Uglur

Á flakki mínu um bloggheima rakst ég um daginn á tvær æðislegar síður. Á þeirri fyrri, Happy Little Cottage er daman að sýna ótrúlega krúttulegar uglur og fíla sem hún hefur saumað. Hún bendir jafnframt á hvaðan hún fékk sniðin en það er einmitt af hinni síðunni, Retro mama. Sú kona er að selja snið eftir sjálfa sig, mest ýmis tuskudýr og nálapúða. Ég heillaðist upp úr skónum og keypti snið af uglum, kanínum og fílum. Það frábæra við þetta verslunarform er að þú ert búin að kaupa með einum (tja, næstum einum) músarsmelli og örstuttu síðar færðu sniðin send í tölvupósti á pdf-sniði. Fyrir óþreyjufullar manneskjur eins og mig (óþolandi að þurfa að bíða) er þetta frábært enda strax hægt að hefjast handa!!

Ég er búin að sauma þrjár uglur, að sjálfsögðu handa mínum eigin ungum. Ef ekki væri svona ógeðslega leiðinlegt að troða inn í þær og sauma fyrir gatið myndi ég strax gera fleiri – en ætla að láta þessar duga í bili. Á samt pottþétt eftir að sauma kanínurnar og fílana líka – til dæmis frábært að eiga dýrin á lager í vöggugjafir og slíkt 🙂

Retro mama sniðin