Kertaljósahúfa

DSC_6666

Hér er ein falleg og afar auðprjónuð húfa. Uppskriftina og garnið fékk ég hjá Dagbjörtu í Litlu prjónabúðinni (er ég örugglega búin að dásama þá búð nægilega mikið?!) en upphaflega uppskriftin er af Ravelry, Dagbjört svar svo snjöll að fá leyfi hjá höfundi til að íslenska hana (sparar sumum okkar heilmörg spor!)

Andrea á húfuna og valdi litinn sjálf. Það eina “slæma” við þessa uppskrift er hve fljótleg hún er og maður verður að flýta sér aftur út í búð daginn eftir að hún klárast til að kaupa í fleiri húfur [ein hvít á leiðinni]

DSC_6663

DSC_6658

Comments

  1. Sæta húfa, flotta á litinn!

Trackbacks

  1. […] er með sömu stærð af stroffi og sú blágræna — grænbláa (??) — en eftir stroffið jók ég meira út en á henni. Það kemur mun betur út á fullorðnum […]

Leave a Reply to Hvít kertaljósahúfa — Doppan Cancel reply

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.