Saumatöskur

DSC_9243

Ég var búin að lofa að sýna afrakstur síðustu daga í vikulok og hér er það fyrsta sem ég er búin að klára í vikunni (búin að bíða doldið spennt eftir að sýna þessar).

DSC_9271

Þessar töskur geta verið saumatöskur, pennaveski, snyrtibuddur eða hvað sem er en nákvæmlega þessar hérna eru saumatöskur (m.a.s. lítill nálapúði í öðru ystu hólfanna).

DSC_9273

Ég sá þessar töskur fyrst á einu af mínum uppáhaldsbloggum, Crazy Mom Quilts. Þetta var svona “VERÐ að gera svona” augnablik 🙂 — svo ég dreif mig yfir á síðuna þar sem hægt er að kaupa sniðið og vá hvað ég elska þessi pdf snið… þau eru komin í tölvupósthólfið innan nokkurra sekúndna og maður getur strax hafist handa.

DSC_9290

Ég hélt samt aðeins í mér og tók efni í töskurnar með í saumabústaðinn með Gleðituskunum. Ég komst langt með þær í bústaðinum en síðan kom ég heim og trylltist í saumaherberginu. Þær hafa því legið út í stofuhorni greyjin og beðið eftir því að ég tæki þær aftur upp til að klára þær.

DSC_9276

DSC_9283

Ég er svo ánægð með þær að ég er búin að kaupa nokkra rennilása í viðbót og er byrjuð að skera í fleiri svona skjóður. Þessa rauðu ætla ég að eiga sjálf en Andrea fékk að velja og valdi þá bláu. Það er alveg ótrúlegt hvað kemst mikið dót í töskurnar — mín leysir nánast af hólmi stóra ál-saumaboxið mitt!!

DSC_9253

DSC_9303

Vonandi verður svo almennilegt ljósmyndaveður á morgun því þá ætla ég að taka myndir af næsta verkefni

DSC_9310

DSC_9312

Eigið góðan föstudag (og svo er aftur komið frí!)
Berglind

Nestistaska

Þessa tösku sá ég fyrst hjá Monicu Solorio-Snow (Happy Zombie). Monica er brjálæðislega skapandi og flottur hönnuður (hún er líka ógeðslega fyndin). Hún hannar efni fyrir Lecien, t.d.Winterkist og hefur hannað fullt af sniðum. Ég er alveg viss um að þið hafið oft séð eitthvað saumað eftir hana. Hún er t.d. að hanna mörg snið fyrir tímaritið Quilts and More (uppáhalds tímaritið mitt). Sem dæmi um eitt af því sem hún hefur hannað (og ég er viss um að einhver ykkar hefur saumað það teppi eða eigið vinkonu sem hefur saumað það… Villa og Helga vinkonur eru báðar búnar, Villa m.a.s. nokkur, getur ekki hætt!) er Taking turns.

Ég var að skoða bloggið hennar um daginn og sá þá þessa tösku. Reyndar á hún sjálf ekki heiðurinn af sniðinu en virðist brjálæðislega hrifin af því engu að síður. Hönnuðurinn að þessari tösku er reyndar líka ótrúlega flott. Hún heitir Ayumi og heldur úti blogginu Pink Penguin. Þar er hún með fullt af fríum sniðum og sýnikennslum. Hún býr í Japan og er mjög hrifin af japönsku efnunum (hver er það ekki???!!). Mæli með heimsókn til þeirra beggja (sko á bloggin þeirra!)

Monica virðist það hrifin af töskunni að hún hefur saumað nokkrar. Mér finnst þær allar mjög flottar hjá henni en London taskan heillaði mig gjörsamlega! Væri alveg til að næla í svona efni!! Hún er líka að gera úr eigin Winterkist efnum, krúttulegum húsaefnum og Sew Cherry efnum (af hverju keypti ég ekki þessi efni þegar þau voru í boði???!!!) ásamt fullt af öðrum efnum, þið verðið bara að rúlla í gegnum bloggið hennar!

Þessi taska er ekki flókin og ekki tímafrek, nú get ég hætt að mæta í vinnuna með nestið í 66°N pokanum (sem hefur þó reynst vel, bara orðinn svo sjúskaður greyjið!)

Og hver myndi ekki vilja smakka á afgöngunum??? Mmmhhh…..