Jæja, samkvæmt blogginu hef ég ekkert sett hér inn síðan 15. október!
Ég sit samt ekkert auðum höndum 🙂 – ég er búin að vera að prjóna peysu á Davíð (bráðum 10 ára), alveg eins og peysuna hans Dags litla. Davíð vildi að hann og litli bróðir hans ættu eins peysur (sætur!)
Svo er ég búin að sauma tvær Swoon blokkir í viðbót. Þær eru risastórar (61 cm) – svo stórar að það er eins og að sauma lítinn dúk að sauma eina blokk. Fjórar komnar, fimm eftir – ég er svoooo ánægð með efnin og mér finnst þau koma dásamlega vel út með þessu mynstri.
Það urðu smá mistök í skurðinum á þessari blokk… sést það?!! 🙂 – Ég skar óvart tveimur of margar í stærðinni 3,5″ í stað 3 og 7/8″. Nú voru góð ráð dýr því ekki átti ég meira efni, nema smá ræmu sem varð í afgang. Það var því ekkert í stöðunni annað en að sauma viðbót við þessar 3,5″, þetta er jú bútasaumur ekki satt?! 🙂
Fyrsta blokk
Önnur blokk
Þriðja blokk (ég elska þessa!!)
Fjórða blokk (mistakablokkin)
Og þá er það áfram með heimilishald, þvott og kvöldmatarpælingar… en það er allt í lagi því í kvöld ætla ég með Andreu (11) ballerínunni minni í Hörpuna að sjá St. Petersburg balletinn sýna Svanavatnið – Jesús, það sem ég er spennt enda hef ég aldrei séð “alvöru” balletsýningu!! Í hverju á ég að vera? Einhverju samanbútuðu?!!! 😀
Flott hjá þér Berglindin mín, ég var ekki búin að kíkja á peysurnar, þær eru snilld hjá þér. Já og litasamsetningin á bútunum, bara fallegt. Knús í hús. Edda