsk vanilludropar
3 msk kakó (Cadbury’s)

Til að gera gott enn betra:
100 gr suðusúkkulaði, gróft skorið

Sykur og egg þeytt vel saman

Smjörið brætt og blandað saman við mjólkina. Vökvinn þeyttur saman við sykurinn og eggin.

Afganginum bætt út í og hrært saman.

Skipt í möffinsform (ég fæ 24 kökur út úr þessu) og bakað við 200°c í 12-15 mín

Skrautið

Krem: Vanilla frosting frá Betty Crocker
Sprautustútur: 1M frá Wilton, rósa-aðferð, sjá hér
Matarlitur: Spreylitur frá Wilton
Skraut: litaður sykur frá Wilton

DSC_3728

DSC_3767

join the conversation

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.