Sveitasæla, Jón og tuskur

Einhver talaði um að fríið væri gott ef þú mannst ekki lykilorðin þín í tölvuna þegar þú kemur aftur. Ég held að það sé mikið til í því. Það er ekki nóg að hvílast líkamlega heldur verður andlega hliðin að fá pásu líka. Við fjölskyldan fórum upp í bústað um mánaðarmótin og vorum þar meira og minna í tvær vikur. Unglingarnir gátu þó ekki verið allan tíma sökum vinnu og feðgarnir (Eiki og Davíð) fóru til Akureyrar að keppa í strandblaki. Við yngri deildin (Arna og Dagur) vorum þó öll þrjú allan tíman enda elskum við sveitina. Ég hvílist hvergi eins vel og þar og felst sú hvíld ekki síst í að elda, baka, sauma, hekla og prjóna.

Ég nýtti tíman vel, kláraði lopapeysu á Davíð sem ég byrjaði á fyrri næstum árið síðan, heklaði tvær tuskur og komst á flug í útsauminum

Hér eru nokkrar myndir

Lopapeysa:

Uppskrift: “Jón” – Bók: Lopi 31

Tuskur: “Litagleði” – Bók: Heklaðar tuskur í eldhúsið og baðherbergið

Útsaumur: Kaffe Fasset, keypt í Storkinum