Óvæntur pakki

Mikið óskaplega getur maður nú verið heppinn stundum!!

Í gær barst í pósti tilkynning um böggul á pósthúsinu. Þegar ég kom heim með hann og opnaði hann kom í ljós fullt af gjöfum frá Önnu sem ég skrifaði um í júní. Og það ekkert smá gjafir. Við krakkarnir urðum himinlifandi þegar við byrjuðum að tína upp úr umslaginu.

DSC_1975

DSC_1979

Ég fékk 12 æðisleg… sko æðisleg efni. Þau eru svo “djúsí” að mig langar að smakka á þeim!! Og Anna sendi mér líka Dresden stiku – mig hefur alltaf langað í Dresden stiku og skil eiginlega ekki af hverju ég á ekki nú þegar svoleiðis!! – og tvo pakka af nýju frábæru Clover klemmunum. Þessar klemmur sá ég á netinu fyrir stuttu og hugsaði með mér að ég yrði að eignast þær til að nota þegar ég sauma niður bindingar. Og nú á ég 20 stykki sem munu heldur betur koma sér vel þegar ég sauma loks niður bindinguna á rúmteppinu mínu {sem “bæðevei” var tilbúið í október og ég á bara eftir að sauma bindinguna á það (m.a.s. búin að búa til bindinguna fyrir löngu)}.

DSC_1968

Andrea fékk “skrapp” dót, washi teip og sætar bréfaklemmur sem hún notar sem bókamerki {hún er að lesa Twilight og er svo spennt að hún les á milli herbergja!}, Arna fékk Hello Kitty varasalva og límmiða og Davíð fékk LEGO minnisbók, blýanta og kubbastrokleður. Arna gengur nú um og bíður hverjum sem er að fá hjá sér varasalva og Davíð byrjaði strax að halda dagbók í gær 🙂

DSC_1999

DSC_2031

DSC_1960

DSC_2036

Í pakkanum var líka kort sem Anna hefur keypt af Chookyblue. Það er alveg magnað hvað internetið afmáir öll landamæri. Chookyblue og Quiltygal (Claire) frá Ástralíu hafa verið bloggvinkonur mínar síðan 2007 og þær eru líka vinkonur Önnu – skemmtileg tilviljun!

DSC_2000

Ótrúlega fallega gert af Önnu, ég á eftir að hugsa til hennar þegar ég fer að skera niður og sauma úr efnunum 🙂

Niðurtalningar-kartafla

DSC_1397

Fjúff! Það er sko nóg að gera á stóru heimili þessa dagana… próflestur hjá börnunum, sveitaferð á leikskólanum, hjólaferðir í skólanum, fullt af bekkjarafmælum, kveðja kennara, tannlæknaheimsóknir (Andrea með tannrótarbólgu eftir að framtönn brotnaði), vökunætur með litla guttanum… já og ég er ein með þetta allt saman! Eiginmaðurinn farinn í 10 daga til Luxemborgar að keppa í strandblaki á smáþjóðaleikunum

Það er því, eins og gefur að skilja, ekki mikill tími afgangs til að blogga, hvað þá að sinna einhverju til að blogga um!

En eitt sniðugt kom út úr Luxemborgarferðinni, Andrea og Arna gerðu niðurtalningarkartöflu – já, niðurtalningarkartöflu. Þetta gerði mamma handa mér og bróður mínum þegar við vorum lítil og vorum að bíða eftir einhverju spennandi, pabba að koma heim af sjónum með vini sínum, jólunum, afmæli, ferðalagi… börn hafa ekki tímaskin til að skilja “10 daga” en svona sjónrænt svínvirkar!! S.s. pabbi kemur heim eftir 10 daga og svo er að taka einn fána úr á hverjum degi.

Fánarnir eru gerðir úr tannstönglum og svokölluðum washi-tapes, sem eru dásamleg mynstruð límbönd gerð úr hrísgrjónapappír, fást t.d. í A4, Smáratorgi