Möndlukaka

DSC_6818

Hjúkk! Helga gaf leyfi 🙂

Hér er uppskriftin að möndlukökunni, mæli með þessari á sunnudegi með góðu kaffi!
[Ég gerði tvöfalda uppskrift enda með stórt form]

Möndlukaka

2 Egg
1 ½ dl sykur
1 ¾ dl hveiti
1 tsk lyftiduft
100 gr brætt smör
1 ½ tsk möndludropar

Egg og sykkur þeytt vel saman, hveiti og lyftidufti bætt útí, hrært smá. Smöri og dropum bætt varlega útí. Sett í vel smurt form. Bakið ca 30 mín við 175 gráður. Bökunartíminn er að sjálfsögðu mislangur eftir stærð á formi, gott að hafa bökunarprjóninn við hendina

Glassúr

Flórsykur
Heitt vatn
Matarlitur
Og svo segir Helga: Það er síðan voða næs að hafa líka möndlu bragð af glassúrinu en þá bara ca 1 dropa (nota dropateljara)

DSC_6813

Verði ykkur að góðu,
Berglind og Helga 🙂

Helgin

DSC_6832

Þar kom að því að fjölskyldan yrði á barðinu á einu stykki flensu! Eiki (eiginmaðurinn) kom fyrstur heim með hálsbólgu og hita og síðan tók Dagur litli við. Ég þurfti auðvitað að kyssa og knúsa litla snáðann svo mikið (lét Eika alveg vera) að það var ekki komist hjá því að flensan næði mér líka. Það eina sem ég hef getað gert er að hjúkra öðrum og liggja svo sjálf upp í sófa.

Á meðan ég hjúkraði hinum bakaði ég þessa dásamlega góðu möndluköku. Helga vinkona gaf mér svona köku þegar ég heimsótti hana síðast og ég bað hana um uppskriftina. Ég ætla að heyra í Helgu á morgun og athuga hvort ég megi ekki birta uppskriftina hér — nú er líka komin pressa á hana, kannski er þetta gömul fjölskyldu-uppskrift sem Helgu ber að taka með sér í gröfina?!!! :0

DSC_6807

DSC_6811

Ég náði líka að komast á útsöluna í Föndru, Dalvegi og kaupa efni í fjórar buxur á Örnu (5). Hún er alveg orðin buxnalaus og vill helst bara ganga í leggings eða joggingbuxum. Sniðið er búið að liggja á stofuborðinu í næstum viku en ég vona að ég nái að sníða í buxurnar og sauma þær í vikunni.

DSC_6735

Að lokum náði ég að klára þessa peysu á sjálfa mig. Hún heitir Kross og ég er úr Ístex blaði nr. 28. Léttlopapeysa og afar einföld – tek mynd af henni tilbúinni á morgun og sýni ykkur.

DSC_6725

Vetrarríkið fyrir helgi var dásamlegt, snjónum kyngdi skyndilega niður og ég náði þessum dásamlegu myndum, kvöldmyndirnar eru teknar rétt eftir miðnætti og það hefði mátt heyra saumnál detta, yndislegt!

Eigið góða viku framundan og ekki gleyma að gerast áskrifandi að blogginu hér til hliðar 😉
Berglind

DSC_6971

DSC_6974

DSC_6969

DSC_6978

DSC_6961

DSC_6945

DSC_6947

DSC_6937

DSC_6944

DSC_6917

DSC_6918

DSC_6920

DSC_6932

Bekkjarafmæli

DSC_3711

Andrea og Anna vinkona hennar héldu bekkjarafmæli s.l. mánudag. Við erum hætt að halda upp á afmæli fyrir bekkinn um mitt sumar enda flestir á ferð og flugi á þeim tíma. Það reyndist því fínasti tími í blá-skólabyrjun að hóa saman stelpurnar í bekknum og bjóða þeim í Húsdýragarðinn. Ég get ekki mælt nægilega mikið með barnaafmæli í Húsdýragarðinum. Við réðum alveg sjálf hvort við vildum kaupa veitingar hjá þeim eða ekki, við kusum að taka með pylsur og fengum afnot af þessu fína gasgrilli hjá þeim. Síðan vorum við með muffin í eftirrétt og eftir matinn komu tveir frábærir starfsmenn að sækja stelpurnar. Þeir flökkuðu um garðinn með þeim í tvo klukkutíma, sýndu þeim og sögðu þeim frá dýrunum, þær fengu að gefa hænunum og selunum og aðstoða við að smala. Í lokin fengu þær að sjá skriðdýrahúsið og skoða froska, eðlur og slöngu. Þær spurðu og spurðu og starfsmennirnir voru ekkert nema almennilegheitin 🙂

DSC_3717

Uppskriftin

3 dl sykur
3 egg
1 ½ dl mjólk
150 gr smjör (brætt)
4 ½ dl hveiti
3 tsk lyftiduft
1 ½ tsk vanilludropar
3 msk kakó (Cadbury’s)

Til að gera gott enn betra:
100 gr suðusúkkulaði, gróft skorið

Sykur og egg þeytt vel saman

Smjörið brætt og blandað saman við mjólkina. Vökvinn þeyttur saman við sykurinn og eggin.

Afganginum bætt út í og hrært saman.

Skipt í möffinsform (ég fæ 24 kökur út úr þessu) og bakað við 200°c í 12-15 mín

Skrautið

Krem: Vanilla frosting frá Betty Crocker
Sprautustútur: 1M frá Wilton, rósa-aðferð, sjá hér
Matarlitur: Spreylitur frá Wilton
Skraut: litaður sykur frá Wilton

DSC_3728

DSC_3767

Ágústdagar

DSC_3410

Skrítið hvað sumri fer að halla hratt strax eftir Verslunarmannahelgina. Krakkarnir eru farnir að bíða eftir að komast í skólann og manni finnst einhvern veginn orðið kaldara og dimmara á kvöldin (kertin farin að loga).

Síðustu viku höfum við nýtt í alls kyns afþreyingu og haustverk

Grímur frændi kom í gistingu og við bökuðum kleinuhringi – ekki laust við að nýtt æði sé í uppsiglingu í Óttuhæð!

DSC_3428

DSC_3422

Andrea sótti fyrsta hluta uppskerunnar sinnar í skólagarðinn

DSC_3549

DSC_3565

DSC_3573

DSC_3588

Auðvitað var ferskt salat, nýuppteknar kartöflur, ferskur lax og rúgbrauð í matinn (ekki laust við að kötturinn á bolnum hennar Andreu sé farinn að slefa!!)

DSC_3608

Arna frestaði leikskólabyrjun um einn dag enn og skellti sér með Pétri afa í vinnuna

IMG_3987

IMG_3999

IMG_4000

IMG_4004

Snáðinn átti sigur vikunnar en hann velti sér yfir á magann alveg sjálfur í vikunni

DSC_3529

Eftir dágóða stund gaf maginn þó eftir og skilaði hluta síðustu máltíðar upp aftur… það var mjög vandræðalegt!

DSC_3534

Gott samt hvað mamma hans er fyndin 🙂

Mosaic

Gleðilega hátíð!

Jólamöffins2

Kæru vinir,

gleðilega hátíð, megi nýja árið færa ykkur endalausa gleði og gæfu!

Jólamöffins6

Jólamöffins5

Lakkrístoppar – piparbrjóstsykurstoppar

Toppar

Vá hvað það er langt síðan ég hef sett inn færslu hérna… það eru reyndar nokkrar ástæður (ekki afsaknir) fyrir því…

1. Búin að vera með flensu (sko mega flensu!)
2. Það er svo leiðinleg birta til myndatöku í desember (er komin með fullt af hlutum sem ég er búin að gera en á eftir að taka myndir af… dagsbirtu-myndataka í des… einhver góð ráð???!)
3. Brjálaður jólaundirbúningur í gangi

Okei… þá er ég komin með ástæður og afsakanir…

…. Arna er búin að vera veik heima í tvo daga, með hita og ill í maga (hjúkkit, ekki gubbuna samt). Og í gær nýtti ég daginn aldeilis vel. Nú orðið baka ég bara lakkrístoppa fyrir jólin (ég meina, af hverju að baka það næstbesta þegar þú getur bara bakað það besta?!!). Það er samt alltaf þannig að þessir toppar rata sjaldnast ofan í kökubox, fara bara beint af plötunni upp í litla (og stóra!) munna!! Við Arna (í stuði þrátt fyrir hita) tókum því fimm klst. frá í gær og bökuðum 200 lakkrístoppa og 150 piparbrjóstsykurstoppa (nú skal ég eiga í kökuboxi fyrir jóladag!!)

Í fyrra prófaði ég að setja mulinn piparbrjóstsykur í stað súkkulaðis og lakkrískurl… ef maður er lakkrísmanneskja þá er það alveg málið en mér finnst samt nauðsynlegt að hafa þessa hefðbundnu með! Annað trix sem ég komst yfir í fyrra var að þeyta eggjahvíturnar yfir vatnsbaði. Ég er búin að klúðra hundruðum toppa (frá 12 ára aldri) og var orðin hrikalega leið á þurrum, brotnum, blautum, sprungnum, föllnum toppum þegar ég datt niður á gamla bakstursbók. Í henni er sér kafli um marengs og þetta trix gefið upp… svínvirkar, hefur aldrei klikkað!!

Set uppskriftina af piparbrjóstsykurstoppunum með!

Toppar2

Piparbrjóstsykurstoppar

5 eggjahvítur
330 gr sykur
150 gr mulinn piparbrjóstsykur (einn poki Tyrkis Peber)

Eggjahvítur stífþeyttar yfir vatnsbaði (plastskál yfir potti með botnfylli af vatni, nota rafmagns-handþeytara (gott að vera í ofnhanska til að halda skálinni í pottinum))

Þeyti þar til hvíturnar byrja að stífna, bæta sykrinum úti í, þeyta lengur (ég þeyti þar til handþeytarinn getur ekki meir!)

Setja þá hvíturnar í hrærivélaskál (ég hita skálina að utan svo hún sé ekki ísköld) og þeyta í alveg 10 mín.

Berja brjóstsykurinn í spað og hræra honum saman við

Bakað við 150°c 18-20 mín, fer eftir stærð toppana

 

Makkarónur

Já ég veit að það er algert makkrónuæði á Íslandi (bollakökurnar svo 2011!!) en við mamma (og Lóa vinkona og mamma hennar) fórum samt á makkarónunámskeið í síðasta mánuði hjá Salt eldhús.

Ég verð að segja að ég var búin sjá nokkrar myndir á heimasíðunni þeirra og átti von á góðu en námskeiðið, staðurinn og eigandinn fóru langt fram úr væntinum okkar! Kvöldið var æðislegt!! Ég hef nú prófað nokkrum sinnum að baka makkarónur og þær hafa alltaf braðgast vel en áferðin og útlitið ekki tekist sem skyldi. Nú veit ég af hverju… makkarónugerð er (svo ég “kvóti” nú í Auði námskeiðshaldara) fyrst og fremst tækni og vísindi!! Ekki að grínast… það er t.d. slæmt að baka makkarónur ef það er rigning úti!!

En nú er ég “húkkt” og búin að prófa nokkrar tegundir heima. Þær líta allar vel út og bragðast guðdómlega (maður fær nokkrar krem-uppskriftir á námskeiðinu), saltkaramella, chilli-súkkulaðiganache og lemon custard (homemade!) 🙂

Súkkulaðikaka

Dimmalimm er uppáhalds súkkulaðikakan mín. Ég fékk uppskriftina hjá einni sem vann méð mér fyrir örfáum árum. Ég held að hún hafi fengið hana hjá ömmu sinni.

Þetta er aldeilis engin kreppukaka! Ó nei… hér er bráðið súkkulaði í deiginu í stað kakódufts og í kreminu er hitaður rjómi. Davíð minn elskar þessa köku næstum því jafn mikið og mömmu sína (þegar hún bakar kökuna) 🙂

Og svo hefur mig lengi langað að búa til rósaköku, stútur 1M frá Wilton er bara snilld!

Gulrótarkaka

Á (næstum) hverjum morgni fæ ég mér tómata og/eða gulrótarsafa. Ég skelli 4 tómötum og hálfum pakka af gulrótum í safapressuna og stundum fær engifer eða appelsína að fljóta með. Ég er því duglegur styrktaraðili grænmetisbænda.

Í síðustu viku fórum við Arna í Bónus og ég keypti 4 pakka af gulrótum (2 kg). Ég var búin að gleyma að ég hafði pantað 1,8 kg af vinnufélaga til að styrkja son hans í íþróttum og annan 1,8 kg poka af Eddu vinkonu.

Ég sat því uppi með tæp 6 kg. af gulrótum í ísskápnum! Nú voru góð ráð dýr… börnin komu með nokkrar hugmyndir; gulrótarsúpa, gulrótarbrauð, gulrótarbollur, gulrótarkaka, gulrótarmarmelaði… og svo enn frumlegra; gulrótarvöfflur…

Sunnudagskakan þessa viku er því auðvitað gulrótarkaka. Ég læt uppskriftina fylgja með en ég fékk hana fyrir mörgum árum hjá Hildi vinkonu.

Þurrefnin út í

Gulrætur flæða um allt í Óttuhæð

 

Guði sé lof fyrir Mulinex!

Tilbúið í ofninn

 

Gulrótarkaka

 

Kaka

4 egg
3 dl sykur

3 dl hveiti
2 tsk matarsódi
2 tsk kanill
1 tsk salt
1 tsk vanillusykur

1 dl matarolía
4-5 dl (3-4 stk.) rifnar gulrætur

Krem

 100 g rjómaostur
1 tsk vanillusykur
50 g smjör
125 g flórsykur

Aðferð

Eggjum og sykri hrært vel saman

Hveiti, natron, kanil, salti og vanillusykri bætt út í og hrært vel

Matarolíu og gulrótum bætt út í og hrært saman við

Sett í smurt form og bakað í 45-60 mín. við 200°c

Kakan kæld og kreminu smurt yfir

Ath. ef gera á muffins úr deiginu er það bakað í 20-25 mín

 

Bara eina muffin takk

Ég bakaði eina muffin fyrir afmæli stelpnanna, og svo aðra fyrir Huldu vinkonu sem var líka með tvöfalt barnaafmæli nokkrum dögum síðar