Sveitasæla, Jón og tuskur

Einhver talaði um að fríið væri gott ef þú mannst ekki lykilorðin þín í tölvuna þegar þú kemur aftur. Ég held að það sé mikið til í því. Það er ekki nóg að hvílast líkamlega heldur verður andlega hliðin að fá pásu líka. Við fjölskyldan fórum upp í bústað um mánaðarmótin og vorum þar meira og minna í tvær vikur. Unglingarnir gátu þó ekki verið allan tíma sökum vinnu og feðgarnir (Eiki og Davíð) fóru til Akureyrar að keppa í strandblaki. Við yngri deildin (Arna og Dagur) vorum þó öll þrjú allan tíman enda elskum við sveitina. Ég hvílist hvergi eins vel og þar og felst sú hvíld ekki síst í að elda, baka, sauma, hekla og prjóna.

Ég nýtti tíman vel, kláraði lopapeysu á Davíð sem ég byrjaði á fyrri næstum árið síðan, heklaði tvær tuskur og komst á flug í útsauminum

Hér eru nokkrar myndir

Lopapeysa:

Uppskrift: “Jón” – Bók: Lopi 31

Tuskur: “Litagleði” – Bók: Heklaðar tuskur í eldhúsið og baðherbergið

Útsaumur: Kaffe Fasset, keypt í Storkinum

Herðubreið

image
Ok, hafið þið ekki stundum lent í því að vera að prjóna, hekla eða sauma eftir uppskrift og skilja ekki baun í henni? Ég lendi stundum í þessu. Sjaldan gefst ég upp {kemur þó fyrir} en yfirleitt fæ ég viðkomandi uppskrift á heilann og í mig hleypur einhvers konar keppnisskap eins og ég ætli sko ekki að láta þessa uppskrift vinna MIG… veit hún {uppskriftin} ekki hver ÉG ER?!!!

Við fjölskyldan erum í bústað núna og Andreu langaði svo að prófa að hekla sjal. Herðubreið, í nýju hekl-bókinni hennar Tinnu, María heklbók, virtist einföld svo við fórum að velja garn í hana. Andrea valdi sér fallega liti í Álafosslopa og svo var brunað í bústað.

image

Það er skemmst frá því að segja að við erum búnar að klóra okkur endalaust í hausnum EN höfum ekki dáið ráðalausar. 3G nettenging og facebook komu til bjargar! Við fundum facebook síðu bókarinnar og erum búnar að fá velviljaða aðstoð beint frá höfundi 🙂 – þetta er allt að koma, við eigum bara eftir að klóra okkur fram úr “flétta lykkjubogana saman” en ég held að þessi uppskrift sé að verða búin að átta sig á að hún hefur tapað þessu stríði! 😀

image
Hér að ofan er mynd úr bókinni af sjalinu… já og einn pínulítill sokkur sem ég náði að prjóna á litla Dag á milli hekluorrusta 🙂

Heklað strákateppi

Granny 02

Þegar Andrea mín, og svo Davíð Freyr, byrjuðu í skóla (Andrea 2008, Davíð 2009) var ég dálitla stund að átta mig á því hve breytt skólakerfið er síðan ég var í þeirra sporum. Núna er t.d. komið fyrirbæri sem kallast “vetrarfrí” en það tíðkaðist ekki þegar ég var í grunnskóla. Mér skilst að það sé mismunandi eftir bæjarfélögum… eða skólum… hvernig þessu fríi er háttað. Í Reykjavík t.d. held ég að allir skólar hafi tvo vetrarfrísdaga fyrir jól og tvo eftir jól. Í Garðabæ er þessu háttað þannig að allir fjórir dagarnir eru settir í febrúar og svo er bætt við einum starfsdegi til viðbótar. Þannig fá börnin heila viku í frí. Þetta finnst mér frábært fyrirkomulag. Þetta er það langt frí að foreldrar geta tekið sér heila viku með börnunum og brotið þannig upp einn af myrkustu mánuðunum, haft það kósí saman heima, skellt sér á skíði, farið til útlanda… nú eða gert eins og við gerðum núna, farið í bústað.

Heklað snáðateppi 02

Við vorum s.s. alla síðustu viku í bústað rétt fyrir utan Flúðir. Þar sem mamman á heimilinu er óneitanlega farin að minna á litla hnýsu (bara 6 vikur eftir í áætlaðan fæðingardag) og það rigndi eins og hellt væri úr fötu hvern einasta dag einkenndist vikan að mestu af inniveru… sem var bara allt í lagi því þegar leikar fóru að æsast hjá ungviðinu var því skutlað út í heita pottinn og “geymt” þar í 2 klst eða þar til allir voru farnir að þreytast 🙂

Ég aftur á móti nýtti tímann sérdeilis vel, prjónaði eins og enginn yrði morgundagurinn. Ég kláraði ótrúlega… sko ÓTRÚLEGA sætan pokagalla á litla ófædda snáðann og ég kláraði líka að setja saman hekluðu dúllurnar í snáðateppið.

Ég kláraði líka fyrir nokkru síðan hefðbundið ömmudúlluteppi, hér eru myndir af því og snáðateppinu, ég set inn myndir af gallanum í vikunni þegar ég er búin að kaupa fallegar trétölur á hann (veit e-r hvar ég fæ þær???)

kv.
Berglind

Heklað snáðateppi 01

Heklað snáðateppi 03

Snáðateppi:

– hugmynd: fengin að láni hjá Debbie, Serendipity Patch
– mynstur: úr bókinni 200 crochet blocks for blankets, throws and afghans (æðisleg bók!!)
.      – Debbie var reyndar líka búin að senda mér leiðbeiningar að blokkunum 🙂
.      – Vá, hvað ég þarf að læra að setja þær saman eins og hún gerir!
– Garn: Debbie Bliss Rialto DK (fæst í Storkinum)
– Heklunál: nr. 4
– Kantur: sjá hér

Granny 01

 

Ömmudúlluteppi:

– mynstur: úr heftinu sem fylgdi grunn-námskeiðinu í hekli hjá Storkinum 🙂
– Garn: þrjár tegundir frá Tinnu (keypt í Rúmfatalagernum)… það var að gera mig vitlausa!
– Heklunál: nr. 4

Granny 04

Granny 03

Heklaðar húfur

Uppskriftina að þessum sætu húfum fann ég á síðunni Aesthetic Nest. Þessi kona er frá USA og saumar og heklar mikið á stelpurnar sínar. Hún gefur fullt af fríum uppskriftum með sýnikennslu (tutorials). Mæli með innliti á síðuna hennar 🙂

Garn: Debbie Bliss Rialto DK (fæst í Storkinum, Laugavegi)

Heklað sjal frá Rowan

Þetta sjal heklaði ég síðasta vetur. Ég byrjaði á blakmóti í Stykkishólmi í október og kláraði einhvern tíma eftir áramót.

Uppskriftin er frá Rowan (Rowan knitting and crochet magazin #50) en ég tímdi ekki að kaupa garnið frá Rowan svo ég fór með uppskriftina í næstu Lopa verslun og keypti Létt lopa í staðinn. Ég er ótrúlega ánægð með það en verð samt að segja að ég sé pínulítið eftir því að hafa ekki leyft mér smá lúxus og heklað það með Rowan garninu. Ég  heyrði eitt sinn að maður ætti ekki að spara í handavinnuna sína, annað eins leggi maður í hana. Á hinn bóginn verð ég líka að segja að ég elska lopann og hann er alls ekki síðri, útkoman er bara allt önnur.

Mest af stykkinu heklaði ég á blakmótum og á meðan ég beið eftir ballerínunum mínum á æfingum. Þetta er ekta svona “on the go” verkefni, ein nál og alltaf sama endurtekningin (að vísu er endurtekningin 17 umferðir).

Það var svo gaman að hekla það að kannski hekla ég bara annað og þá úr Rowan garni. Ég myndi þá ekki loka því (strokk) heldur hafa það eins og trefil.

Bækur um hekl

Ég gleymdi mér um daginn (eins og svo oft áður) við að skoða annarra saumakvenna blogg. Eitt af mínum uppáhalds er Serendipity Patch. Þessi kona tekur undursamlega fallegar myndir og saumar og heklar af miklum móð, auk þess sem hún virðist vera alger garðálfur. Hún bendir á tvær af sínum uppáhalds hekl-bókum og talar mikið um þær… svo mikið að ég gafst upp um daginn og festi kaup á þeim báðum (neyddist). Þær eru ólíkar en báðar æðislegar, mæli með þeim báðum:

Vond birta

Þegar ég var lítil var pabbi alltaf að minna mig á að nota gott ljós þegar ég var að lita, teikna, læra og föndra. Ég skildi hann ekki! Ég sá bara vel og mér fannst lítill munur á meira ljósi eða minna. Í dag er ég alveg eins við börnin mín. Ég skil ekki hvernig þau geta setið við heimalestur út í myrku horni í herberginu sínu þegar þau eiga þessi fínu borð og góð skrifborðsljós. Ég tygg á sömu setningu og pabbi forðum daga, “passaðu augun þín, það fer illa með þau að læra í svona myrkri” 🙂

Jæja, ég var aldeilis gripin glóðvolg í morgun… og það af sjálfri mér! Ég sat í gærkveldi og heklaði tvær ömmudúllur yfir sjónvarpinu en nennti ekki að teygja mig í dagljósalampann minn. Þegar ég kom svo inn í sjónvarpsherbergi í morgun blöstu dúllurnar við mér með GULAN kant en ekki hvítan!! Hefði betur hlýtt pabba 🙂

Pínuponsu teppi og risateppi

Eins og venjulega er ég með allt allt allt allt allt (þið náið þessu er það ekki?!!) of margt á prjónunum, heklunálinni og í saumavélinni… sko allt of margt! En það er bara svo gaman að byrja á nýju 🙂

Það klárast þó alltaf eitt og eitt í einu og nú er ég alveg að verða búin að hekla lítið teppi úr ömmuferningum. Ég er búin með 35 af 42 ferningum. Ég fór með vinkonu minni á heklunámskeið hjá Storkinum fyrir rúmu ári síðan og það kom mér á óvart hvað þetta er einfalt og skemmtilegt. Og það er eitthvað við svona ömmudúlluteppi, kósí og krúttlegt, hið fullkomna sófaverkefni.

Annað verkefni sem ég var að klára er hjónarúmsteppi. Maðurinn minn lagði fram kvörtun í fyrra, eigandi svona saumakonu en hafa aldrei eignast teppi á hjónarúmið (okei, það var reyndar eitthvað til í þessu þarna). Svo ég dreif í teppi en hef saumað það í skorpum síðan í september í fyrra. Hér er teppið komið, dásamleg efni frá Joel Dewberry. Ég er að klára bakið og svo ætla ég með það í stungu (nenni ekki að stinga svona stórt teppi heima, ef það er þá hægt).

Hver vill koma í bað?

Jæja, það er nokkuð síðan ég kláraði þennan svína-þvottapoka og ég er alveg að verða búin að hekla úr bláa garninu… garnið sem ég keypti alveg “óvart”.

Hér er svínið, set inn mynd af því “bláa” þegar það er tilbúið