Heklað strákateppi

Granny 02

Þegar Andrea mín, og svo Davíð Freyr, byrjuðu í skóla (Andrea 2008, Davíð 2009) var ég dálitla stund að átta mig á því hve breytt skólakerfið er síðan ég var í þeirra sporum. Núna er t.d. komið fyrirbæri sem kallast “vetrarfrí” en það tíðkaðist ekki þegar ég var í grunnskóla. Mér skilst að það sé mismunandi eftir bæjarfélögum… eða skólum… hvernig þessu fríi er háttað. Í Reykjavík t.d. held ég að allir skólar hafi tvo vetrarfrísdaga fyrir jól og tvo eftir jól. Í Garðabæ er þessu háttað þannig að allir fjórir dagarnir eru settir í febrúar og svo er bætt við einum starfsdegi til viðbótar. Þannig fá börnin heila viku í frí. Þetta finnst mér frábært fyrirkomulag. Þetta er það langt frí að foreldrar geta tekið sér heila viku með börnunum og brotið þannig upp einn af myrkustu mánuðunum, haft það kósí saman heima, skellt sér á skíði, farið til útlanda… nú eða gert eins og við gerðum núna, farið í bústað.

Heklað snáðateppi 02

Við vorum s.s. alla síðustu viku í bústað rétt fyrir utan Flúðir. Þar sem mamman á heimilinu er óneitanlega farin að minna á litla hnýsu (bara 6 vikur eftir í áætlaðan fæðingardag) og það rigndi eins og hellt væri úr fötu hvern einasta dag einkenndist vikan að mestu af inniveru… sem var bara allt í lagi því þegar leikar fóru að æsast hjá ungviðinu var því skutlað út í heita pottinn og “geymt” þar í 2 klst eða þar til allir voru farnir að þreytast 🙂

Ég aftur á móti nýtti tímann sérdeilis vel, prjónaði eins og enginn yrði morgundagurinn. Ég kláraði ótrúlega… sko ÓTRÚLEGA sætan pokagalla á litla ófædda snáðann og ég kláraði líka að setja saman hekluðu dúllurnar í snáðateppið.

Ég kláraði líka fyrir nokkru síðan hefðbundið ömmudúlluteppi, hér eru myndir af því og snáðateppinu, ég set inn myndir af gallanum í vikunni þegar ég er búin að kaupa fallegar trétölur á hann (veit e-r hvar ég fæ þær???)

kv.
Berglind

Heklað snáðateppi 01

Heklað snáðateppi 03

Snáðateppi:

– hugmynd: fengin að láni hjá Debbie, Serendipity Patch
– mynstur: úr bókinni 200 crochet blocks for blankets, throws and afghans (æðisleg bók!!)
.      – Debbie var reyndar líka búin að senda mér leiðbeiningar að blokkunum 🙂
.      – Vá, hvað ég þarf að læra að setja þær saman eins og hún gerir!
– Garn: Debbie Bliss Rialto DK (fæst í Storkinum)
– Heklunál: nr. 4
– Kantur: sjá hér

Granny 01

 

Ömmudúlluteppi:

– mynstur: úr heftinu sem fylgdi grunn-námskeiðinu í hekli hjá Storkinum 🙂
– Garn: þrjár tegundir frá Tinnu (keypt í Rúmfatalagernum)… það var að gera mig vitlausa!
– Heklunál: nr. 4

Granny 04

Granny 03

Comments


  1. Flott teppi hjá þér Berglind mín, eins og allt sem ég hef séð eftir þig. Gangi þér vel með stóra verkefnið sem fer senn að koma.
    Kveðja frá Borgarnesi

  2. Dugnaðurinn í þér, flott hekluðu teppin þín.

  3. Vá Vá æðislegt, nú er ég að leyta að nýju garni í teppið eins og ég var að gera, dóttirin vill fá teppi í sjónvarpssófan, spurning um hverning mislituhespurnar komi út í því… Og sjálfssögðu nýju heklunálarnar!! Þarf að kaupa mér fleiri.

Trackbacks

  1. […] er prjónuð úr afgöngum af heklaða teppinu hans. Ég elska, dái og dýrka þettta […]

  2. […] er prjónuð úr afgöngum af heklaða teppinu hans. Ég elska, dái og dýrka þettta […]

Leave a Reply to Fríða Ág Cancel reply

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.