Lítill herra kominn í danska fatnaðinn

DSC_4038

Vá hvað tíminn flýgur áfram á haustin!

Við létum skíra Dag Frey litla 15. september, skólinn og allar tómstundirnar (þær eru sko ekki fáar) að komast í rútínu og svo er alltaf eitthvað að gerast um helgar, alls kyns íþróttamót, bæði hjá fullorðna fólkinu og krökkunum, bústaðaferðir ofl.

Í síðustu færslu talaði ég um að setja inn mynd af Degi litla í nýju fötunum. Ég tók myndirnar sama dag en hef ekki bloggað neitt síðan.

Hér er hann í allt of stórum en dásamlegum fötum. Peysan er enn of stór en buxurnar sleppa. Ég þarf reyndar að setja teygju í mittisstroffið á buxunum því þær eru of víðar en annars er nóg að bretta upp á skálmarnar. Buxurnar eru mjúkar og hlýjar en ekki þannig að hann svitni í þeim. Peysan er hér með tvöföldu uppábroti en axlirnar leka niður handleggina, held ég bíði í 2-3 mánuði með að nota hana á hann. Eitthvað segir mér að þessi föt eigi eftir að stækka með honum 🙂

DSC_4046

DSC_4042

 

Dönsk prjónapeysa og buxur

DSC_4004

Fyrir nokkru bloggaði ég um prjónavesti sem ég gerði á Dag upp úr dönsku bókinni Babystrik på pinde 3. Nú er ég loksins búin með afapeysuna.

Ég get ekki sagt að mér hafi þótt neitt svakalega skemmtilegt að prjóna hana enda er hún öll prjónuð 2sl, 2br þannig að prjónið víxlast. Þannig verður perluprjón á milli sl/br lykkjanna. Þetta verður samt ótrúlega fallegt prjón og svakalega teygjanlegt. Og sæt er peysan og ótrúlega falleg við buxurnar úr sömu bók.

Buxurnar voru mjög svo fljótprjónaðar. Það varð nokkur afgangur af báðum litum og var sú sem afgreiddi mig í Litlu prjónabúðinni svo snjöll að benda mér á að prjóna aðrar buxur úr afgöngunum, hafa þær t.d. röndóttar, brúnar og grábláar eða t.d. bláar með brúnu stroffi.

Hér eru myndir af flíkunum en eigandinn var sofandi þegar myndatakan fór fram. Hann ætlar því að máta síðar og þá smelli ég eins og einni mynd af til viðbótar.

Þegar ég gerði prjónavestið var ég svo vitl… að prjóna það í stærð 0-3 mánaða. Ég er enn að troða honum í það blessuðum drengnum en ákvað að prjóna buxurnar og peysuna í stærðinni 12 mánaða. Ég er búin að kaupa garn í nýtt vesti og ætla að hugsa aðeins lengra fram í tímann þegar ég prjóna það…. aftur 🙂

Peysan

Bók: Babystrik på pinde 3
Uppskrift: Morfartröje, bls. 14
Stærð: 12 mánaða
Garn: Bomuld og uld frá Geilsk, Litla prjónabúðin
Prjónar: 2,5 mm og 3,0 mm
Tölur: Litla prjónabúðin

DSC_4006

DSC_4007

Buxurnar

Bók: Babystrik på pinde 3
Uppskrift: Bukser, bls. 12
Stærð: 12 mánaða
Garn: Bomuld og uld frá Geilsk, Litla prjónabúðin
Prjónar: 2,5 mm og 3,0 mm

DSC_4016

 

DSC_4025

Ó, og eitt enn… ef þetta eru ekki skilaboð frá Móður náttúru um að halda sig bara inni í dag og prjóna og sauma þá veit ég ekki hvað!! 🙂

DSC_4028

DSC_4030

 

Swoon frh

Blokk 2

Blokk #2 er tilbúin… það er auðvelt að verða háður 🙂

Blokk 2-2

Dagur Freyr

DSC_3988

Loksins!! Nafn á drenginn er fundið…

… við kynnum með stolti…. Dag Frey Eiríksson

Hann er nýorðinn 5 mánaða (doldið margar myndir, ég veit… en þegar maður er svona sætur og glaður…)

DSC_3958

DSC_3982

DSC_3968

DSC_3956-2

DSC_3965

DSC_3992

Dagur Freyr

Swoon – yfirlið

DSC_4001

Jeiii! Ég er búin með fyrstu Swoon blokkina mína!! 🙂

Fyrir þau ykkar sem vita ekkert hvað ég er að tala um þá er algert Swoon æði í gangi í quilt-bloggheimum. Swoon sniðið er hannað af Camille Roskelley. Camille og mamma hennar, Bonnie eru teymið á bakvið Bonnie and Camille hönnunina. Þær eru ótrúlega flottir efnahönnuðir sem hafa hannað guðdómlegar línur eins og þessar.

Auk þess er hvor þeirra með eigin bloggsíðu. Síðan hennar Bonnie heitir Cotton Way. Ég er nýbyrjuð að skoða hana en ég er alveg húkkt á síðunni hennar Camille, Simplify. Þvílíkir litir, þvílík snið og þvílík afköst hjá þessari konu! Húsið hennar er GEÐVEIKT og einhvern veginn virðist allt sem rennur undan henni fullkomið… ef þið hafið t.d. gaman af “fyrir og eftir” myndum skuluð þið ekki sleppa að skoða þessar myndir, ég er viss um að þið eigið eftir að slefa yfir muninum!

Camille er líka snillingur í að hanna snið og er með þau til sölu hér, bæði á pappírsformi og pdf formi (þá þarf ekki að bíða eftir sniðinu, bara panta, prenta og byrja!)

Eitt af hennar nýjustu sniðum heitir Swoon – sem þýðir yfirlið {skiljanlega} – það er algerlega búið að slá í gegn og alls staðar sér maður sniðinu bregða fyrir á quilt-bloggsíðum. Það er líka búið að stofna nokkrar Swoon grúppur á Flickr þar sem áhugasamar saumakonur (og einstaka karl) setja inn myndir af blokkunum sínum um leið og þær sauma þær. Auðvitað eru þær misfallegar en sniðið er bara svo mikil snilld og gaman að sjá ýmsar útgáfur (blokkirnar hennar Camille finnast mér samt einar þær flottustu).

DSC_3954

Ég keypti geggjaðan efnapakka um daginn sem inniheldur 15 “fattara” (Fat Quarter = 18″ x 22″ bútur) og bætti svo við þremur bútum úr safninu mínu því í eitt Swoon teppi þarf 18 fattara. Eftir að hafa horft á efnin ofan á strauborðinu mínu í þó nokkurn tíma hófst ég loks handa við að strauja, skera og sauma. Blokkirnar eru RISA stórar (24″ = 61 cm) og ekki nema 9 stykki í öllu teppinu {teppið er 84″ x 84″ = 213 x 213 cm að stærð}.

DSC_3950

Hér er fyrsta blokkin mín (svo ótrúlega glöð með hana!! :)) – hinar koma inn á bloggið um leið og ég sauma þær!

DSC_4002

 

 

Bekkjarafmæli

DSC_3711

Andrea og Anna vinkona hennar héldu bekkjarafmæli s.l. mánudag. Við erum hætt að halda upp á afmæli fyrir bekkinn um mitt sumar enda flestir á ferð og flugi á þeim tíma. Það reyndist því fínasti tími í blá-skólabyrjun að hóa saman stelpurnar í bekknum og bjóða þeim í Húsdýragarðinn. Ég get ekki mælt nægilega mikið með barnaafmæli í Húsdýragarðinum. Við réðum alveg sjálf hvort við vildum kaupa veitingar hjá þeim eða ekki, við kusum að taka með pylsur og fengum afnot af þessu fína gasgrilli hjá þeim. Síðan vorum við með muffin í eftirrétt og eftir matinn komu tveir frábærir starfsmenn að sækja stelpurnar. Þeir flökkuðu um garðinn með þeim í tvo klukkutíma, sýndu þeim og sögðu þeim frá dýrunum, þær fengu að gefa hænunum og selunum og aðstoða við að smala. Í lokin fengu þær að sjá skriðdýrahúsið og skoða froska, eðlur og slöngu. Þær spurðu og spurðu og starfsmennirnir voru ekkert nema almennilegheitin 🙂

DSC_3717

Uppskriftin

3 dl sykur
3 egg
1 ½ dl mjólk
150 gr smjör (brætt)
4 ½ dl hveiti
3 tsk lyftiduft
1 ½ tsk vanilludropar
3 msk kakó (Cadbury’s)

Til að gera gott enn betra:
100 gr suðusúkkulaði, gróft skorið

Sykur og egg þeytt vel saman

Smjörið brætt og blandað saman við mjólkina. Vökvinn þeyttur saman við sykurinn og eggin.

Afganginum bætt út í og hrært saman.

Skipt í möffinsform (ég fæ 24 kökur út úr þessu) og bakað við 200°c í 12-15 mín

Skrautið

Krem: Vanilla frosting frá Betty Crocker
Sprautustútur: 1M frá Wilton, rósa-aðferð, sjá hér
Matarlitur: Spreylitur frá Wilton
Skraut: litaður sykur frá Wilton

DSC_3728

DSC_3767

Er haustið þá komið?!

DSC_3689

DSC_3690

DSC_3694

DSC_3695

Ágústdagar

DSC_3410

Skrítið hvað sumri fer að halla hratt strax eftir Verslunarmannahelgina. Krakkarnir eru farnir að bíða eftir að komast í skólann og manni finnst einhvern veginn orðið kaldara og dimmara á kvöldin (kertin farin að loga).

Síðustu viku höfum við nýtt í alls kyns afþreyingu og haustverk

Grímur frændi kom í gistingu og við bökuðum kleinuhringi – ekki laust við að nýtt æði sé í uppsiglingu í Óttuhæð!

DSC_3428

DSC_3422

Andrea sótti fyrsta hluta uppskerunnar sinnar í skólagarðinn

DSC_3549

DSC_3565

DSC_3573

DSC_3588

Auðvitað var ferskt salat, nýuppteknar kartöflur, ferskur lax og rúgbrauð í matinn (ekki laust við að kötturinn á bolnum hennar Andreu sé farinn að slefa!!)

DSC_3608

Arna frestaði leikskólabyrjun um einn dag enn og skellti sér með Pétri afa í vinnuna

IMG_3987

IMG_3999

IMG_4000

IMG_4004

Snáðinn átti sigur vikunnar en hann velti sér yfir á magann alveg sjálfur í vikunni

DSC_3529

Eftir dágóða stund gaf maginn þó eftir og skilaði hluta síðustu máltíðar upp aftur… það var mjög vandræðalegt!

DSC_3534

Gott samt hvað mamma hans er fyndin 🙂

Mosaic

Þvottaklemmupoki Helgu

DSC_3491

Helga vinkona (Einarsdóttir) er ein sú klárasta handavinnukona sem ég þekki. Við kynntumst fyrst á Thimbleberrieskvöldum hjá Virku árið 2003. Við byrjuðum að spjalla og áttuðum okkur fljótt á því hvað við eigum mikið sameiginlegt. Vorið 2006 byrjaði ég að vinna á Verðbréfavaktinni hjá Glitni (nú Íslandsbanka). Ég mætti fyrsta daginn og var vísað í sætið sem ég átti að sitja í… á sama borði og Helga Einarsdóttir, beint á móti hver annarri!! Hehehe, greyjið samstarfsfélagarnir voru kaffærðir í bútasaumsumræðum, hrikalega gaman 🙂

Við erum enn að vinna saman á sömu hæð og á sama sviði þótt við séum ekki í sömu deild og það líður ekki sú vika að við skiptumst ekki á sniðum og sýnum hvor annarri nýjustu handavinnuna. Ég er í fæðingarorlofi núna en heyri samt í Helgu í hverri viku. Hún er komin í sumarfrí og þá fer hún alltaf (nánast) vestur í bústað foreldra sinna. Hún tekur með sér ákveðin saumaverkefni, oftast smáhluti (t.d. litla jólasveina, flöskupoka, buddur…) sem hún saumar í tonnavís. Í ár voru það þessir snilldar þvottaklemmu-pokar. Hún saumaði fullt af þeim og kom svo færandi hendi fyrir síðustu helgi heim til mín og gaf mér einn, heppin ég!

DSC_3499

Hún fékk hugmyndina þegar vinkona hennar keypti einn svona handa henni í útlöndum. Helga tók upp sniðið og fann út úr því sjálf (auðvitað) hvernig hún gæti útfært þetta. Síðan var haldið í Góða hirðinn og öll gamaldags herðatré sópuð upp og svo út í garð með herðatrén þar sem þau voru söguð niður til að stytta þau. Það er t.d. gaman að segja frá því að herðatréð í pokanum mínum er frá Hótel Loftleiðum þannig að segja má að ég hafi fengið þýfi að gjöf 🙂

DSC_3572-3

Helga er alltaf með smáatriðin á hreinu og gaf mér pokann með klemmum í og þessa líka sætu klemmu framan á – takk fyrir mig elsku Helga 🙂

DSC_3569-2

DSC_3504

DSC_3501

DSC_3488

Snáðateppi fullgert

DSC_3064-2

Ég hef saumað teppi handa öllum börnunum mínum nýfæddum. Að vísu fékk Andrea sitt nokkurra mánaða gömul því þegar hún fæddist hafði ég ekki saumað bútasaum í mörg ár. Ég tók aftur (og all-rækilega) til við þá uppáhalds iðju mína rétt eftir að hún fæddist.

Litli snáðinn minn fæddist 2. apríl og ég náði að sauma teppi handa honum áður en hann mætti. Ég átti hins vegar alltaf eftir að blogga um það.

DSC_3067

Ég sá snið síðu Thimble Blossoms en eins og oftast fann ég bara út úr því hvernig ætti að sníða það. Ég fann efnin hjá Fat Quarter Shop (versla nánast öll mín efni þar) og pantaði feita pakkningu (Fat Quarter bundle) sem innihélt 12 fattara.

Ég ákvað að sníða í teppið fyrir framan sjónvarpið (fyrsta og eina skiptið sem ég hef gert það!) og sat eitt kvöldið ein að horfa og sníða. Þegar myndinni sem ég var að horfa á lauk áttaði ég mig á því að ég var búin að sníða og sníða… alla 12 fattarana eins og þeir lögðu sig og var komin með nóg í 6 barnateppi!! 🙂 – Það var því ekki annað í stöðunni en að sauma fleiri en eitt. Ég ákvað að sauma fjögur teppi en geyma smá afgang, nota hann kannski í tösku eða eitthvað slíkt. Ég þurfti auðvitað að panta meira af efnum í kantana og bakið. Ég kláraði alveg teppið hans snáða míns en á bara eftir að stinga hin þrjú. Þau eru alveg eins nema kantarnir eru allir öðruvísi. Sýni þau öll hér þegar ég er búin en hér er teppið hans snáða míns.

Snið: eiginlega ég sjálf en hér er hægt að finna svipað snið
Efni: Boy Toys frá Robert Kaufman fabrics
Stunga: ég sjálf

DSC_3080

DSC_3075

Snáðateppi 01

DSC_0023