Marsmánuður

Ja hérna, næstum mánuður síðan ég setti efni á síðuna!

Ég er búin að eiga svakalega góða en afar afar upptekna daga undanfarið. Hér er brot af því sem ég hef verið að gera, ég blogga svo betur um hvert fyrir sig síðar. Hvar skal byrja?

Við fórum í helgarferð til Berlínar um miðjan mánuðinn. Ég ELSKA Berlín. Búin að koma þangað tvisvar og á eftir að sjá og skoða svo margt til viðbótar. Gott að eiga eitthvað eftir 🙂

DSC_7837

DSC_7852

DSC_7838

DSC_7910

Helgina eftir Berlín var komið að árlegri sumarbústaðaferð Gleðitusknanna (saumaklúbbsins míns)

DSC_8088

DSC_8043

DSC_8045

Þegar ég kom heim úr bústaðinum með allt dótið mitt (það er nú ekki aldeilis lítið sem ein kona þarf með sér af dóti, eins og maður verði uppiskroppa með verkefni!) gat ég ekki hugsað mér að ganga aftur frá því inn í saumaherbergi. Herbergið var orðið gjörsamlega yfirtroðið af drasli og ryki svo í staðinn fyrir að ganga frá dótinu mínu einhvers staðar fékk ég kast og henti öllu út úr herberginu, ýkt glöð með að nú skildi svo tekið til hendinni!! Ég var ekki lengi að sjá eftir þessu, haha… en það breytir því ekki að í þessa vinnu þurfti að fara! Dótið hefur meira og minna setið á ganginum síðan því það virðist eiginlega aldrei vera almennileg stund aflögu til að klára þetta verkefni. Hugsunin um fallegt hreint og fínt saumaherbergi og að setjast niður og taka fyrsta sauminn heldur mér þó gangandi… nú skal sko hent og hreinsað, skúrað og skrúbbað!! Set inn myndir þegar ég verð búin 🙂

Saumaherbergið tekið í gegn

Síðustu helgi fórum við Andrea mín til Neskaupsstaðar. Þar var haldið Íslandsmeistaramót í Krakkablaki, 3. og 5. flokkur. Andrea og hinar stelpurnar í Stjörnunni gerðu sér lítið fyrir og sigruðu sinn flokk (4. stig) og urðu taplausar, Íslandsmeistarar. Ekkert smá skemmtileg helgi hjá okkur mæðgum! Veðrið á Neskaupsstað (var að koma þangað í fyrsta sinn) var líka sjúklega gott!! Þvílík fegðurð þarna!

DSC_8388

DSC_8390

DSC_8275

Og þá er það vikan framundan, Dagur litli verður lítill afmælisDagur 2. apríl, 1 árs gamall — mér finnst hann auðvitað hafa fæðst fyrir korteri!

DSC_6446

Comments

  1. Yndisleg lesning – til hamingju með Andreu og 1 árs afmælisDag
    kveðja Helga amma

join the conversation

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.