Annar púði í viðbót

Mikið svakalega er búið að rigna hérna á höfuðborgarsvæðinu alla vikuna.

Ég á eftir að planta fræjum í plöntupoka úti á palli og svo bíða útipottarnir eftir sumarblómunum. Vandamálið er bara að ég nenni alls ekki að planta í rennblauta mold! En spáin virðist góð núna fyrir helgina og því ætla ég á eftir að skella mér í Bauhaus að kaupa sumarblómin. Eins gott að þau séu tilbúin þegar sólin fer loks að skína um helgina!! Hvar kaupið þið sumarblómin annars? Ég er búin að kíkja í bæði Blómaval og Garðheima en þar kostuðu t.d. Sólboðarnir um 1.200-1.300 krónur (og svo var að vísu 20% afsláttur kominn á blómin). Ég sá í vikunni auglýsingu frá Bauhaus þar sem Sólboðinn kostar 795! Ég keypti sumarblómin hjá þeim í hittiðfyrra og þau blómstruðu alveg svakalega vel (að vísu var það sumar algert metsumar hvað varðar sól og hita!).

Þessi mynd var tekin af blómunum 17. september 2012:

DSC_0964

 

Út úr saumaherberginu rann annars þessi púði í síðustu viku, einn í viðbót í hjónarúmið. Þetta er “tumbler” blokk. Það var gaman að sauma hana en enn skemmtilegra að gera stunguna. Verst að bakhliðin fór inn í púðann, hún kom svo skemmtilega út. Ég ætla að gera a.m.k. einn púða enn í rúmið, en er dálítið að vandræðast með hvernig hann eigi að vera… log cabin blokk, þríhyrningar, fjaðrir, sexhyrningar…. andinn hlýtur að koma yfir mig þegar ég fer að planta blómum 😉

Púði 10

Púði 8

Púði 5

Púði 1

Púði 13

Púði 12

Njótið helgarinnar,
Berglind

Pendant Quilt Púðar

DSC_0477

Ég fæ ekki nóg af þessum efnum!

Ég er búin að vera að leika mér með afgangana eftir rúmteppið. Mig hefur alltaf langað til að prófa að sauma Dresden plate blokkir. Ég keypti einhvern tíma sérstaka stiku fyrir þannig blokkir og hélt að þetta væri meira mál. Það kom mér því á óvart hvað það er ótrúlega einfalt og fljótlegt að sauma eina svona blokk. Það er líka svo gaman að ég gerði nokkrar stærðir til að prófa.

Litli púðinn er einmitt prufublokk en hún varð svo falleg að ég skellti henni í púðaver og utan um púða sem ég var búin að eiga heillengi inn í skáp (ég fékk næstum lungnaþembu þegar ég dustaði púðann, það þyrlaðist svo mikið ryk upp úr honum hahaha). Ég nennti ekki að gera sérstakt púðaver sem hægt væri að taka af heldur saumaði ég verið bara beint utan um púðann. Ég verð þá að taka bindinguna af fyrst ef ég ætla að losa verið af til að þvo það 🙂

Ég lagði aðeins meiri vinnu í stærri púðann, stakk blokkina og saumaði hnappagöt aftan á svo ég gæti þvegið utan af púðanum.

DSC_0446

DSC_0439

DSC_0492

DSC_9337

DSC_9342

Hér er svo enn einn púðinn í vinnslu, ég á enn smá eftir af afgöngum og ætla að prófa að gera Log cabin blokk eða pappírssaumaðar fjaðrir sem ég sá á netinu um daginn, kemur í ljós.

DSC_1092

DSC_0950

Hafið það gott í sólinni!
Berglind

Þvottaklemmupoki Helgu

DSC_3491

Helga vinkona (Einarsdóttir) er ein sú klárasta handavinnukona sem ég þekki. Við kynntumst fyrst á Thimbleberrieskvöldum hjá Virku árið 2003. Við byrjuðum að spjalla og áttuðum okkur fljótt á því hvað við eigum mikið sameiginlegt. Vorið 2006 byrjaði ég að vinna á Verðbréfavaktinni hjá Glitni (nú Íslandsbanka). Ég mætti fyrsta daginn og var vísað í sætið sem ég átti að sitja í… á sama borði og Helga Einarsdóttir, beint á móti hver annarri!! Hehehe, greyjið samstarfsfélagarnir voru kaffærðir í bútasaumsumræðum, hrikalega gaman 🙂

Við erum enn að vinna saman á sömu hæð og á sama sviði þótt við séum ekki í sömu deild og það líður ekki sú vika að við skiptumst ekki á sniðum og sýnum hvor annarri nýjustu handavinnuna. Ég er í fæðingarorlofi núna en heyri samt í Helgu í hverri viku. Hún er komin í sumarfrí og þá fer hún alltaf (nánast) vestur í bústað foreldra sinna. Hún tekur með sér ákveðin saumaverkefni, oftast smáhluti (t.d. litla jólasveina, flöskupoka, buddur…) sem hún saumar í tonnavís. Í ár voru það þessir snilldar þvottaklemmu-pokar. Hún saumaði fullt af þeim og kom svo færandi hendi fyrir síðustu helgi heim til mín og gaf mér einn, heppin ég!

DSC_3499

Hún fékk hugmyndina þegar vinkona hennar keypti einn svona handa henni í útlöndum. Helga tók upp sniðið og fann út úr því sjálf (auðvitað) hvernig hún gæti útfært þetta. Síðan var haldið í Góða hirðinn og öll gamaldags herðatré sópuð upp og svo út í garð með herðatrén þar sem þau voru söguð niður til að stytta þau. Það er t.d. gaman að segja frá því að herðatréð í pokanum mínum er frá Hótel Loftleiðum þannig að segja má að ég hafi fengið þýfi að gjöf 🙂

DSC_3572-3

Helga er alltaf með smáatriðin á hreinu og gaf mér pokann með klemmum í og þessa líka sætu klemmu framan á – takk fyrir mig elsku Helga 🙂

DSC_3569-2

DSC_3504

DSC_3501

DSC_3488

Tölur

DSC_0812

Ég skrapp í Fjarðakaup í dag og kom við í Rokku (hannyrðardeildin í Fjarðakaup) til að kaupa lopa í litla vagn-lopapeysu handa snáðanum.

Kom þá auga á æðislegar trétölur, bæði einfaldar og með áprentuðum mynstrum. Það erfiðasta var að velja hvað ég ætti að taka en þessar urðu fyrir valinu

Litlu einföldu trétölurnar ætla ég að nota á nærbol (þarf bara þrjár – á þá auka) sem ég er að prjóna núna upp úr æðislegri danskri barnabók sem fæst hjá Litlu prjónabúðinni (sem er að verða uppáhalds prjónabúðin mín í Reykjavík!). Hjartatölurnar ætla ég að nota í kjól sem ég ætla að sauma á Örnu – nú er bara spurning, hvora tegundina á ég að nota???

Þessar…

DSC_0814

… eða þessar…

DSC_0818

 

DSC_0796

 

Og ég sem hélt að mig vantaði stungutvinna!

Tvinnakefli 04

Nú stendur mikið til!! Saumaklúbburinn er að leggja af stað á eftir í sína árlegu sumarbústaðarferð. Þrjár nætur, heill föstudagur OG heill laugardagur… dásamlegt!!

Ég ætla að reyna að stinga dálítið af teppum – fyrri átta árum setti ég mér 2 fyrir 1 regluna… þ.e. klára tvö fyrir hvert eitt sem ég byrja á…. en ég held ég hafi misskilið og snúið þessu upp í 1 fyrir 2 :/

Tvinnakefli 03

Ég hélt að mig vantaði stungutvinna… gott að ég leit aðeins yfir birgðirnar fyrst 🙂

Tvinnakefli 02

Tvinnakefli 01

Kem með myndir úr sveitasælunni,
góða helgi!
Berglind