Þvottaklemmupoki Helgu

DSC_3491

Helga vinkona (Einarsdóttir) er ein sú klárasta handavinnukona sem ég þekki. Við kynntumst fyrst á Thimbleberrieskvöldum hjá Virku árið 2003. Við byrjuðum að spjalla og áttuðum okkur fljótt á því hvað við eigum mikið sameiginlegt. Vorið 2006 byrjaði ég að vinna á Verðbréfavaktinni hjá Glitni (nú Íslandsbanka). Ég mætti fyrsta daginn og var vísað í sætið sem ég átti að sitja í… á sama borði og Helga Einarsdóttir, beint á móti hver annarri!! Hehehe, greyjið samstarfsfélagarnir voru kaffærðir í bútasaumsumræðum, hrikalega gaman 🙂

Við erum enn að vinna saman á sömu hæð og á sama sviði þótt við séum ekki í sömu deild og það líður ekki sú vika að við skiptumst ekki á sniðum og sýnum hvor annarri nýjustu handavinnuna. Ég er í fæðingarorlofi núna en heyri samt í Helgu í hverri viku. Hún er komin í sumarfrí og þá fer hún alltaf (nánast) vestur í bústað foreldra sinna. Hún tekur með sér ákveðin saumaverkefni, oftast smáhluti (t.d. litla jólasveina, flöskupoka, buddur…) sem hún saumar í tonnavís. Í ár voru það þessir snilldar þvottaklemmu-pokar. Hún saumaði fullt af þeim og kom svo færandi hendi fyrir síðustu helgi heim til mín og gaf mér einn, heppin ég!

DSC_3499

Hún fékk hugmyndina þegar vinkona hennar keypti einn svona handa henni í útlöndum. Helga tók upp sniðið og fann út úr því sjálf (auðvitað) hvernig hún gæti útfært þetta. Síðan var haldið í Góða hirðinn og öll gamaldags herðatré sópuð upp og svo út í garð með herðatrén þar sem þau voru söguð niður til að stytta þau. Það er t.d. gaman að segja frá því að herðatréð í pokanum mínum er frá Hótel Loftleiðum þannig að segja má að ég hafi fengið þýfi að gjöf 🙂

DSC_3572-3

Helga er alltaf með smáatriðin á hreinu og gaf mér pokann með klemmum í og þessa líka sætu klemmu framan á – takk fyrir mig elsku Helga 🙂

DSC_3569-2

DSC_3504

DSC_3501

DSC_3488

Comments

  1. Hún ætlar að koma til mín í heimsókn líka í fríinu…. Skyldi þó aldrei…:-) bíð spennt

join the conversation

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.