Dýrakjóll

Hér er einn sem við Arna höldum MIKIÐ upp á!

Ég saumaði þennan kjól síðastliðið haust. Ég skrapp í Föndru til að kíkja á nýjustu efnin og rakst þá á þetta efni… gjörsamlega GORDJÖSS!!! Ég ákvað að sauma kjól á Örnu og hafa hann reglulega þægilegan, og það tókst, hún ELSKAR þennan kjól, bæði út af öllum fáránlega fyndnu og skemmtilegu hekluðu dýrunum og vegna þess hve þægilegur hann er!

DSC_6792

DSC_6761

DSC_6764

Það er oft búið að stoppa okkur Örnu á förnum vegi og spyrja hvar við hefðum keypt þennan æðislega kjól (mont-og-roðn) 🙂

Mæli með ferð í Föndru Dalvegi – það eru komin fleiri svona laserprentuð efni!

Andrea og Arna:

DSC_6777

DSC_6803

DSC_6778

Föstudagskvöld, Langamýri og Kagaðarhóll

01

Enn og aftur kominn föstudagur! Mér finnast föstudagskvöldin vera besti tími vikunnar. Einfaldlega af því að þá er öll helgin framundan og allir byrjaðir að vinda ofan af álagi liðinnar viku. Ég ætla að elda lambalærilæri með “dó-og-fór-til-himna” hvítlaukskartöflumús í dag og hafa tilbúið á borðum kl. 18 ásamt nýbakaðri skúffuköku mmhhh… borið fram í stáss-stofunni að sjálfsögðu og börnin snýtt og greidd (eða þannig) 🙂

Stefnan er svo tekin með dætrunum inn í saumaherbergi. Þar ætlum við að hafa það kósí, sauma kúruteppi, bangsateppi og nálapúða, spjalla um heima og geima og reita af okkur brandara. Á meðan verður eldri sonurinn örugglega í tölvunni í sama herbergi og hlustar á marrið í saumavélunum, skvaldrið í okkur stelpunum og plaffar nokkra skriðdreka af sinni einskæru list

Svona var þetta einmitt síðasta föstudag, Andrea hélt áfram að sauma teppið sem hún var að sauma á Löngumýri og Arna var að sauma teppi handa Marel en sá herramaður er bangsinn hennar, fyrrum “láttu-þér-batna” bangsi ömmu hennar en núverandi “elska-þig-út-af-lífinu” bangsinn hennar Örnu. Greyjið orðinn 13 ára og farinn að eldast, gott að fá hlýtt teppi þar sem hvert saumspor er saumað af hreinni ást 🙂

02

03

Arna og bangsateppið

Nú eru tvær vikur síðan við Andrea lögðum af stað til Löngumýrar í Skagafirði. Quiltbúðin með saumahelgar 12. árið í röð!! Og alltaf jafn vinsælt enda standa þær stöllur Kristrún og Sísa vaktina fimm helgar í röð, slíkur er átroðningurinn. Allar kellur tjúllaðar í staðinn, félagsskapinn og gjörninginn. Andrea er komin með blóðbragðið í munninn, ég mun aldrei fá að fara aftur án hennar, sem betur fer því það var unaður að hafa hana með. Gistum saman tvær í herbergi, hlustuðum á dúndurtónlist alla leið fram og til baka, áttum nokkur handfylli af hlátursaugnablikum, saumuðum fullt fullt, borðuðum góðan mat og skemmtum okkur konunglega saman. Helga og Fríða sátu á næsta borði og fastagestir létu sig flestir ekki vanta svo ekki var félagsskapurinn af verri endanum. Andrea náði að klára miðju í lúruteppi, fyrstu blokkirnar sem hún gerir alveg ein, saumaði, straujaði og skar! Ekki nennti stelpuskottið að bíða eftir að mamman vaknaði á morgnanna, hún hentist framúr og var byrjuð að sauma þegar ég var búin að teygja úr mér og komin á fætur.

Hér eru nokkrar (ókei fullt!) myndir frá þessari dýrðarhelgi.

Kannast ekki einhverjar við svona bílskott?!! 🙂
DSC_4766

Við Villa vinkona kaupum okkur alltaf nýja Löngumýrarsokka í stíl en þar sem Villa komst ekki núna keyptum við Andrea okkur sokka
DSC_4776

Andrea sekkur sér í saumaskapinn
DSC_4784

Barnateppi að verða til
DSC_4789

Helga og Fríða prófuðu nýja útgáfu af Sew Together Bag, þessi kallast Bionic Gear Bag
DSC_4798

DSC_4804

DSC_4805

Fyrsta blokkin sem Andrea saumar alveg ein og sjálf
DSC_4807

Andrea skellti sér í hafmeyjugallan og tók nokkur sundtök í heita “pottinum” (sem er risastór og líkari sundlaug en potti)
DSC_4823

DSC_4824

DSC_4831

DSC_4838

Allar mættar í stáss-stofuna
DSC_4841

DSC_4843

Fríða að reyna að vera á undan að taka mynd af mér 🙂

DSC_4844

DSC_4845

DSC_4853

Tvinnakeflateppi Helgu
DSC_4857

Fínn kvöldverður á laugardagskvöldinu
DSC_4860

Aldrei er verk látið úr hendi falla á Löngumýri!
DSC_4872

DSC_4873

Félagarnir Gunnar (staðarhaldarinn á Löngumýri) og Jón Hallur mættir að skemmta
DSC_4875

Andrea hafði mikið gaman af þeim félögum enda byrjuðu þeir á að syngja lagið “Jesú er besti vinur barnanna” fyrir hana hahaha….
DSC_4882

DSC_4884

Andrea hjálpaði mér með “sjóið og tellið” en ætlar sko að sýna sinn eigin afrakstur næst!
DSC_4885

DSC_4897

Og svo fór Andrea í verslunarferð!!!
DSC_4898

DSC_4900

Þessar fengu að koma með okkur í sveitina
DSC_4905

Miðjan hennar Andreu tilbúin
DSC_4909

Langamýri alltaf jafn falleg
DSC_4912

DSC_4915

Á leiðinni heim komum við Andrea við hjá Sigríði á Kagaðarhóli en þar var ég í sveit þegar ég var  hnáta. Það voru dásamlegir endurfundir, stórkostleg kona hún Sigríður sem býr nú ein á bænum, 81 árs. Tók bílprófið 75 ára 🙂
DSC_4918

Andrea við Kagaðarhól
DSC_4921

Eigið skapandi og gefandi helgi framundan 🙂
Berglind

Vöknuð!

DSC_4525

Geeiiiisp….. teygjjj…….

Já sæll!!!! 3 mánuðir!

Þetta var langt sumarfrí frá bloggi… frí sem teygði sig langt inn í haustið! Ég ætla ekki að þreyta neinn með upptalningu afsakana á því hvers vegna ég hef ekki bloggað í þrjá mánuði, það er bara svona „afþvíbara“… við horfum bara fram á við og höldum áfram þar sem frá var horfið

Sökum gríðarlegra veisluhalda í júlí og fram í ágúst tók ég langa (en alls ekki þarfa) pásu frá handavinnu en þess utan er ég búin að vera iðin; saumaði kjól á Örnu og peysu/blússu/topp (veit ekki alveg hvað á að kalla þetta stykki) á Andreu, hélt áfram með púða á hjónarúmið, gerði eina Swoon blokk í viðbót, kláraði röndótta lopapeysu á Andreu, prjónaði kertalogahúfu á Andreu, heklaði eina tusku (er það ekki í tísku núna?), kláraði eitt og hálft strákateppi (gamlar syndir) og er að prjóna lopapeysu á Davíð, aðra á Dag, sauma fleiri púða og…. (GLÍP!) ég er að fara á Löngumýri um helgina með Quiltbúðinni og fullt af hressum konum! – Af því tilefni er ég líka búin að skera í eitt barnateppi og skera í teppi fyrir Andreu mína en hún fær að koma með í ár í fyrsta sinn

Ég missti mig líka aðeins í efnakaupum í september, gat ómögulega haldið í mér lengur enda svo mikið af fallegum bleðlum í boði „þarna úti“ (veraldarvefnum).

Við sogumst nú lengra og lengra inn í haustið sem gleður mig mikið því ég elska haustið. Ég heyrði Sigríði Klingenberg segja í útvarpsviðtali um daginn að í árstíðarskiptum eins og sumar/haust yrði fólk yfirleitt svo þungt eitthvað…. ég veit bara ekkert hvað konan er að tala um, ég ELSKA sérstaklega þessi skipti. Á haustin fer ég í fimmta gír, vakna til lífsins og verð yfirleitt miklu orkumeiri (það að ég skuli vera að skrifa þessa bloggfærslu er einmitt lifandi sönnun þess). Það eru því bara spennandi tímar framundan.

Það er alltaf eitthvað að gerast í handavinnunni á Íslandi. Ný (ný gömul) búð í Hamraborg, Bútabær, var að opna eftir flutning frá Selfossi. Eruð þið búnar (æji, eru einhverjir strákar að lesa hérna?) að kíkja? Ég fór í fyrradag því ég var í klippingu í næsta húsi. Mér fannst þetta mest vera garn og svo eru einhver efni en flest þykist ég kannast við frá því verslunin var fyrir austan fjall… og ég held að þau séu flest frá síðustu öld (án gríns) eða aldamótum, hihihi… kannski mun það breytast! Alltaf gaman að fá nýjar handavinnubúðir á svæðið

Það er annars nóg að gera á heimilinu, við erum búin að umturna neðri hæðina og búin að rífa niður báðar svalirnar á efri hæðinni. Þegar farið var að mála eitt herbergið niðri og rífa (hroðalegar) flísar úr gluggunum kom í ljós svakalegur leki sem barst inn frá svölunum að ofan. Það var því ekkert annað í boði en að rífa svalirnar í burtu til að laga þetta… ég er að spá í að halda svalapartý fyrir nokkra vel valda aðila (hlæ hlæ)

Flestir fjölskyldumeðlimir eru að skipta um herbergi og unglingarnir eru að fá „ný“ uppfærð herbergi, svona „ekki-lengur-fimm-ára-herbergi“, þau þóttu ekki smart lengur. Þessu fylgir tilheyrandi vinna og rask en svona er lífið, þetta líður hjá á endanum… held ég… vonandi… hóst hóst……..

Ég læt hér fylgja nokkrar myndir nýjum efnum og púða í bígerð og set svo meira inn síðar, t.d. frá Löngumýri (GLÍP!)

Mig langar líka að deila með ykkur drepfyndinni (ég hló a.m.k. upphátt vel og lengi) bloggfærslu um iittala heilkennið sem ég las í gær, þið eruð kannski búnar að sjá þetta? Lesið þá bara aftur – þekkjum við ekki allar svona, eða ERUM við kannski bara allar svona? Ég ætla að fara fram og athuga hvað ég á marga límmiða!!!

Púði í vinnslu

efni (hjartað mitt tók aukaslag þegar ég sá þessi efni fyrst!): Up Parasol eftir Heather Bailey, 3″ ferningar (skornir 3,5″)

photo 1

photo 3

photo

Ný efni

Country Girls – frá Riley Blake – svoooo sææætttttt…..

DSC_4525

DSC_4528 DSC_4534

DSC_4530

DSC_4541

DSC_4540

DSC_4555

… já, og svona líta svalirnar hjá okkur út í augnablikinu… mæli ekki með kvöldstund á svölunum!! 🙂

10571958_10204557281710226_2938830366410484900_o

Góðar stundir
Berglind

Mánaðamyndir

12 mánuðir

Í tilefni þess að Dagur litli varð 14 mánaða 2. júní langar mig að setja hér inn samsetta mynd af öllum mánaðamyndunum sem ég tók af honum 2. hvers mánaðar í hverjum mánuði fyrstu 12 mánuði ævi hans.

Það er alveg magnað hvað við stækkum mikið og þroskumst þetta fyrsta ár lífs okkar og ekki skrítið að við þurfum að sofa meirihluta dagsins.

Þessi elska gengur nú um allt á sínum völtu litlu fótum, þangað sem hin eðlislæga forvitni hans og dugnaður ber hann. Lítið ljós sem alltaf er brosandi og svo ríkur af stórum systkinum sem endalaust geta haldið á honum og leikið við hann. Sannur gleðigjafi hér á ferð 🙂

DSC_0565

 

Dottin í það græna

05-28 - 14

Drottinn minn hvað ég get verið manísk stundum!

Pabbi og mamma eru með frekar græna fingur, pabbi veit fátt dásamlegra en að gramsa í mold með berum höndum, hreinsa beðin og slá grasið. Ég ólst upp við gasalega fínan garð sem þau hönnuðu sjálf og hvert strá var skipulagt. En mikið fannst mér þetta allt saman óspennandi og þegar ég heyrði í sláttuvélinni hjá pabba fékk ég fjörfisk í augað. Ég hefði aldrei látið mér detta í hug að ég fengi áhuga á garðvinnu!

En aldrei segja aldrei! Síðustu ár, sérstaklega eftir að við keyptum húsið okkar með garðinum sem því fylgdi, hef ég orðið grænni og grænni og þar sem ég geri aldrei neitt að hálfu leyti er nú svo komið að ég er farin að forsá ýmsum fræjum og áður en ég vissi af var ég fyrir tveimur vikum komin af stað með 15 tegundir af grænmeti!!

Hér er mynd af öllum fræpokunum… hvítt hnúðkál, rautt hnúðkál, rósinkál, klettasalat, basilika, minta, kóriander, tómatar, radísur, gulrætur, lavender blóm (má m.a.s. borða þau), vorlaukur, ertur (grænar baunir) og svo erum við líka komin með kartöflur, hvítlauk og rauðlauk….

10264317_10203689638099678_3391575966852241051_n

Ég er búin að setja erturnar og tómatana í potta og svo keypti ég þessa sniðugu potta undir kryddjurtirnar. Þeim má stafla upp í allt að fimm hæðir. Ég er líka búin að forsá hnúðkáli og rósinkáli sem eiga að fara út í beð í sumar. Næsta verk verður að fá kerru af mold og planta úti á palli í sérstökum ræktunarpokum restinni. Ég á örugglega eftir að drepa ykkur með myndum af hægt vaxandi grænmeti ef vel tekst til í sumar 🙂

14. maí: ertur, tómatar, basilika, kóríander, lavender og minta komin í potta. Hvítt og rautt hnúðkál og rósinkál komin í potta til forsáningar:

Ertur

05-14 - 1-2

05-14 - 2-2

Tómatar

05-14 - 6

Lavender í útipotti, setti líka í pott inni

05-14 - 5

Hvítt og rautt hnúðkál og rósinkál komið í forsáningu

05-14 - 3-2 05-14 - 4

17. maí: forsáðu fræjin byrjuð að kíkja upp, tók ekki nema þrjá daga!

05-17 - 3

05-17 - 1-2

05-17 - 2

28. maí (í dag): það sprettur allt upp á “ógnarhraða” – þarf að fara að “prikla” kryddjurtirnar, þ.e. grisja þær 🙂

05-28 - 1

05-28 - 2

Rautt hnúðkál (f. neðan)

05-28 - 5

Tómatarnir

05-28 - 16

05-28 - 15

Erturnar

05-28 - 14

Kryddjurta- og lavender pottarnir, talið að ofan og niður: Lavender; basilika, kóríander og minta

05-28 - 7

Kóríander

05-28 - 13

Mintan, pínulítil að kíkja upp úr

05-28 - 12

Arna alsæl með árangurinn

05-28 - 6

Annað sem mig langar líka til að sýna  ykkur er þetta stórkostlega sólblóm. Arna litla plantaði fræji á leikskólanum í vikunni fyrir páska. Eftir páska kom hún svo heim með blóm sem stóð um 10 cm upp úr afskorinni léttmjólkurfernu (var svo vitlaus að taka ekki mynd af því). Fljótlega fór blómið að vaxa á ógnarhraða (enda stofan eins og gróðurhús með þessum stóru suðurgluggum) og við fórum að umpotta og kaupa stærra prik til að styðja steratröllið! Það liðu ekki nema 2-3 vikur í viðbót og við urðum að kaupa enn einn stærri pottinn og enn lengra prik…. aðeins 5 dögum síðar varð ég að kaupa ENN lengra prik og nú er svo komið að blómið stendur rígmontið í stofunni, orðið rúmur metri á lengd og blómahausinn er byrjaður að myndast. Arna talar við blómið á hverjum degi en þarf núna tröppu til að sjá það. Við umgöngumst blómið líka eins og fimmta barnið á heimilinu, nærum það andlega og líkamlega og gætum þess dag og nótt… allt saman afar spennandi 🙂

Blómið kom til okkar af leikskólanum 28. apríl (var um 10 cm hátt), því miður gleymdist að taka mynd.

14. maí, búin að umpotta einu sinni og kaupa eitt nýtt og hærra prik:

05-14 - 1

05-14 - 2

05-14 - 3

17. maí, búin að umpotta aftur og kaupa enn stærra prik, blómið komið af saumavélaborðinu og niður á gólf:

05-17 - 1

28. maí, búið að kaupa ENN stærra prik (vonandi það síðasta) og blómið farið að mynda blómahausinn, Arna alsæl!! 🙂

05-28 - 1

05-28 - 2

05-28 - 3

05-28 - 4

Marsmánuður

Ja hérna, næstum mánuður síðan ég setti efni á síðuna!

Ég er búin að eiga svakalega góða en afar afar upptekna daga undanfarið. Hér er brot af því sem ég hef verið að gera, ég blogga svo betur um hvert fyrir sig síðar. Hvar skal byrja?

Við fórum í helgarferð til Berlínar um miðjan mánuðinn. Ég ELSKA Berlín. Búin að koma þangað tvisvar og á eftir að sjá og skoða svo margt til viðbótar. Gott að eiga eitthvað eftir 🙂

DSC_7837

DSC_7852

DSC_7838

DSC_7910

Helgina eftir Berlín var komið að árlegri sumarbústaðaferð Gleðitusknanna (saumaklúbbsins míns)

DSC_8088

DSC_8043

DSC_8045

Þegar ég kom heim úr bústaðinum með allt dótið mitt (það er nú ekki aldeilis lítið sem ein kona þarf með sér af dóti, eins og maður verði uppiskroppa með verkefni!) gat ég ekki hugsað mér að ganga aftur frá því inn í saumaherbergi. Herbergið var orðið gjörsamlega yfirtroðið af drasli og ryki svo í staðinn fyrir að ganga frá dótinu mínu einhvers staðar fékk ég kast og henti öllu út úr herberginu, ýkt glöð með að nú skildi svo tekið til hendinni!! Ég var ekki lengi að sjá eftir þessu, haha… en það breytir því ekki að í þessa vinnu þurfti að fara! Dótið hefur meira og minna setið á ganginum síðan því það virðist eiginlega aldrei vera almennileg stund aflögu til að klára þetta verkefni. Hugsunin um fallegt hreint og fínt saumaherbergi og að setjast niður og taka fyrsta sauminn heldur mér þó gangandi… nú skal sko hent og hreinsað, skúrað og skrúbbað!! Set inn myndir þegar ég verð búin 🙂

Saumaherbergið tekið í gegn

Síðustu helgi fórum við Andrea mín til Neskaupsstaðar. Þar var haldið Íslandsmeistaramót í Krakkablaki, 3. og 5. flokkur. Andrea og hinar stelpurnar í Stjörnunni gerðu sér lítið fyrir og sigruðu sinn flokk (4. stig) og urðu taplausar, Íslandsmeistarar. Ekkert smá skemmtileg helgi hjá okkur mæðgum! Veðrið á Neskaupsstað (var að koma þangað í fyrsta sinn) var líka sjúklega gott!! Þvílík fegðurð þarna!

DSC_8388

DSC_8390

DSC_8275

Og þá er það vikan framundan, Dagur litli verður lítill afmælisDagur 2. apríl, 1 árs gamall — mér finnst hann auðvitað hafa fæðst fyrir korteri!

DSC_6446

Helgin

DSC_6832

Þar kom að því að fjölskyldan yrði á barðinu á einu stykki flensu! Eiki (eiginmaðurinn) kom fyrstur heim með hálsbólgu og hita og síðan tók Dagur litli við. Ég þurfti auðvitað að kyssa og knúsa litla snáðann svo mikið (lét Eika alveg vera) að það var ekki komist hjá því að flensan næði mér líka. Það eina sem ég hef getað gert er að hjúkra öðrum og liggja svo sjálf upp í sófa.

Á meðan ég hjúkraði hinum bakaði ég þessa dásamlega góðu möndluköku. Helga vinkona gaf mér svona köku þegar ég heimsótti hana síðast og ég bað hana um uppskriftina. Ég ætla að heyra í Helgu á morgun og athuga hvort ég megi ekki birta uppskriftina hér — nú er líka komin pressa á hana, kannski er þetta gömul fjölskyldu-uppskrift sem Helgu ber að taka með sér í gröfina?!!! :0

DSC_6807

DSC_6811

Ég náði líka að komast á útsöluna í Föndru, Dalvegi og kaupa efni í fjórar buxur á Örnu (5). Hún er alveg orðin buxnalaus og vill helst bara ganga í leggings eða joggingbuxum. Sniðið er búið að liggja á stofuborðinu í næstum viku en ég vona að ég nái að sníða í buxurnar og sauma þær í vikunni.

DSC_6735

Að lokum náði ég að klára þessa peysu á sjálfa mig. Hún heitir Kross og ég er úr Ístex blaði nr. 28. Léttlopapeysa og afar einföld – tek mynd af henni tilbúinni á morgun og sýni ykkur.

DSC_6725

Vetrarríkið fyrir helgi var dásamlegt, snjónum kyngdi skyndilega niður og ég náði þessum dásamlegu myndum, kvöldmyndirnar eru teknar rétt eftir miðnætti og það hefði mátt heyra saumnál detta, yndislegt!

Eigið góða viku framundan og ekki gleyma að gerast áskrifandi að blogginu hér til hliðar 😉
Berglind

DSC_6971

DSC_6974

DSC_6969

DSC_6978

DSC_6961

DSC_6945

DSC_6947

DSC_6937

DSC_6944

DSC_6917

DSC_6918

DSC_6920

DSC_6932

Dagur Freyr

DSC_3988

Loksins!! Nafn á drenginn er fundið…

… við kynnum með stolti…. Dag Frey Eiríksson

Hann er nýorðinn 5 mánaða (doldið margar myndir, ég veit… en þegar maður er svona sætur og glaður…)

DSC_3958

DSC_3982

DSC_3968

DSC_3956-2

DSC_3965

DSC_3992

Dagur Freyr

Bekkjarafmæli

DSC_3711

Andrea og Anna vinkona hennar héldu bekkjarafmæli s.l. mánudag. Við erum hætt að halda upp á afmæli fyrir bekkinn um mitt sumar enda flestir á ferð og flugi á þeim tíma. Það reyndist því fínasti tími í blá-skólabyrjun að hóa saman stelpurnar í bekknum og bjóða þeim í Húsdýragarðinn. Ég get ekki mælt nægilega mikið með barnaafmæli í Húsdýragarðinum. Við réðum alveg sjálf hvort við vildum kaupa veitingar hjá þeim eða ekki, við kusum að taka með pylsur og fengum afnot af þessu fína gasgrilli hjá þeim. Síðan vorum við með muffin í eftirrétt og eftir matinn komu tveir frábærir starfsmenn að sækja stelpurnar. Þeir flökkuðu um garðinn með þeim í tvo klukkutíma, sýndu þeim og sögðu þeim frá dýrunum, þær fengu að gefa hænunum og selunum og aðstoða við að smala. Í lokin fengu þær að sjá skriðdýrahúsið og skoða froska, eðlur og slöngu. Þær spurðu og spurðu og starfsmennirnir voru ekkert nema almennilegheitin 🙂

DSC_3717

Uppskriftin

3 dl sykur
3 egg
1 ½ dl mjólk
150 gr smjör (brætt)
4 ½ dl hveiti
3 tsk lyftiduft
1 ½ tsk vanilludropar
3 msk kakó (Cadbury’s)

Til að gera gott enn betra:
100 gr suðusúkkulaði, gróft skorið

Sykur og egg þeytt vel saman

Smjörið brætt og blandað saman við mjólkina. Vökvinn þeyttur saman við sykurinn og eggin.

Afganginum bætt út í og hrært saman.

Skipt í möffinsform (ég fæ 24 kökur út úr þessu) og bakað við 200°c í 12-15 mín

Skrautið

Krem: Vanilla frosting frá Betty Crocker
Sprautustútur: 1M frá Wilton, rósa-aðferð, sjá hér
Matarlitur: Spreylitur frá Wilton
Skraut: litaður sykur frá Wilton

DSC_3728

DSC_3767

Ágústdagar

DSC_3410

Skrítið hvað sumri fer að halla hratt strax eftir Verslunarmannahelgina. Krakkarnir eru farnir að bíða eftir að komast í skólann og manni finnst einhvern veginn orðið kaldara og dimmara á kvöldin (kertin farin að loga).

Síðustu viku höfum við nýtt í alls kyns afþreyingu og haustverk

Grímur frændi kom í gistingu og við bökuðum kleinuhringi – ekki laust við að nýtt æði sé í uppsiglingu í Óttuhæð!

DSC_3428

DSC_3422

Andrea sótti fyrsta hluta uppskerunnar sinnar í skólagarðinn

DSC_3549

DSC_3565

DSC_3573

DSC_3588

Auðvitað var ferskt salat, nýuppteknar kartöflur, ferskur lax og rúgbrauð í matinn (ekki laust við að kötturinn á bolnum hennar Andreu sé farinn að slefa!!)

DSC_3608

Arna frestaði leikskólabyrjun um einn dag enn og skellti sér með Pétri afa í vinnuna

IMG_3987

IMG_3999

IMG_4000

IMG_4004

Snáðinn átti sigur vikunnar en hann velti sér yfir á magann alveg sjálfur í vikunni

DSC_3529

Eftir dágóða stund gaf maginn þó eftir og skilaði hluta síðustu máltíðar upp aftur… það var mjög vandræðalegt!

DSC_3534

Gott samt hvað mamma hans er fyndin 🙂

Mosaic