Afmælisteppi 2

DSC_3105

Mamma mín varð 60 ára 7. maí s.l.  Fyrir nokkrum árum gaf ég henni teppi í afmælisgjöf, hálfklárað og tók það svo aftur til að klára það…. og hef ekki gert neitt í því síðan. Með nagandi samviskubit yfir þessu ákvað ég að nú skildi ég gefa henni fullklárað teppi í 60 ára afmælisgjöf.

DSC_3167

Ég var ekki lengi að ákveða efnin, línurnar frá Fig Tree Quilts eru algerlega hún og ég á fullt af feitum fjórðungum, þokkapökkum og lagkökum frá þeim. Ég hófst handa við að leita að sniði og rakst þá á fallegt snið á netinu. Ég nennti ekki að panta það og bíða eftir því svo ég rissaði upp sjálf snið eins líku því og ég gat.

DSC_3111

Teppið samanstendur af 20 blokkun en engin þeirra er úr eins efni, þó allt teppið sé úr sömu efnalínu. Ég notaði lagköku-pakkningu (Layer cake) frá Fig Tree en bútarnir í þeim eru 10″ x 10″ og passar einn bútur akkúrat fyrir eina blokk (það verður smá afgangur). Grunnurinn er antikhvítur og bakið er doppótt (að sjálfsögðu) flónelefni. Ég elska flónel í bakið og nota það eingöngu ef ég er að gera teppi sem á að kúra með.

DSC_3143

Mamma var í útlöndum daginn sem hún varð sextug en nokkrum dögum síðar hittumst við fjölskyldan og héldum “surprise” afmælisveislu fyrir hana. Ég bauð mömmu og pabba yfir í mat… bara svona hversdags… en það sem mamma vissi ekki var að hjá mér biðum við fjölskyldan, Guðjón bróðir með sína fjölskyldu og Sigrún systir mömmu. Mamma varð yfir sig hrifin og dagurinn varð hinn skemmtilegasti.

DSC_3087

Teppið sló í gegn! Mikið er alltaf gaman að gefa eitthvað handgert, sérstaklega þegar eigandinn er svona þakklátur 🙂

Snið: eiginlega ég sjálf en svipað snið heitir Jubilee
Efni: Fig tree quilts
Stunga: ég sjálf

DSC_3132

DSC_3162

DSC_3106

DSC_3092

DSC_3098

DSC_3113

DSC_3114

DSC_3154

 

Bústaðarferð 2013

 

Ég, Edda, Magga, Villa, Dóra, Helga og Brynja

Ég, Edda, Magga, Villa, Dóra, Helga og Brynja… okkur fannst við rosalega fyndnar!!

Þessi helgi leið sko hratt!! Komnar til baka eftir þriggja nátta dýrð í sveitinni. Það ruddust undan okkur stykkin, ég leyfi myndunum að tala.

Eins og alltaf tók ég allt of margar myndir en er það ekki alltaf betra að hafa þær of margar en of fáar? 🙂

Helga og ég

Helga og ég

Villa, Brynja, Dóra og Magga.

Villa, Brynja, Dóra og Magga.

DSC_0001

Budda í bígerð eftir Helgu

DSC_0018

Körfuteppið mitt hálfnað í stungu

DSC_0030

DSC_0039

Rusl og reitingur eftir Brynju

DSC_0042

Strákateppi eftir Villu, efni: Odyssea eftir Momo

DSC_0047

DSC_0049

DSC_0056

Brynja að undirbúa eina snilldina

DSC_0063

Krútttttttttulegt dúkkuteppi eftir Villu

DSC_0069

Dúkur sem Dóra Dís vippaði fram úr annarri erminni eins og henni er einni lagið, efni: frá French General

DSC_0085

Eitt í vinnslu hjá mér, efni: Millhouse Inn frá Fig Tree Quilts

DSC_0130

Og Edda prjónaði sem vindurinn, falleg jarðaberjahúfa

DSC_0132

DSC_0137

Afgangateppi eftir Villu, efni: hin og þessi úr Storkinum

Snið Taking Turns frá Happy Zombie (birtist í Quilts and More, vor 2012)

DSC_0139

 

DSC_0145

DSC_0153

Húsateppið hennar Helgu – það var mikið haft fyrir því en falleg er útkoman! – Snið frá Thimbleberries

DSC_0157

Körfuteppið mitt stungið, bara eftir að sauma bindinguna niður 🙂

DSC_0155

DSC_0158

DSC_0174

Dásamlegur dúkur frá Dóru Dís

 

DSC_0165

Dúkur eftir Dóru Dís

Snið: Table topper eftir Joanna Figueroa, birtist í Quilts and More Sumar 2012

DSC_0177

Dýrðin hennar Brynju, snið frá French General

DSC_0178

Sneddí barnateppi frá Villu, charmpakka-bútar skornir í tvennt og saumaðir aftur saman. Settir saman með hvítum lengjum á milli, einfalt en svakalega skemmtilegt 🙂

 

 

 

Og ég sem hélt að mig vantaði stungutvinna!

Tvinnakefli 04

Nú stendur mikið til!! Saumaklúbburinn er að leggja af stað á eftir í sína árlegu sumarbústaðarferð. Þrjár nætur, heill föstudagur OG heill laugardagur… dásamlegt!!

Ég ætla að reyna að stinga dálítið af teppum – fyrri átta árum setti ég mér 2 fyrir 1 regluna… þ.e. klára tvö fyrir hvert eitt sem ég byrja á…. en ég held ég hafi misskilið og snúið þessu upp í 1 fyrir 2 :/

Tvinnakefli 03

Ég hélt að mig vantaði stungutvinna… gott að ég leit aðeins yfir birgðirnar fyrst 🙂

Tvinnakefli 02

Tvinnakefli 01

Kem með myndir úr sveitasælunni,
góða helgi!
Berglind

Snáðateppi

Snáðateppi 01

Eins og það er nú yfirleitt kósí að horfa á góðan þátt eða mynd í sjónvarpinu á meðan maður er að skera efni í nýtt teppi þá er það ekki alltaf neitt svakalega góð hugmynd!!!

Þar sem fjórða barn er komið langt á leið… lítill snáði (ég geri allt í mynstri, sauma, prjóna, hekla, barneignir… stelpa, strákur, stelpa strákur!!) er ekki seinna vænna að fara að huga að litlu strákalegu bútasaumsteppi. Ég pantaði því um daginn æðislega efnalínu sem heitir Boy Toys, frá Robert Kaufman. Tólf feitir fjórðungar (Fat Quarters) af dásamlega strákalegum… en ekki væmnum… retroefnum.

DSC_0023

Ég gat ekki beðið með að fara að skera í teppi og þar sem maðurinn minn var ekki heima þetta kvöld settist ég ein við sjónvarpið og skar og skar…. og skar…. þar til ég rankaði við mér og var búin að skera ALLA tólf fjórðungana!!! Ég var komin með nóg í sex barnateppi og átti engan afgang af efnunum!!

Hmm… jæja, ég mun þá a.m.k. ekki “sitja uppi með” efnin og ætla bara að sauma fjögur teppi (nóg af litlum snáðum í kringum mig) og nota svo kannski restina í skiptitösku eða eitthvað svoleiðis 🙂

Ég er byrjuð að sauma, set inn fleiri myndir þegar ég er búin!

Frumraun mín í pappírssaum (e. Paper Piecing)

Fyrsta blokk af mörgum tilbúin. Ég var nú dálitla stund að klóra mér í hausnum yfir þessu en þetta er allt að koma. Loksins borgaði sig að hafa keypt 1/4″ add-a-quarter stikuna þarna um árið! 🙂

Nestistaska

Þessa tösku sá ég fyrst hjá Monicu Solorio-Snow (Happy Zombie). Monica er brjálæðislega skapandi og flottur hönnuður (hún er líka ógeðslega fyndin). Hún hannar efni fyrir Lecien, t.d.Winterkist og hefur hannað fullt af sniðum. Ég er alveg viss um að þið hafið oft séð eitthvað saumað eftir hana. Hún er t.d. að hanna mörg snið fyrir tímaritið Quilts and More (uppáhalds tímaritið mitt). Sem dæmi um eitt af því sem hún hefur hannað (og ég er viss um að einhver ykkar hefur saumað það teppi eða eigið vinkonu sem hefur saumað það… Villa og Helga vinkonur eru báðar búnar, Villa m.a.s. nokkur, getur ekki hætt!) er Taking turns.

Ég var að skoða bloggið hennar um daginn og sá þá þessa tösku. Reyndar á hún sjálf ekki heiðurinn af sniðinu en virðist brjálæðislega hrifin af því engu að síður. Hönnuðurinn að þessari tösku er reyndar líka ótrúlega flott. Hún heitir Ayumi og heldur úti blogginu Pink Penguin. Þar er hún með fullt af fríum sniðum og sýnikennslum. Hún býr í Japan og er mjög hrifin af japönsku efnunum (hver er það ekki???!!). Mæli með heimsókn til þeirra beggja (sko á bloggin þeirra!)

Monica virðist það hrifin af töskunni að hún hefur saumað nokkrar. Mér finnst þær allar mjög flottar hjá henni en London taskan heillaði mig gjörsamlega! Væri alveg til að næla í svona efni!! Hún er líka að gera úr eigin Winterkist efnum, krúttulegum húsaefnum og Sew Cherry efnum (af hverju keypti ég ekki þessi efni þegar þau voru í boði???!!!) ásamt fullt af öðrum efnum, þið verðið bara að rúlla í gegnum bloggið hennar!

Þessi taska er ekki flókin og ekki tímafrek, nú get ég hætt að mæta í vinnuna með nestið í 66°N pokanum (sem hefur þó reynst vel, bara orðinn svo sjúskaður greyjið!)

Og hver myndi ekki vilja smakka á afgöngunum??? Mmmhhh…..

Þríhyrninga-ferninga-dúkur

Í fyrra hélt ég lítið örnámskeið hjá Íslenska bútasaumsfélaginu í gerð auðveldra þríhyrninga-ferninga. Ræmur eru saumaðar saman, síðan pressaðar í sundur og svo er skorið. Þannig fást 100% réttir þríhyrningaferningar. Til að sýna þetta betur saumaði ég þennan dúk (snið frá Modabakeshop). Í honum eru 400 þríhyrninga-ferningar.

Í möööörg ár hefur mig langað til að ná fjaðra-stungu-tækninni. Um síðustu helgi ákvað ég að ég að nú skyldi það takast. Ég eyddi tveimur dögum í að teikna fjaðrir á blað og svo lét ég bara vaða. Ég er svakalega ánægð með árangurinn og mikið rosalega var þetta skemmtilegt!! Ætli ég verði ekki með fjaðrir í öðru hverju verkefni núna… svona eins og þegar ég náði tökunum á krákustígunum!! 🙂

Uglur

Á flakki mínu um bloggheima rakst ég um daginn á tvær æðislegar síður. Á þeirri fyrri, Happy Little Cottage er daman að sýna ótrúlega krúttulegar uglur og fíla sem hún hefur saumað. Hún bendir jafnframt á hvaðan hún fékk sniðin en það er einmitt af hinni síðunni, Retro mama. Sú kona er að selja snið eftir sjálfa sig, mest ýmis tuskudýr og nálapúða. Ég heillaðist upp úr skónum og keypti snið af uglum, kanínum og fílum. Það frábæra við þetta verslunarform er að þú ert búin að kaupa með einum (tja, næstum einum) músarsmelli og örstuttu síðar færðu sniðin send í tölvupósti á pdf-sniði. Fyrir óþreyjufullar manneskjur eins og mig (óþolandi að þurfa að bíða) er þetta frábært enda strax hægt að hefjast handa!!

Ég er búin að sauma þrjár uglur, að sjálfsögðu handa mínum eigin ungum. Ef ekki væri svona ógeðslega leiðinlegt að troða inn í þær og sauma fyrir gatið myndi ég strax gera fleiri – en ætla að láta þessar duga í bili. Á samt pottþétt eftir að sauma kanínurnar og fílana líka – til dæmis frábært að eiga dýrin á lager í vöggugjafir og slíkt 🙂

Retro mama sniðin

Tvö stykki tilbúin til stungu

Eins og mér finnst nú gaman að bútasaum, þá finnst mér svoooo leiðinlegt að leggja teppin og þræða þau/líma áður en þau eru stungin. Það er því ágætt að taka nokkur í einu. Hér eru tvö stykki tilbúin, annað er dúkur en hitt er veggteppi eða einhvers konar “upp á punt” teppi.

Tilda í te

Ég gerði mér ferð inn í A4 um helgina í þeirri von að nýju Tilda efnin væru komin. Og jú, viti menn, þarna biðu þau eftir mér! Tilda bregst ekki frekar en fyrri daginn og ég gat ekki staðist að taka með mér nokkra tebolla og félaga með. Væri alveg til í að gera diskamottur úr þessum.