Vorhreingerning

DSC_9076

LOKSINS er ég búin að taka saumaherbergið í gegn!!

Vá! Ég hélt þetta yrðu svona tveir til þrír dagar en NEI!!! ÞRJÁR VIKUR takk fyrir… ég er ekki viss um að ég hefði byrjað á þessu ef ég hefði vitað það fyrirfram hve mikil vinna lægi í þessu EN jesús Pétur hvað herbergið er orðið dásamlegt (aftur)!!

Það fóru fjórir svartir stórir ruslapokar út úr herberginu og ég get ekki með nokkru einasta móti skilið hvernig innihald þeirra komst fyrir (nema kannski á gólfinu í pokum, körfum, pökkum og pinklum, hóst hóst). Að auki fór sem nemur þremur svörtum pokum í viðbót í Góða hirðinn, Ljósið, skólann hjá Andreu og Davíð og í leikskólann hennar Örnu. Nú get ég andað léttar í herberginu því það er búið að þrífa hvern einasta krók og kima (ég þreif næstum því hverja nál!!) og ég er ekki frá því að sálin sé hreinni (það er svo sáluhreinsandi að losa sig við dót öðru hvoru) 🙂

DSC_9107

DSC_9108

Enn einn ávinningurinn við að hleypa tiltektar-hvirfilbyl inn til sín er að nú er ég orðin full af innblæstri og andagift og langar helst að dvelja í herberginu öllum stundum að sauma og sauma og sauma. Það eru fullt af verkefnum komin undir nálina og verður afraksturinn birtur hér í vikunni.

Þangað til, nokkrar myndir úr herberginu

Gleðilega páska!

DSC_9109

Afgangakassarnir

DSC_9110

DSC_9134 DSC_9136

Þessi bóka-/tímaritahilla leysti mikið pláss-vandamál. Fæst í Línunni.

DSC_9106

DSC_9077

DSC_9081

DSC_9092

DSC_9083

DSC_9085

DSC_9096

DSC_9093

Hörefnin mín:
DSC_9098

Andrea fékk eina hillu líka undir efnin sín og saumakassann 🙂

DSC_9100

DSC_9090

Þennan fallega espresso bolla fékk ég að gjöf frá Íslenska bútasaumsfélaginu þegar ég hætti í stjórninni

DSC_9091

Þessa skemmtilegu skó fékk ég frá eiginmanninum í jólagjöf um árið eftir að ég hafði séð þá á enskri 60’s blogsíðu — Þeir fara sko ekki í skóhilluna, hver segir að það megi ekki skreyta með skóm og efnum? 🙂

DSC_9087

DSC_9073

 

Comments

  1. Þetta er alveg Dásemd !! Þvílík fegurð að sjá alla þessa liti 🙂
    Herbergið er alveg yndislegt, en ég skil ekki “hvar allt þetta dót/rusl var í því”
    Til hamingju með nýja saumaherbergið 🙂

    kv. mamma

Trackbacks

  1. […] með Gleðituskunum. Ég komst langt með þær í bústaðinum en síðan kom ég heim og trylltist í saumaherberginu. Þær hafa því legið út í stofuhorni greyjin og beðið eftir því að ég tæki þær aftur […]

  2. […] er alger efnafíkill!! There, I said […]

Leave a Reply to Mamma Cancel reply

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.