Ný krummapeysa

DSC_6212

Dagur litli stækkar og stækkar, verður brátt 2ja ára og því fylgja auðvitað ný föt. Hann byrjaði á leikskóla í haust og var farið að vanta nýja hlýja peysu. Og þegar slík tilfelli koma upp “neyðumst” við prjónakonurnar til að hefja prjónana úr slíðrum!

Ég er svo hrifin af Krummapeysumynstrinu hennar Dagbjartar í Litlu prjónabúðinni að sama hvað ég reyndi að finna nýtt mynstur í peysu handa honum endaði ég alltaf aftur á Krumma… það varð því úr að ég keypti garn í nýja Krummapeysu en ákvað að hafa hana í öðruvísi litum en þá fyrri. Gráa í grunninn og dökkbrúna krumma. Þetta garn (lamaullin) er alveg dásamlegt, mýkra en léttlopinn og kemur alveg í staðinn fyrir hann (ég eeelska samt lopann líka!). Frábært fyrir þau kríli sem tooooga í hálsmálið með vanþóknun og setja upp stingu-kláðasvipinn við lopapeysum svo hjarta prjónakonunnar er við það að bresta 🙂

Hér er litli sykursnúðurinn í peysunni sinni og með uppáhaldið sitt, hann Bangsa:

DSC_6206

DSC_6203

DSC_6215

Snið: Krummapeysa eftir Dagbjörtu hjá Litlu prjónabúðinni
Bók: Saumaklúbburinn, Stóra prjónabókin og svo fæst uppskriftin hjá Litlu prjónabúðinni
Prjónar: 4,5 mm og 5,5 mm
Garn: Lamaull frá Strikkebogen (fæst hjá Litlu prjónabúðinni)
Stærð: 2ja ára

Og hér er Dagur í peysunni sem ég prjónaði á hann í ársbyrjun 2014 🙂

DSC_7573

Herðubreið

image
Ok, hafið þið ekki stundum lent í því að vera að prjóna, hekla eða sauma eftir uppskrift og skilja ekki baun í henni? Ég lendi stundum í þessu. Sjaldan gefst ég upp {kemur þó fyrir} en yfirleitt fæ ég viðkomandi uppskrift á heilann og í mig hleypur einhvers konar keppnisskap eins og ég ætli sko ekki að láta þessa uppskrift vinna MIG… veit hún {uppskriftin} ekki hver ÉG ER?!!!

Við fjölskyldan erum í bústað núna og Andreu langaði svo að prófa að hekla sjal. Herðubreið, í nýju hekl-bókinni hennar Tinnu, María heklbók, virtist einföld svo við fórum að velja garn í hana. Andrea valdi sér fallega liti í Álafosslopa og svo var brunað í bústað.

image

Það er skemmst frá því að segja að við erum búnar að klóra okkur endalaust í hausnum EN höfum ekki dáið ráðalausar. 3G nettenging og facebook komu til bjargar! Við fundum facebook síðu bókarinnar og erum búnar að fá velviljaða aðstoð beint frá höfundi 🙂 – þetta er allt að koma, við eigum bara eftir að klóra okkur fram úr “flétta lykkjubogana saman” en ég held að þessi uppskrift sé að verða búin að átta sig á að hún hefur tapað þessu stríði! 😀

image
Hér að ofan er mynd úr bókinni af sjalinu… já og einn pínulítill sokkur sem ég náði að prjóna á litla Dag á milli hekluorrusta 🙂

Helgin

DSC_6832

Þar kom að því að fjölskyldan yrði á barðinu á einu stykki flensu! Eiki (eiginmaðurinn) kom fyrstur heim með hálsbólgu og hita og síðan tók Dagur litli við. Ég þurfti auðvitað að kyssa og knúsa litla snáðann svo mikið (lét Eika alveg vera) að það var ekki komist hjá því að flensan næði mér líka. Það eina sem ég hef getað gert er að hjúkra öðrum og liggja svo sjálf upp í sófa.

Á meðan ég hjúkraði hinum bakaði ég þessa dásamlega góðu möndluköku. Helga vinkona gaf mér svona köku þegar ég heimsótti hana síðast og ég bað hana um uppskriftina. Ég ætla að heyra í Helgu á morgun og athuga hvort ég megi ekki birta uppskriftina hér — nú er líka komin pressa á hana, kannski er þetta gömul fjölskyldu-uppskrift sem Helgu ber að taka með sér í gröfina?!!! :0

DSC_6807

DSC_6811

Ég náði líka að komast á útsöluna í Föndru, Dalvegi og kaupa efni í fjórar buxur á Örnu (5). Hún er alveg orðin buxnalaus og vill helst bara ganga í leggings eða joggingbuxum. Sniðið er búið að liggja á stofuborðinu í næstum viku en ég vona að ég nái að sníða í buxurnar og sauma þær í vikunni.

DSC_6735

Að lokum náði ég að klára þessa peysu á sjálfa mig. Hún heitir Kross og ég er úr Ístex blaði nr. 28. Léttlopapeysa og afar einföld – tek mynd af henni tilbúinni á morgun og sýni ykkur.

DSC_6725

Vetrarríkið fyrir helgi var dásamlegt, snjónum kyngdi skyndilega niður og ég náði þessum dásamlegu myndum, kvöldmyndirnar eru teknar rétt eftir miðnætti og það hefði mátt heyra saumnál detta, yndislegt!

Eigið góða viku framundan og ekki gleyma að gerast áskrifandi að blogginu hér til hliðar 😉
Berglind

DSC_6971

DSC_6974

DSC_6969

DSC_6978

DSC_6961

DSC_6945

DSC_6947

DSC_6937

DSC_6944

DSC_6917

DSC_6918

DSC_6920

DSC_6932

Dönsk prjónapeysa og buxur

DSC_4004

Fyrir nokkru bloggaði ég um prjónavesti sem ég gerði á Dag upp úr dönsku bókinni Babystrik på pinde 3. Nú er ég loksins búin með afapeysuna.

Ég get ekki sagt að mér hafi þótt neitt svakalega skemmtilegt að prjóna hana enda er hún öll prjónuð 2sl, 2br þannig að prjónið víxlast. Þannig verður perluprjón á milli sl/br lykkjanna. Þetta verður samt ótrúlega fallegt prjón og svakalega teygjanlegt. Og sæt er peysan og ótrúlega falleg við buxurnar úr sömu bók.

Buxurnar voru mjög svo fljótprjónaðar. Það varð nokkur afgangur af báðum litum og var sú sem afgreiddi mig í Litlu prjónabúðinni svo snjöll að benda mér á að prjóna aðrar buxur úr afgöngunum, hafa þær t.d. röndóttar, brúnar og grábláar eða t.d. bláar með brúnu stroffi.

Hér eru myndir af flíkunum en eigandinn var sofandi þegar myndatakan fór fram. Hann ætlar því að máta síðar og þá smelli ég eins og einni mynd af til viðbótar.

Þegar ég gerði prjónavestið var ég svo vitl… að prjóna það í stærð 0-3 mánaða. Ég er enn að troða honum í það blessuðum drengnum en ákvað að prjóna buxurnar og peysuna í stærðinni 12 mánaða. Ég er búin að kaupa garn í nýtt vesti og ætla að hugsa aðeins lengra fram í tímann þegar ég prjóna það…. aftur 🙂

Peysan

Bók: Babystrik på pinde 3
Uppskrift: Morfartröje, bls. 14
Stærð: 12 mánaða
Garn: Bomuld og uld frá Geilsk, Litla prjónabúðin
Prjónar: 2,5 mm og 3,0 mm
Tölur: Litla prjónabúðin

DSC_4006

DSC_4007

Buxurnar

Bók: Babystrik på pinde 3
Uppskrift: Bukser, bls. 12
Stærð: 12 mánaða
Garn: Bomuld og uld frá Geilsk, Litla prjónabúðin
Prjónar: 2,5 mm og 3,0 mm

DSC_4016

 

DSC_4025

Ó, og eitt enn… ef þetta eru ekki skilaboð frá Móður náttúru um að halda sig bara inni í dag og prjóna og sauma þá veit ég ekki hvað!! 🙂

DSC_4028

DSC_4030

 

Afmæliskjólar

Ég hef reynt að halda þeim sið að sauma afmæliskjóla á Andreu og Örnu á hverju ári. Þær eiga afmæli með 10 daga millibili og halda upp á það saman. Andrea (11) er orðin svo stór að hún vildi frekar pils í ár en Arna (5) sló ekki hönd á móti kjól og það með tjull-undirpilsi í þokkabót 🙂

Hér er útkoman!

Efni: Geekly Chick frá Riley Blake Designs (Lavender Glasses)
Tölur: Keyptar í Fjarðakaup
Snið kjóll: Börnetöj 4-7 år (Hanne Meedom og Sofie Meedom)
Snið pils: Ottobre kids fashion 01/2012

DSC_2472

DSC_2728

Arna (5) og Andrea (11)

DSC_2745

DSC_2751

DSC_2760

DSC_2736

DSC_2705

Hressar með Davíð, bróður sínum 🙂

Strákavesti

DSC_1578

Þegar ég var ólétt keypti ég gjörsamlega guðdómlega danska prjónabók í Litlu prjónabúðinni. Bókin heitir Babystrik på pinde 3 og er eftir Lene Holme Samsöe. Þessi bók er þvílíkt augnakonfekt, með barnauppskriftum fyrir 0-2 ára. Mig langar að prjóna allar uppskriftirnar frá bls. 1 til enda – veit nú samt ekki hvað litli kallinn minn segði yfir öllum stelpufötunum! 🙂

En einhvers staðar verður maður að byrja og rétt áður en snáðinn fæddist byrjaði ég á þessu litla vesti. Því miður var ég svo vitl… að prjóna það í stærðinni 0-3 mánaða sem þýðir að hann mun stækka upp úr því á korteri. Hann er svo sætur í því að ég ætla strax að prjóna annað í stærra númeri. Ég er líka búin með sætar strákabuxur – sýni þær hér í vikunni – prjónaði þær í stærðinni 12 mánaða og er langt komin með litla afapeysu, líka í stærðinni 12 mánaða.

DSC_1581

Bók: Babystrik på pinde 3
Uppskrift: Lillies top, bls. 21
Stærð: 0-3 mánaða
Garn: Semilla fino frá BC Garn, Litla prjónabúðin
Prjónar: 2,5 mm og 3,5 mm

Campus peysa

DSC_0994

Þessa peysu ætlaði ég að prjóna upp á fæðingardeild (já ég veit… fjórða barn og maður heldur ennþá að maður hafi tíma til að prjóna upp á fæðingardeild!!!) en hún var svo fljótprjónuð að ég kláraði hana áður en við fórum uppeftir.

Ég var rétt í þessu að skella tölunum á hana. Nú er bara að “kjöta” litla kallinn upp svo hann fari að passa í hana 🙂

DSC_0962

DSC_0973

DSC_0988

DSC_0984

Peysan er prjónuð úr afgöngum af heklaða teppinu hans. Ég elska, dái og dýrka þettta garn!!

Bók: Cuddly Knits for Wee Ones
Uppskrift: Little man on campus, bls. 48
Stærð: 3 mánaða
Garn: Debbie Bliss Rialto DK
Prjónar: 4,5 mm og 5,5 mm

p.s. ef þið prjónið peysuna úr bókinni, þá eru nokkrar leiðréttingar hér. Ég skrifaði til forlagsins eftir miklar vangaveltur varðandi eitt atriði og höfundurinn, Lori, sendi mér leiðréttingarnar sjálf persónulega sem mér fannst mjög töff 🙂

DSC_1001

DSC_0997

DSC_0999

Tölur

DSC_0812

Ég skrapp í Fjarðakaup í dag og kom við í Rokku (hannyrðardeildin í Fjarðakaup) til að kaupa lopa í litla vagn-lopapeysu handa snáðanum.

Kom þá auga á æðislegar trétölur, bæði einfaldar og með áprentuðum mynstrum. Það erfiðasta var að velja hvað ég ætti að taka en þessar urðu fyrir valinu

Litlu einföldu trétölurnar ætla ég að nota á nærbol (þarf bara þrjár – á þá auka) sem ég er að prjóna núna upp úr æðislegri danskri barnabók sem fæst hjá Litlu prjónabúðinni (sem er að verða uppáhalds prjónabúðin mín í Reykjavík!). Hjartatölurnar ætla ég að nota í kjól sem ég ætla að sauma á Örnu – nú er bara spurning, hvora tegundina á ég að nota???

Þessar…

DSC_0814

… eða þessar…

DSC_0818

 

DSC_0796

 

Afmæliskjólar

Andrea (10) og Arna (4) eiga afmæli með 10 daga millibili. Undanfarin sumur hef ég saumað á þær afmæliskjóla. Þetta er “2012 línan”! 🙂

Efnið er frá Tildu (Panduro), keypt í A4. Ég er alveg sjúk í þetta efni, gæti starað á það allan daginn! Sniðið að Andreu kjól er fráMinikrea, keypt í Twill en í Örnu kjól er frá Burdastyle, blað 5/2012. Ég breytti hennar kjól reyndar aðeins, hann átti að vera opinn að aftan (svuntukjóll) en ég setti tölur niður eftir öllu bakinu og bætti svo blúndunni við. Hugmyndina að blúndunni fékk ég í Föndru, þar hangir einn svona kjóll á gínu, ótrúlega fallegur úr ljósu rósóttu efni.