Lítil peysa

DSC_4649

Þegar Dagur var nýfæddur lá mér svo mikið á að prjóna á hann litla vagnpeysu úr einföldum plötulopa að ég áttaði mig ekki á því hvað hann myndi stækka fljótt. Peysan var strax of lítil og passar bara á dúkkur 🙂

Ég er núna búin að prjóna aðra en á eftir að ganga frá endum, þvo hana og setja tölur og hnappagatalista. Davíð Freyr (10) varð alveg sjúkur í að fá svona peysu líka svo það verður líklega næsta verkefni, stækka peysuna í hans stærð

Comments

  1. fallegar peysurnar

  2. Fallegar peysur hjá þér. Dagur verður aldeilis flottur, gaman væri að sjá mynd af honum í henni.

join the conversation

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.