Mánaðamyndir

12 mánuðir

Í tilefni þess að Dagur litli varð 14 mánaða 2. júní langar mig að setja hér inn samsetta mynd af öllum mánaðamyndunum sem ég tók af honum 2. hvers mánaðar í hverjum mánuði fyrstu 12 mánuði ævi hans.

Það er alveg magnað hvað við stækkum mikið og þroskumst þetta fyrsta ár lífs okkar og ekki skrítið að við þurfum að sofa meirihluta dagsins.

Þessi elska gengur nú um allt á sínum völtu litlu fótum, þangað sem hin eðlislæga forvitni hans og dugnaður ber hann. Lítið ljós sem alltaf er brosandi og svo ríkur af stórum systkinum sem endalaust geta haldið á honum og leikið við hann. Sannur gleðigjafi hér á ferð 🙂

DSC_0565

 

Comments

  1. Elsku litli kallinn – orðinn svo mikill „strákur“ á myndinni þar sem hann stendur hjá pbba sínum –
    þetta er svo fljótt að gerast 
    Yndislegt að sjá þessar myndir
    Takk fyrir það 🙂

join the conversation

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.