Lítill herra kominn í danska fatnaðinn

DSC_4038

Vá hvað tíminn flýgur áfram á haustin!

Við létum skíra Dag Frey litla 15. september, skólinn og allar tómstundirnar (þær eru sko ekki fáar) að komast í rútínu og svo er alltaf eitthvað að gerast um helgar, alls kyns íþróttamót, bæði hjá fullorðna fólkinu og krökkunum, bústaðaferðir ofl.

Í síðustu færslu talaði ég um að setja inn mynd af Degi litla í nýju fötunum. Ég tók myndirnar sama dag en hef ekki bloggað neitt síðan.

Hér er hann í allt of stórum en dásamlegum fötum. Peysan er enn of stór en buxurnar sleppa. Ég þarf reyndar að setja teygju í mittisstroffið á buxunum því þær eru of víðar en annars er nóg að bretta upp á skálmarnar. Buxurnar eru mjúkar og hlýjar en ekki þannig að hann svitni í þeim. Peysan er hér með tvöföldu uppábroti en axlirnar leka niður handleggina, held ég bíði í 2-3 mánuði með að nota hana á hann. Eitthvað segir mér að þessi föt eigi eftir að stækka með honum 🙂

DSC_4046

DSC_4042

 

Comments

  1. Fallegt hjá þér Berglind mín 😀

  2. kolbrún says:

    Hæhæ rakst á þetta blogg þitt og sá að þú varst að tala um of stórt mitti á buxunum, ég leysti það með hnappagata teygju sem ég þræddi í gegnum stroffið (gerði ráð fyrir henni) langaði bara að segja þér frá þessu. Þú átt virkilega fallegan strák sem er í fallegum fötum 🙂

Leave a Reply to Mamma Cancel reply

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.