Þríhyrninga-ferninga-dúkur

Í fyrra hélt ég lítið örnámskeið hjá Íslenska bútasaumsfélaginu í gerð auðveldra þríhyrninga-ferninga. Ræmur eru saumaðar saman, síðan pressaðar í sundur og svo er skorið. Þannig fást 100% réttir þríhyrningaferningar. Til að sýna þetta betur saumaði ég þennan dúk (snið frá Modabakeshop). Í honum eru 400 þríhyrninga-ferningar.

Í möööörg ár hefur mig langað til að ná fjaðra-stungu-tækninni. Um síðustu helgi ákvað ég að ég að nú skyldi það takast. Ég eyddi tveimur dögum í að teikna fjaðrir á blað og svo lét ég bara vaða. Ég er svakalega ánægð með árangurinn og mikið rosalega var þetta skemmtilegt!! Ætli ég verði ekki með fjaðrir í öðru hverju verkefni núna… svona eins og þegar ég náði tökunum á krákustígunum!! 🙂

Tvö stykki tilbúin til stungu

Eins og mér finnst nú gaman að bútasaum, þá finnst mér svoooo leiðinlegt að leggja teppin og þræða þau/líma áður en þau eru stungin. Það er því ágætt að taka nokkur í einu. Hér eru tvö stykki tilbúin, annað er dúkur en hitt er veggteppi eða einhvers konar “upp á punt” teppi.