Dýrakjóll

Hér er einn sem við Arna höldum MIKIÐ upp á!

Ég saumaði þennan kjól síðastliðið haust. Ég skrapp í Föndru til að kíkja á nýjustu efnin og rakst þá á þetta efni… gjörsamlega GORDJÖSS!!! Ég ákvað að sauma kjól á Örnu og hafa hann reglulega þægilegan, og það tókst, hún ELSKAR þennan kjól, bæði út af öllum fáránlega fyndnu og skemmtilegu hekluðu dýrunum og vegna þess hve þægilegur hann er!

DSC_6792

DSC_6761

DSC_6764

Það er oft búið að stoppa okkur Örnu á förnum vegi og spyrja hvar við hefðum keypt þennan æðislega kjól (mont-og-roðn) 🙂

Mæli með ferð í Föndru Dalvegi – það eru komin fleiri svona laserprentuð efni!

Andrea og Arna:

DSC_6777

DSC_6803

DSC_6778

Comments

  1. Yndislega fallegar fyrirsætur og kjóllinn er dásamelgur hjá þér Berglindmín 🙂

join the conversation

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.