Langömmu Singer

[VIÐVÖRUN! ALLT OF SVAKALEGA MARGAR MYNDIR FRAMUNDAN!]

————-

Hjartað mitt stöðvaðist í nokkrar sekúndur fyrir jól!

DSC_6613

Ég fékk æðislegt símtal frá frænku minni, henni Heiðu. Heiða er að flytja með fjölskyldu sína til útlanda (nei, það var ekki þess vegna sem símtalið var svona æðislegt!) og hún og mamma hennar, Steinunn frænka, voru svo sætar að hugsa til mín þegar koma átti Singer saumavél langömmu okkar Steinunnar fyrir. Langamma, sem Steinunn frænka er nefnd eftir, hét Steinunn Þórðardóttir og var fædd 17. febrúar 1886 (d. 1974). Samkvæmt heimasíðu Singer var vélin framleidd árið 1937.

DSC_6673

DSC_6631

Ég man eftir þessari vél inn í svefnherbergi hjá Þórhildi (Tótu) ömmu minni og Baldri afa þegar þau bjuggu ofarlega á Laugaveginum. Ég man eftir að hafa setið á gólfinu fyrir framan vélina og ýtt fótstiginu fram og aftur. Ég man líka þegar læðan þeirra eignaðist kettlinga. Ég var svo heppin að vera í heimsókn þegar kettlingarnir fæddust en amma og afi höfðu útbúið kassa fyrir læðuna undir saumavélinni.

DSC_6609

DSC_6626

DSC_6628

Vélin er svo ótrúlega falleg og mig hefur lengi dreymt um að eignast eina svona… mig óraði ekki fyrir því að ég ætti eftir að fá að hafa saumavél langömmu minnar hjá mér en það gerir vélina einhvern vegin ennþá fallegri.

Ekki er verra að vélin kemur með borði. Í skúffunum er fullt af gömlu saumadóti og svo má þar líka finna box undir aukahluti og lítinn bækling… sko! ég fann m.a.s. leiðbeiningar um hvernig á að stinga bútasaumsteppi í vélinni 🙂

DSC_6705

DSC_6708

DSC_6712

DSC_6713

DSC_6715

DSC_6716

Nú þarf ég að taka vélina í gegn, þrífa hana og smyrja og svo er spurning hvort það eigi að láta gera borðið upp eða leyfa því bara að vera svona með sínum sjarma? Kannski gefur langamma mér hint, ég er a.m.k. viss um að hún fylgist með mér 🙂

DSC_6668

DSC_6692

Afsakið hvað ég er með margar myndir, mér finnst vélin bara svo óskaplega mikið listaverk að ég gat ekki hætt að mynda hana.

DSC_6684

DSC_6639

DSC_6641

DSC_6640

DSC_6611

DSC_6614

DSC_6617

DSC_6618

DSC_6670

DSC_6677

DSC_6682

DSC_6655

Og nokkrar myndir af veðrinu, því það eru svo sterk skilaboð frá því um að halda sig inni, dáðst að saumavélinni og leika við Dag Frey 🙂

DSC_6651

DSC_6654

DSC_6700

DSC_6703

 

 

Bræðrapeysur

DSC_6451

Hér eru bræðurnir Davíð Freyr (10) og Dagur Freyr (9 mán) í næstum alveg eins peysum.

Ég var búin að setja inn myndir hérna af Degi litla í peysunni sinni en síðan hófst ég handa við peysuna hans Davíðs, enda langaði hann svo mikið til þess að hann og litli bróðir hans ættu eins lopapeysur 🙂

Davíðs peysa var tilbúin fyrir jól en ég náði aldrei að taka mynd af þeim saman í peysunum sínum. Loksins gafst tækifærið í dag. Peysurnar eru báðar unnar upp úr Ístex mynstri nr. 120. Peysan hans Dags litla er prjónuð úr einföldum plötulopa en Davíðs peysa er gerð úr tvöföldum plötulopa. Mér fannst líka hentugra að setja rennilás í peysuna hans Davíðs enda mæðir meira á henni

Flottir bræður og stollt móðir 🙂

DSC_6457

DSC_6462

Þjónn

Góða kvöldið,

ég heiti Dagur Freyr og verð þjónninn ykkar í kvöld! 🙂

DSC_6439

DSC_6441

Árið 2013 – samantekt

Mosaic

Peysan Þula

DSC_6424

Hér er lopapeysa sem ég var að klára að prjóna á Örnu (5) mína. Hana var farið að vanta nýja peysu á leikskólann og ekki veitir af í þessum endalausa kulda og raka, brrr.

Mikið svakalega er ég ánægð með nýjasta Lopablaðið frá Ístex, nr. 33. Ég veit ekki hvort það er tilviljun en ég féll algerlega fyrir öllum uppskriftunum frá Dagbjörtu í Litlu prjónabúðinni. Þessi peysa, Þula, er ein af þeim. Mig langaði mikið að prjóna hana í gula litnum eins og Dagbjört sýnir hana í blaðinu en Arna bleika samþykkti það ekki og úr varð þessi litasamsetning. Það er samt ekkert meira af bleikum í þessari en kannski nýtur sá bleiki sín meira með hvítum 🙂

Ólíkt flestum lopapeysum (a.m.k. síðustu árin) er tölulistinn ekki heklaður heldur prjónaður. Mér finnst það koma svakalega vel út og gera hana enn gerðarlegri fyrir vikið. Svo var líka svo gaman að prjóna listann!

Stærðin er 6-7 ára, léttlopi á prjóna #3,5 og 4,5

DSC_6430

DSC_6428

DSC_6427

Ný lopapeysa

DSC_6434-2

Jæja, þá er janúar mættur – já og meira að segja hálfnaður – og mér finnst desember hafa liðið hjá á svona einu korteri.

Ég er rétt að jafna mig eftir desember, rútínan fer algerlega úr skorðum og svo fer öll orkan fyrstu vikurnar í að koma henni á aftur 🙂

Ég er lítið búin að sauma, en er þó að gera jarðaberjateppi handa Örnu og halda áfram með Swoon blokkirnar mínar.

Það góða við prjón og hekl er að það er næstum alveg sama hvað maður er þreyttur á kvöldin, það er alltaf hægt að hlamma sér upp í sófa (með jólabjór jurtate og nammi ávexti í skál) og prjóna/hekla nokkrar lykkjur. Þannig hefur mér tekist að prjóna fullt síðustu vikurnar.

DSC_6433

Ég keypti svakalega flott dúnvesti handa eiginmanninum í jólagjöf og datt þá í hug að það gæti verið flott að vera í lopa-kaðlapeysu innanundir. Mér sýnast kaðlar komnir aftur og það er svo gaman að prjóna þá. Ég nennti ekki að finna uppskrift svo ég tók peysu sem hann á fyrir og smellpassar og taldi hana út. Svo fann ég kaðlamynstur sem mér líkaði og yfirfærði yfir á gömlu peysuna. Ég áttaði mig ekki á því hvað kaðlarnir toga til sín og bolurinn varð fyrst allt of þröngur. Þá bætti ég við 26 lykkjur og þá varð bolurinn fínn. Ermarnar voru auðveldar, engir kaðlar á þeim en þegar kom að því að prjóna axlarstykkið ákvað ég að hafa laskaermar. Ég taldi 46 umferðir á gömlu peysunni og gerði laskaúrtöku í 2. hverri umferð, alls 23 sinnum. Hehehe, peysan er allt of stutt frá hálsmáli og niður að armvegi, ég þarf að rekja hana axlarstykkið upp (eða klippa það frá, það er svo erfitt að rekja upp plötulopa og mér finnst hann verða svo klesstur og ljótur að það er erfitt að prjóna úr honum aftur) og gera nýtt axlarstykki. Mér datt í hug að það gæti verið sniðugt að taka úr í 3. hverri umferð og hafa umferðirnar um 70 (1/3 fleiri). Kemur í ljós, þetta verður síðbúin jólagjöf (hann fékk hana samt á prjónunum í pakkann) 🙂

DSC_6437

Swoon heldur áfram

Jæja, samkvæmt blogginu hef ég ekkert sett hér inn síðan 15. október!

Ég sit samt ekkert auðum höndum 🙂 – ég er búin að vera að prjóna peysu á Davíð (bráðum 10 ára), alveg eins og peysuna hans Dags litla. Davíð vildi að hann og litli bróðir hans ættu eins peysur (sætur!)

DSC_4968

Svo er ég búin að sauma tvær Swoon blokkir í viðbót. Þær eru risastórar (61 cm) – svo stórar að það er eins og að sauma lítinn dúk að sauma eina blokk. Fjórar komnar, fimm eftir – ég er svoooo ánægð með efnin og mér finnst þau koma dásamlega vel út með þessu mynstri.

DSC_4966

Það urðu smá mistök í skurðinum á þessari blokk… sést það?!! 🙂  –  Ég skar óvart tveimur of margar í stærðinni 3,5″ í stað 3 og 7/8″. Nú voru góð ráð dýr því ekki átti ég meira efni, nema smá ræmu sem varð í afgang. Það var því ekkert í stöðunni annað en að sauma viðbót við þessar 3,5″, þetta er jú bútasaumur ekki satt?! 🙂

DSC_4969

Fyrsta blokk

DSC_4974

Önnur blokk

DSC_4972

Þriðja blokk (ég elska þessa!!)

DSC_4971

Fjórða blokk (mistakablokkin)

DSC_4973

Og þá er það áfram með heimilishald, þvott og kvöldmatarpælingar… en það er allt í lagi því í kvöld ætla ég með Andreu (11) ballerínunni minni í Hörpuna að sjá St. Petersburg balletinn sýna Svanavatnið – Jesús, það sem ég er spennt enda hef ég aldrei séð “alvöru” balletsýningu!! Í hverju á ég að vera? Einhverju samanbútuðu?!!! 😀

Lítil lopapeysa á Dag Frey

DSC_4653

Litla peysan er tilbúin og Dagur tekur sig aldeilis vel út í henni. Peysan er prjónuð fyrir ca 12 mánaða en ef við brettum upp ermar má vel byrja að nota  hana strax. Ég fór í Litlu prjónabúðina og fékk tölurnar þar. Þær koma ótrúlega vel út og gera peysuna svo þjóðlega eins og hún sagði eigandinn í búðinni – ótrúleg smekkkona þar á ferð! 🙂

DSC_4657

DSC_4677

Snið/mynstur: snið upp úr sjálfri mér en notaðist við þetta mynstur – sendið mér línu ef þið viljið vita hvaða umferðir ég tók út
Stærð: ca 12 mánaða
Garn: einfaldur plötulopi frá Ístex
Prjónar: 5,5 mm
Tölur: Litla prjónabúðin

DSC_4655

DSC_4663

DSC_4671

DSC_4659

Lítil peysa

DSC_4649

Þegar Dagur var nýfæddur lá mér svo mikið á að prjóna á hann litla vagnpeysu úr einföldum plötulopa að ég áttaði mig ekki á því hvað hann myndi stækka fljótt. Peysan var strax of lítil og passar bara á dúkkur 🙂

Ég er núna búin að prjóna aðra en á eftir að ganga frá endum, þvo hana og setja tölur og hnappagatalista. Davíð Freyr (10) varð alveg sjúkur í að fá svona peysu líka svo það verður líklega næsta verkefni, stækka peysuna í hans stærð

Neonvettlingar

DSC_4595

Allt gengur út á neonliti hjá krökkunum núna. Ég er ekki mikill aðdáandi sjálf – kláraði neonið þegar ég var 10 ára með neongult gel í hárinu og í neongrifflum og skræpóttum neonbol – en sá um daginn á facebooksíðu Prjónafjörs skemmtilega vettlinga fyrir krakka (og fullorðna) úr nýja neon-lopanum. Svo ég smellti í vettlinga fyrir Andreu og Örnu og er feykiánægð með útkomuna.

Uppskriftin að þessum röndóttu er fullorðinsuppskriftin (M/L) en mér finnst hún heldur stór. Andreu finnst æði að vera í svona stórum vettlingum en ég myndi þrengja þá næst um 4 lykkjur (gera 8-10 ára vettlingana). Þessir marglitu eru handa Örnu og prjónaðir í stærð 4-6 ára.

Þær ættu a.m.k. að sjást vel í umferðinni 🙂

DSC_4628

DSC_4591

DSC_4609

DSC_4627

Mynstur: Prjónafjör
Garn: Neon Álafosslopi frá Ístex
Prjónar: 4,5 og 5,5mm