Tilda í te

Ég gerði mér ferð inn í A4 um helgina í þeirri von að nýju Tilda efnin væru komin. Og jú, viti menn, þarna biðu þau eftir mér! Tilda bregst ekki frekar en fyrri daginn og ég gat ekki staðist að taka með mér nokkra tebolla og félaga með. Væri alveg til í að gera diskamottur úr þessum.