Strákavesti

DSC_1578

Þegar ég var ólétt keypti ég gjörsamlega guðdómlega danska prjónabók í Litlu prjónabúðinni. Bókin heitir Babystrik på pinde 3 og er eftir Lene Holme Samsöe. Þessi bók er þvílíkt augnakonfekt, með barnauppskriftum fyrir 0-2 ára. Mig langar að prjóna allar uppskriftirnar frá bls. 1 til enda – veit nú samt ekki hvað litli kallinn minn segði yfir öllum stelpufötunum! 🙂

En einhvers staðar verður maður að byrja og rétt áður en snáðinn fæddist byrjaði ég á þessu litla vesti. Því miður var ég svo vitl… að prjóna það í stærðinni 0-3 mánaða sem þýðir að hann mun stækka upp úr því á korteri. Hann er svo sætur í því að ég ætla strax að prjóna annað í stærra númeri. Ég er líka búin með sætar strákabuxur – sýni þær hér í vikunni – prjónaði þær í stærðinni 12 mánaða og er langt komin með litla afapeysu, líka í stærðinni 12 mánaða.

DSC_1581

Bók: Babystrik på pinde 3
Uppskrift: Lillies top, bls. 21
Stærð: 0-3 mánaða
Garn: Semilla fino frá BC Garn, Litla prjónabúðin
Prjónar: 2,5 mm og 3,5 mm

Comments

  1. ótrúlega fallegt, bæði barnið og vestið. bókin er ægilega fín, ég er að ljúka við peysu, á mig, eftir Bella uppskriftinni, prjónaði bara alveg eftir stærð 9 mánaða en á prjóna 6mm og þá passaði hún á dömu XL, myndir koma á bloggið mitt einhvern næstu daga.
    kv.Fríða

  2. Gerða wunderblaka says:

    Æ ofsalega er maður mikið krútt… og vestið er að sjálfsögðu algjör snilld!

Trackbacks

  1. […] nokkru bloggaði ég um prjónavesti sem ég gerði á Dag upp úr dönsku bókinni Babystrik på pinde 3. Nú er ég loksins búin með […]

Leave a Reply to Fríða Cancel reply

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.