Tvö stykki tilbúin til stungu

Eins og mér finnst nú gaman að bútasaum, þá finnst mér svoooo leiðinlegt að leggja teppin og þræða þau/líma áður en þau eru stungin. Það er því ágætt að taka nokkur í einu. Hér eru tvö stykki tilbúin, annað er dúkur en hitt er veggteppi eða einhvers konar “upp á punt” teppi.

Comments

  1. Gerða (Wunderblaka) says:

    Vá Berglind, þetta er allt svo fallegt hjá þér, ég gat bara ekki orða bundist. Hvort sem um er að ræða hannyrðir eða matseld, þá vantar greinilega ekki hæfileikana. Ég á alveg örugglega eftir að kíkja inn á þessa síðu aftur 🙂

  2. Falleg síða hjá þér, Berglind mín 🙂 D

  3. Ég var að leita eftir munstri til að stinga bútasaumsteppi og rakst á síðuna þína.
    Þú ert að gera fallega og skemmtilega hluti og það var mjög gaman að skoða hana.
    Einnig er þetta mjög falleg síða.
    Þar sem þú nefndir að þér þætti svona fremur leiðinlegt að stinga teppi datt mér í hug að senda þér nokkrar línur.
    Konan mín hefur mjög gaman að bútasaum og eins og þú þá finnst henni ekki það skemmtilegasta að stinga teppin. Einnig finnst henni ekkert gaman að skera bútana en þar kem ég inn í dæmið.
    Ég hef gaman að því að skera niður bútana fyrir hana og fyrir ári þá smíðaði ég tæki fyrir saumavélina til að stinga.
    Og svona upp á grín ætla ég að senda þér link á stutt myndskeið þar sem ég er að stinga teppi.
    Vonandi næst að spila það.
    Kveðja Alice og Gummi
    http://k.tskoli.is/go/HTML/Butasaumur_HTML/Butasaumur_HTML.html

join the conversation

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.