Bækur um hekl

Ég gleymdi mér um daginn (eins og svo oft áður) við að skoða annarra saumakvenna blogg. Eitt af mínum uppáhalds er Serendipity Patch. Þessi kona tekur undursamlega fallegar myndir og saumar og heklar af miklum móð, auk þess sem hún virðist vera alger garðálfur. Hún bendir á tvær af sínum uppáhalds hekl-bókum og talar mikið um þær… svo mikið að ég gafst upp um daginn og festi kaup á þeim báðum (neyddist). Þær eru ólíkar en báðar æðislegar, mæli með þeim báðum: