Swoon – yfirlið

DSC_4001

Jeiii! Ég er búin með fyrstu Swoon blokkina mína!! 🙂

Fyrir þau ykkar sem vita ekkert hvað ég er að tala um þá er algert Swoon æði í gangi í quilt-bloggheimum. Swoon sniðið er hannað af Camille Roskelley. Camille og mamma hennar, Bonnie eru teymið á bakvið Bonnie and Camille hönnunina. Þær eru ótrúlega flottir efnahönnuðir sem hafa hannað guðdómlegar línur eins og þessar.

Auk þess er hvor þeirra með eigin bloggsíðu. Síðan hennar Bonnie heitir Cotton Way. Ég er nýbyrjuð að skoða hana en ég er alveg húkkt á síðunni hennar Camille, Simplify. Þvílíkir litir, þvílík snið og þvílík afköst hjá þessari konu! Húsið hennar er GEÐVEIKT og einhvern veginn virðist allt sem rennur undan henni fullkomið… ef þið hafið t.d. gaman af “fyrir og eftir” myndum skuluð þið ekki sleppa að skoða þessar myndir, ég er viss um að þið eigið eftir að slefa yfir muninum!

Camille er líka snillingur í að hanna snið og er með þau til sölu hér, bæði á pappírsformi og pdf formi (þá þarf ekki að bíða eftir sniðinu, bara panta, prenta og byrja!)

Eitt af hennar nýjustu sniðum heitir Swoon – sem þýðir yfirlið {skiljanlega} – það er algerlega búið að slá í gegn og alls staðar sér maður sniðinu bregða fyrir á quilt-bloggsíðum. Það er líka búið að stofna nokkrar Swoon grúppur á Flickr þar sem áhugasamar saumakonur (og einstaka karl) setja inn myndir af blokkunum sínum um leið og þær sauma þær. Auðvitað eru þær misfallegar en sniðið er bara svo mikil snilld og gaman að sjá ýmsar útgáfur (blokkirnar hennar Camille finnast mér samt einar þær flottustu).

DSC_3954

Ég keypti geggjaðan efnapakka um daginn sem inniheldur 15 “fattara” (Fat Quarter = 18″ x 22″ bútur) og bætti svo við þremur bútum úr safninu mínu því í eitt Swoon teppi þarf 18 fattara. Eftir að hafa horft á efnin ofan á strauborðinu mínu í þó nokkurn tíma hófst ég loks handa við að strauja, skera og sauma. Blokkirnar eru RISA stórar (24″ = 61 cm) og ekki nema 9 stykki í öllu teppinu {teppið er 84″ x 84″ = 213 x 213 cm að stærð}.

DSC_3950

Hér er fyrsta blokkin mín (svo ótrúlega glöð með hana!! :)) – hinar koma inn á bloggið um leið og ég sauma þær!

DSC_4002

 

 

Comments

  1. Helga Einarsdóttir says:

    Þú ert alltaf sami snillingurinn mín kæra 🙂

Trackbacks

  1. […] er ég búin að sauma tvær Swoon blokkir í viðbót. Þær eru risastórar (61 cm) – svo stórar að það er eins og að sauma […]

  2. […] Girl frá Thimble Blossoms (Camille Roskelley úr Bonnie and Camille tvíeykinu sem gerðu m.a. Swoon teppið sem ég dái og dýrka… doldið flókið ég veit). Teppið er 200 x 240 cm og var […]

Leave a Reply to Afmælisteppið hennar Brynju — Doppan Cancel reply

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.