Afmælisteppi 2

DSC_3105

Mamma mín varð 60 ára 7. maí s.l.  Fyrir nokkrum árum gaf ég henni teppi í afmælisgjöf, hálfklárað og tók það svo aftur til að klára það…. og hef ekki gert neitt í því síðan. Með nagandi samviskubit yfir þessu ákvað ég að nú skildi ég gefa henni fullklárað teppi í 60 ára afmælisgjöf.

DSC_3167

Ég var ekki lengi að ákveða efnin, línurnar frá Fig Tree Quilts eru algerlega hún og ég á fullt af feitum fjórðungum, þokkapökkum og lagkökum frá þeim. Ég hófst handa við að leita að sniði og rakst þá á fallegt snið á netinu. Ég nennti ekki að panta það og bíða eftir því svo ég rissaði upp sjálf snið eins líku því og ég gat.

DSC_3111

Teppið samanstendur af 20 blokkun en engin þeirra er úr eins efni, þó allt teppið sé úr sömu efnalínu. Ég notaði lagköku-pakkningu (Layer cake) frá Fig Tree en bútarnir í þeim eru 10″ x 10″ og passar einn bútur akkúrat fyrir eina blokk (það verður smá afgangur). Grunnurinn er antikhvítur og bakið er doppótt (að sjálfsögðu) flónelefni. Ég elska flónel í bakið og nota það eingöngu ef ég er að gera teppi sem á að kúra með.

DSC_3143

Mamma var í útlöndum daginn sem hún varð sextug en nokkrum dögum síðar hittumst við fjölskyldan og héldum “surprise” afmælisveislu fyrir hana. Ég bauð mömmu og pabba yfir í mat… bara svona hversdags… en það sem mamma vissi ekki var að hjá mér biðum við fjölskyldan, Guðjón bróðir með sína fjölskyldu og Sigrún systir mömmu. Mamma varð yfir sig hrifin og dagurinn varð hinn skemmtilegasti.

DSC_3087

Teppið sló í gegn! Mikið er alltaf gaman að gefa eitthvað handgert, sérstaklega þegar eigandinn er svona þakklátur 🙂

Snið: eiginlega ég sjálf en svipað snið heitir Jubilee
Efni: Fig tree quilts
Stunga: ég sjálf

DSC_3132

DSC_3162

DSC_3106

DSC_3092

DSC_3098

DSC_3113

DSC_3114

DSC_3154

 

Niðurtalningar-kartafla

DSC_1397

Fjúff! Það er sko nóg að gera á stóru heimili þessa dagana… próflestur hjá börnunum, sveitaferð á leikskólanum, hjólaferðir í skólanum, fullt af bekkjarafmælum, kveðja kennara, tannlæknaheimsóknir (Andrea með tannrótarbólgu eftir að framtönn brotnaði), vökunætur með litla guttanum… já og ég er ein með þetta allt saman! Eiginmaðurinn farinn í 10 daga til Luxemborgar að keppa í strandblaki á smáþjóðaleikunum

Það er því, eins og gefur að skilja, ekki mikill tími afgangs til að blogga, hvað þá að sinna einhverju til að blogga um!

En eitt sniðugt kom út úr Luxemborgarferðinni, Andrea og Arna gerðu niðurtalningarkartöflu – já, niðurtalningarkartöflu. Þetta gerði mamma handa mér og bróður mínum þegar við vorum lítil og vorum að bíða eftir einhverju spennandi, pabba að koma heim af sjónum með vini sínum, jólunum, afmæli, ferðalagi… börn hafa ekki tímaskin til að skilja “10 daga” en svona sjónrænt svínvirkar!! S.s. pabbi kemur heim eftir 10 daga og svo er að taka einn fána úr á hverjum degi.

Fánarnir eru gerðir úr tannstönglum og svokölluðum washi-tapes, sem eru dásamleg mynstruð límbönd gerð úr hrísgrjónapappír, fást t.d. í A4, Smáratorgi

Frumsýning

Snáðinn 03

Loksins loksins… nýjasta fallega viðbótin við heimilið.

Þessi fallegi snáði fæddist 2. apríl, 52 cm og 3.320 gr

Hann hefur enn ekki fengið nafn, það er ekki einu sinni byrjað að ræða það… liggur svo sem ekki á, enda höfum við 6 mánuði 🙂

Snáðinn 02

Öll fjölskyldan er svooo spennt og við njótum nú hverrar mínútu saman!

Snáðinn 01