Krummapeysa

DSC_7573

Það er þó nokkuð síðan ég bloggaði síðast — var upp í bústað — en ég hef ekki setið auðum höndum.

Þessa peysu kláraði ég þó nokkru áður en ég fór í bústaðinn en beið með að ganga frá endunum þar til ég kom þangað. Síðan skolaði ég úr henni eftir að ég kom heim og nú er þetta mest notaða útipeysan hans Dags.

DSC_7564

Ég hef fetað í fótspor margra prjónakvenna (og manna örugglega líka) sem hafa prófað að skipta út létt lopanum fyrir lamaullina frá Strikkebogen sem fæst í Litlu prjónabúðinni. Þessi ull er undursamlega mjúk og stingur ekki eins mikið og lopinn (finnst mér a.m.k.). Annars finnst mér lopinn alltaf æðislegur en bara allt öðruvísi og gaman að breyta aðeins til. Það er líka þessi fallega matta, úfna áferð á lamaullinni eins og létt lopanum og ullin fæst í mörgum litum hjá Litlu prjónabúðinni.

Annars fórum við Arna um daginn í Virku og hún fékk að velja sér flónelefni í bakið á jarðaberjateppinu sínu. Best að drífa sig að stinga það! Svo er ég núna að prjóna röndótta peysu á Andreu úr tvöföldum plötulopa, set inn myndir þegar hún verður búin. Ég er líka að klára að sauma allar joggingbuxurnar á Örnu og Dag. Arna er byrjuð að nota fyrstu buxurnar og er hæstánægð með þær. Oh, ef ég gæti nú bara prjónað með tánum og saumað í höndum á sama tíma!!

DSC_7560

Snið: Krummapeysa eftir Dagbjörtu hjá Litlu prjónabúðinni
Bók: Saumaklúbburinn, Stóra prjónabókin og svo fæst uppskriftin hjá Litlu prjónabúðinni
Prjónar: 4,5 mm og 5,5 mm
Garn: Lamaull frá Strikkebogen (fæst hjá Litlu prjónabúðinni)
Stærð: 1 árs

DSC_7558

DSC_7550

Comments

  1. Æðisleg peysa hjá þér…:-) hlakka til að sjá röndóttu, er líka að gera eina röndótta!

  2. Peysan er æðisleg og fyrirsætan er þvílíkt krútt –
    Mér finnst hann rosalega líkur þér Berglind mín, þegar þú varst á hans aldri 🙂

Trackbacks

  1. […] hér er Dagur í peysunni sem ég prjónaði á hann í ársbyrjun […]

join the conversation

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.