Strákateppi

03

Þegar Dagur litli var á leiðinni keypti ég fattara pakkningu af æðislegum retro strákaefnum. Um og leið og efnin mættu byrjaði ég að skera í teppi handa hinum ófædda en í fyrsta og (ennþá) eina skipti á ævinni ákvað ég að horfa á sjónvarpsþátt á meðan ég skæri…. vond hugmynd! Áður en þátturinn var á enda var ég búin að skera hverja einustu dulu í pakkningunni í tætlur og átti pjötlur í SEX teppi!! Ég ákvað að taka Pollýönnu á þetta og saumaði strax fjögur teppi, öll eins nema kanturinn. Ég á ennþá afganginn sem vonandi einhvern tíma verða tvö teppi í viðbót.

05

04

Ég bloggaði um teppið hans Dags fyrir tæpum tveimur árum en hin hafa verið lengur í vinnslu. Framhliðarnar kláruðust strax en svo er ég búin að grípa í þau til að stinga og sauma niður bindingar. Eitt teppi er þegar komið til eiganda síns, það var með ljósa flugvélaefninu í kantinum en hér eru hin loksins tilbúin ásamt teppinu hans Dags í miðjunni, þessu með doppukantinum (en ekki hvað?!)

Teppin tvö verða afmælisgjafir til tveggja strákalinga í lok júní 🙂

09

08

06

02

01

10

Ó, og hér er Dagur litli sofandi – og þarna sést í hjónarúmsteppið 🙂

11

Og teppakarfan í sjónvarpsherberginu, nokkrir gamlir vinir þarna 🙂

12

Okeibæ! 😉

Stormur og lítið teppi

DSC_5839

Desember er stór mánuður hjá fjölskyldunni. Tvö börn að fæðast í vikunni, stelpa og strákur og það þýðir auðvitað tvö ný teppi hjá mér 🙂

Hér er stelputeppið, úr Country Girl efnalínunni frá Riley Blake.

DSC_5820 DSC_5831 DSC_5841 DSC_5843 DSC_5832 DSC_5822

Strákateppið er í vinnslu, myndir af því síðar.

Og er þetta ekki fullkomið veður til að sitja inni og sauma? 🙂

DSC_5817

DSC_5854 DSC_5846 DSC_5862 DSC_5865

Jarðaberjateppi

DSC_0325

Arna litla jarðaber er búin að fá teppið sitt.

Sniðið heitir Strawberry Social (frá Pattern Basket) og fæst á Fat Quarter Shop. Það er saumað úr bútum sem koma héðan og þaðan, flestir frá Tilda línum og Walk in the Woods línunni frá Aneela Hoey.

DSC_0324

DSC_0320

Ég mæli algerlega með þessu sniði, það var svo gaman að sauma jarðaberin. Græni hlutinn kemur á óvart en þar er notuð aðferð sem ég hef ekki prófað áður, maður sker og saumar og sker og saumar og allt í einu birtast jarðaberjablöðin!

DSC_0322

Arna fékk að velja efnið í bakið sjálf en þar sem ég tímdi ekki að kaupa tvisvar sinnum breiddina bætti ég aðeins efnum við miðjuna… mér finnst það persónlega koma skemmtilegar út og gefa teppinu ákveðinn sjarma 🙂

DSC_0693

DSC_0703

DSC_0704

DSC_0709

P.s. Ég var að leita að myndum af Walk in the Woods línunni þegar ég rakst á þetta fallega handavinnublogg, ákvað að deila því með ykkur hér.

Snáðateppi fullgert

DSC_3064-2

Ég hef saumað teppi handa öllum börnunum mínum nýfæddum. Að vísu fékk Andrea sitt nokkurra mánaða gömul því þegar hún fæddist hafði ég ekki saumað bútasaum í mörg ár. Ég tók aftur (og all-rækilega) til við þá uppáhalds iðju mína rétt eftir að hún fæddist.

Litli snáðinn minn fæddist 2. apríl og ég náði að sauma teppi handa honum áður en hann mætti. Ég átti hins vegar alltaf eftir að blogga um það.

DSC_3067

Ég sá snið síðu Thimble Blossoms en eins og oftast fann ég bara út úr því hvernig ætti að sníða það. Ég fann efnin hjá Fat Quarter Shop (versla nánast öll mín efni þar) og pantaði feita pakkningu (Fat Quarter bundle) sem innihélt 12 fattara.

Ég ákvað að sníða í teppið fyrir framan sjónvarpið (fyrsta og eina skiptið sem ég hef gert það!) og sat eitt kvöldið ein að horfa og sníða. Þegar myndinni sem ég var að horfa á lauk áttaði ég mig á því að ég var búin að sníða og sníða… alla 12 fattarana eins og þeir lögðu sig og var komin með nóg í 6 barnateppi!! 🙂 – Það var því ekki annað í stöðunni en að sauma fleiri en eitt. Ég ákvað að sauma fjögur teppi en geyma smá afgang, nota hann kannski í tösku eða eitthvað slíkt. Ég þurfti auðvitað að panta meira af efnum í kantana og bakið. Ég kláraði alveg teppið hans snáða míns en á bara eftir að stinga hin þrjú. Þau eru alveg eins nema kantarnir eru allir öðruvísi. Sýni þau öll hér þegar ég er búin en hér er teppið hans snáða míns.

Snið: eiginlega ég sjálf en hér er hægt að finna svipað snið
Efni: Boy Toys frá Robert Kaufman fabrics
Stunga: ég sjálf

DSC_3080

DSC_3075

Snáðateppi 01

DSC_0023

 

Heklað strákateppi

Granny 02

Þegar Andrea mín, og svo Davíð Freyr, byrjuðu í skóla (Andrea 2008, Davíð 2009) var ég dálitla stund að átta mig á því hve breytt skólakerfið er síðan ég var í þeirra sporum. Núna er t.d. komið fyrirbæri sem kallast “vetrarfrí” en það tíðkaðist ekki þegar ég var í grunnskóla. Mér skilst að það sé mismunandi eftir bæjarfélögum… eða skólum… hvernig þessu fríi er háttað. Í Reykjavík t.d. held ég að allir skólar hafi tvo vetrarfrísdaga fyrir jól og tvo eftir jól. Í Garðabæ er þessu háttað þannig að allir fjórir dagarnir eru settir í febrúar og svo er bætt við einum starfsdegi til viðbótar. Þannig fá börnin heila viku í frí. Þetta finnst mér frábært fyrirkomulag. Þetta er það langt frí að foreldrar geta tekið sér heila viku með börnunum og brotið þannig upp einn af myrkustu mánuðunum, haft það kósí saman heima, skellt sér á skíði, farið til útlanda… nú eða gert eins og við gerðum núna, farið í bústað.

Heklað snáðateppi 02

Við vorum s.s. alla síðustu viku í bústað rétt fyrir utan Flúðir. Þar sem mamman á heimilinu er óneitanlega farin að minna á litla hnýsu (bara 6 vikur eftir í áætlaðan fæðingardag) og það rigndi eins og hellt væri úr fötu hvern einasta dag einkenndist vikan að mestu af inniveru… sem var bara allt í lagi því þegar leikar fóru að æsast hjá ungviðinu var því skutlað út í heita pottinn og “geymt” þar í 2 klst eða þar til allir voru farnir að þreytast 🙂

Ég aftur á móti nýtti tímann sérdeilis vel, prjónaði eins og enginn yrði morgundagurinn. Ég kláraði ótrúlega… sko ÓTRÚLEGA sætan pokagalla á litla ófædda snáðann og ég kláraði líka að setja saman hekluðu dúllurnar í snáðateppið.

Ég kláraði líka fyrir nokkru síðan hefðbundið ömmudúlluteppi, hér eru myndir af því og snáðateppinu, ég set inn myndir af gallanum í vikunni þegar ég er búin að kaupa fallegar trétölur á hann (veit e-r hvar ég fæ þær???)

kv.
Berglind

Heklað snáðateppi 01

Heklað snáðateppi 03

Snáðateppi:

– hugmynd: fengin að láni hjá Debbie, Serendipity Patch
– mynstur: úr bókinni 200 crochet blocks for blankets, throws and afghans (æðisleg bók!!)
.      – Debbie var reyndar líka búin að senda mér leiðbeiningar að blokkunum 🙂
.      – Vá, hvað ég þarf að læra að setja þær saman eins og hún gerir!
– Garn: Debbie Bliss Rialto DK (fæst í Storkinum)
– Heklunál: nr. 4
– Kantur: sjá hér

Granny 01

 

Ömmudúlluteppi:

– mynstur: úr heftinu sem fylgdi grunn-námskeiðinu í hekli hjá Storkinum 🙂
– Garn: þrjár tegundir frá Tinnu (keypt í Rúmfatalagernum)… það var að gera mig vitlausa!
– Heklunál: nr. 4

Granny 04

Granny 03

Snáðateppi

Snáðateppi 01

Eins og það er nú yfirleitt kósí að horfa á góðan þátt eða mynd í sjónvarpinu á meðan maður er að skera efni í nýtt teppi þá er það ekki alltaf neitt svakalega góð hugmynd!!!

Þar sem fjórða barn er komið langt á leið… lítill snáði (ég geri allt í mynstri, sauma, prjóna, hekla, barneignir… stelpa, strákur, stelpa strákur!!) er ekki seinna vænna að fara að huga að litlu strákalegu bútasaumsteppi. Ég pantaði því um daginn æðislega efnalínu sem heitir Boy Toys, frá Robert Kaufman. Tólf feitir fjórðungar (Fat Quarters) af dásamlega strákalegum… en ekki væmnum… retroefnum.

DSC_0023

Ég gat ekki beðið með að fara að skera í teppi og þar sem maðurinn minn var ekki heima þetta kvöld settist ég ein við sjónvarpið og skar og skar…. og skar…. þar til ég rankaði við mér og var búin að skera ALLA tólf fjórðungana!!! Ég var komin með nóg í sex barnateppi og átti engan afgang af efnunum!!

Hmm… jæja, ég mun þá a.m.k. ekki “sitja uppi með” efnin og ætla bara að sauma fjögur teppi (nóg af litlum snáðum í kringum mig) og nota svo kannski restina í skiptitösku eða eitthvað svoleiðis 🙂

Ég er byrjuð að sauma, set inn fleiri myndir þegar ég er búin!

Nafnateppi, frh…

Fyrir nokkrum vikum síðan bloggaði ég um nafnateppi sem ég var að gera handa litlum frænda. Ég kláraði teppið á síðustu stundu og eins og alltaf var ég að sauma niður bindinguna í veislunni sjálfri!

Þannig að ég náði ekki að taka almennilegar myndir af teppinu áður en ég gaf það en í gær fékk ég það að láni fyrir myndatökur. Hér er teppið, einlit efni og fullt af örvun fyrir lítil augu!
Og nafnið er Sölvi Kári 😉

Nafnateppi

Bráðum fer ég í nafnaveislu, hér eru efni sem eru þessa helgina að breytast í lítið strákateppi. Litli guttinn fær teppið í nafna-gjöf.

Einu sinni (fyrir all-mörgum árum) hitti ég konu sem sagðist bara sauma úr einlitum efnum og ég man að ég hugsaði hvað það hlyti að vera leiðinlegt!! Hehe, svona breytist maður, nú er ég orðin sjúk í einlit efni, bæði eingöngu en líka með mynstruðum. Svo nú ætla ég að sauma úr einlitum efnum í fyrsta sinn. Verður spennandi að sjá útkomuna.