Bekkjarafmæli

DSC_3711

Andrea og Anna vinkona hennar héldu bekkjarafmæli s.l. mánudag. Við erum hætt að halda upp á afmæli fyrir bekkinn um mitt sumar enda flestir á ferð og flugi á þeim tíma. Það reyndist því fínasti tími í blá-skólabyrjun að hóa saman stelpurnar í bekknum og bjóða þeim í Húsdýragarðinn. Ég get ekki mælt nægilega mikið með barnaafmæli í Húsdýragarðinum. Við réðum alveg sjálf hvort við vildum kaupa veitingar hjá þeim eða ekki, við kusum að taka með pylsur og fengum afnot af þessu fína gasgrilli hjá þeim. Síðan vorum við með muffin í eftirrétt og eftir matinn komu tveir frábærir starfsmenn að sækja stelpurnar. Þeir flökkuðu um garðinn með þeim í tvo klukkutíma, sýndu þeim og sögðu þeim frá dýrunum, þær fengu að gefa hænunum og selunum og aðstoða við að smala. Í lokin fengu þær að sjá skriðdýrahúsið og skoða froska, eðlur og slöngu. Þær spurðu og spurðu og starfsmennirnir voru ekkert nema almennilegheitin 🙂

DSC_3717

Uppskriftin

3 dl sykur
3 egg
1 ½ dl mjólk
150 gr smjör (brætt)
4 ½ dl hveiti
3 tsk lyftiduft
1 ½ tsk vanilludropar
3 msk kakó (Cadbury’s)

Til að gera gott enn betra:
100 gr suðusúkkulaði, gróft skorið

Sykur og egg þeytt vel saman

Smjörið brætt og blandað saman við mjólkina. Vökvinn þeyttur saman við sykurinn og eggin.

Afganginum bætt út í og hrært saman.

Skipt í möffinsform (ég fæ 24 kökur út úr þessu) og bakað við 200°c í 12-15 mín

Skrautið

Krem: Vanilla frosting frá Betty Crocker
Sprautustútur: 1M frá Wilton, rósa-aðferð, sjá hér
Matarlitur: Spreylitur frá Wilton
Skraut: litaður sykur frá Wilton

DSC_3728

DSC_3767

Afmælisteppi 2

DSC_3105

Mamma mín varð 60 ára 7. maí s.l.  Fyrir nokkrum árum gaf ég henni teppi í afmælisgjöf, hálfklárað og tók það svo aftur til að klára það…. og hef ekki gert neitt í því síðan. Með nagandi samviskubit yfir þessu ákvað ég að nú skildi ég gefa henni fullklárað teppi í 60 ára afmælisgjöf.

DSC_3167

Ég var ekki lengi að ákveða efnin, línurnar frá Fig Tree Quilts eru algerlega hún og ég á fullt af feitum fjórðungum, þokkapökkum og lagkökum frá þeim. Ég hófst handa við að leita að sniði og rakst þá á fallegt snið á netinu. Ég nennti ekki að panta það og bíða eftir því svo ég rissaði upp sjálf snið eins líku því og ég gat.

DSC_3111

Teppið samanstendur af 20 blokkun en engin þeirra er úr eins efni, þó allt teppið sé úr sömu efnalínu. Ég notaði lagköku-pakkningu (Layer cake) frá Fig Tree en bútarnir í þeim eru 10″ x 10″ og passar einn bútur akkúrat fyrir eina blokk (það verður smá afgangur). Grunnurinn er antikhvítur og bakið er doppótt (að sjálfsögðu) flónelefni. Ég elska flónel í bakið og nota það eingöngu ef ég er að gera teppi sem á að kúra með.

DSC_3143

Mamma var í útlöndum daginn sem hún varð sextug en nokkrum dögum síðar hittumst við fjölskyldan og héldum “surprise” afmælisveislu fyrir hana. Ég bauð mömmu og pabba yfir í mat… bara svona hversdags… en það sem mamma vissi ekki var að hjá mér biðum við fjölskyldan, Guðjón bróðir með sína fjölskyldu og Sigrún systir mömmu. Mamma varð yfir sig hrifin og dagurinn varð hinn skemmtilegasti.

DSC_3087

Teppið sló í gegn! Mikið er alltaf gaman að gefa eitthvað handgert, sérstaklega þegar eigandinn er svona þakklátur 🙂

Snið: eiginlega ég sjálf en svipað snið heitir Jubilee
Efni: Fig tree quilts
Stunga: ég sjálf

DSC_3132

DSC_3162

DSC_3106

DSC_3092

DSC_3098

DSC_3113

DSC_3114

DSC_3154

 

Afmæliskjólar

Ég hef reynt að halda þeim sið að sauma afmæliskjóla á Andreu og Örnu á hverju ári. Þær eiga afmæli með 10 daga millibili og halda upp á það saman. Andrea (11) er orðin svo stór að hún vildi frekar pils í ár en Arna (5) sló ekki hönd á móti kjól og það með tjull-undirpilsi í þokkabót 🙂

Hér er útkoman!

Efni: Geekly Chick frá Riley Blake Designs (Lavender Glasses)
Tölur: Keyptar í Fjarðakaup
Snið kjóll: Börnetöj 4-7 år (Hanne Meedom og Sofie Meedom)
Snið pils: Ottobre kids fashion 01/2012

DSC_2472

DSC_2728

Arna (5) og Andrea (11)

DSC_2745

DSC_2751

DSC_2760

DSC_2736

DSC_2705

Hressar með Davíð, bróður sínum 🙂

Afmæliskjólar

Andrea (10) og Arna (4) eiga afmæli með 10 daga millibili. Undanfarin sumur hef ég saumað á þær afmæliskjóla. Þetta er “2012 línan”! 🙂

Efnið er frá Tildu (Panduro), keypt í A4. Ég er alveg sjúk í þetta efni, gæti starað á það allan daginn! Sniðið að Andreu kjól er fráMinikrea, keypt í Twill en í Örnu kjól er frá Burdastyle, blað 5/2012. Ég breytti hennar kjól reyndar aðeins, hann átti að vera opinn að aftan (svuntukjóll) en ég setti tölur niður eftir öllu bakinu og bætti svo blúndunni við. Hugmyndina að blúndunni fékk ég í Föndru, þar hangir einn svona kjóll á gínu, ótrúlega fallegur úr ljósu rósóttu efni.

Bara eina muffin takk

Ég bakaði eina muffin fyrir afmæli stelpnanna, og svo aðra fyrir Huldu vinkonu sem var líka með tvöfalt barnaafmæli nokkrum dögum síðar