Swoon heldur áfram

Jæja, samkvæmt blogginu hef ég ekkert sett hér inn síðan 15. október!

Ég sit samt ekkert auðum höndum 🙂 – ég er búin að vera að prjóna peysu á Davíð (bráðum 10 ára), alveg eins og peysuna hans Dags litla. Davíð vildi að hann og litli bróðir hans ættu eins peysur (sætur!)

DSC_4968

Svo er ég búin að sauma tvær Swoon blokkir í viðbót. Þær eru risastórar (61 cm) – svo stórar að það er eins og að sauma lítinn dúk að sauma eina blokk. Fjórar komnar, fimm eftir – ég er svoooo ánægð með efnin og mér finnst þau koma dásamlega vel út með þessu mynstri.

DSC_4966

Það urðu smá mistök í skurðinum á þessari blokk… sést það?!! 🙂  –  Ég skar óvart tveimur of margar í stærðinni 3,5″ í stað 3 og 7/8″. Nú voru góð ráð dýr því ekki átti ég meira efni, nema smá ræmu sem varð í afgang. Það var því ekkert í stöðunni annað en að sauma viðbót við þessar 3,5″, þetta er jú bútasaumur ekki satt?! 🙂

DSC_4969

Fyrsta blokk

DSC_4974

Önnur blokk

DSC_4972

Þriðja blokk (ég elska þessa!!)

DSC_4971

Fjórða blokk (mistakablokkin)

DSC_4973

Og þá er það áfram með heimilishald, þvott og kvöldmatarpælingar… en það er allt í lagi því í kvöld ætla ég með Andreu (11) ballerínunni minni í Hörpuna að sjá St. Petersburg balletinn sýna Svanavatnið – Jesús, það sem ég er spennt enda hef ég aldrei séð “alvöru” balletsýningu!! Í hverju á ég að vera? Einhverju samanbútuðu?!!! 😀

Comments

  1. Flott hjá þér Berglindin mín, ég var ekki búin að kíkja á peysurnar, þær eru snilld hjá þér. Já og litasamsetningin á bútunum, bara fallegt. Knús í hús. Edda

join the conversation

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.