Og ég sem hélt að mig vantaði stungutvinna!

Tvinnakefli 04

Nú stendur mikið til!! Saumaklúbburinn er að leggja af stað á eftir í sína árlegu sumarbústaðarferð. Þrjár nætur, heill föstudagur OG heill laugardagur… dásamlegt!!

Ég ætla að reyna að stinga dálítið af teppum – fyrri átta árum setti ég mér 2 fyrir 1 regluna… þ.e. klára tvö fyrir hvert eitt sem ég byrja á…. en ég held ég hafi misskilið og snúið þessu upp í 1 fyrir 2 :/

Tvinnakefli 03

Ég hélt að mig vantaði stungutvinna… gott að ég leit aðeins yfir birgðirnar fyrst 🙂

Tvinnakefli 02

Tvinnakefli 01

Kem með myndir úr sveitasælunni,
góða helgi!
Berglind

Comments

  1. Góða skemmtun og njóttu þín vel 😀

join the conversation

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.