Úps!

unnamed (1)

Æjæj, þessi efni voru að detta inn, meiddu sig samt ekki neitt, enda mjúk og dásamleg – best ég eigi þau bara! 😀

Ég er búin að fylgjast með þessum í nokkurn tíma í búðinni hennar Önnu vinkonu (thimbleanna.com) – missti þau óvart í netkörfuna mína og hér eru þau komin. Anna er svo yndisleg að hún sendi mér aukalega þessi efni, kort af London og New York og eitthvað gamalt kort, veit ekki alveg af hverju, á eftir að rýna betur í það 🙂

unnamed

Og svo fylgdi svona dásamleg saumaorka með, oh það er svo gaman að fá pakka frá sér til sín!

unnamed (2)

Littlest

DSC_4623

Ég er alger efnafíkill!! There, I said it!!

Ég elska falleg efni, koma við þau, strauja þau… meira að segja finna af þeim lyktina!!

Ég nota mikið síður eins og Fat Quarter Shop og Hawthorne Threads því þær verslanir svala mínum efnaþorsta algerlega. Hér eru barnaefni sem ég keypti í sumar hjá Hawthorne Threads (fengust líka m.a. hjá Fat Quarter Shop). Línan heitir Littlest og er frá AGF (Art Gallery Fabrics) og er svo falleg og girnileg að ég gæti étið þau (er bómull ekki bara lífræn fæða?)! – AGF studíóið hannar dásamlegar efnalínur en það sem er alveg einkennandi fyrir efnin frá þeim er að þau eru svo undurmjúk og örlítið þynnri en venjulega. Að vísu verður aðeins erfiðara að vinna með þau, þau renna aðeins meira til þegar maður er að sauma þau en þó ekki svo mikið að það skipti einhverju máli.

DSC_4634

DSC_4644

Þetta eru “grænu efnin” í línunni en efnin fást líka í laxableikum tónum (hefði auðvitað átt að kaupa bæði, hehehe). Ég er að hugsa um að sauma úr þessum efnum lítið teppi handa dreng sem á að koma í heiminn öðru hvoru megin við áramótin. Það er pínu erfitt að ákveða mynstrið því sum efnanna eru frekar stórmynstruð, eins og kanínuefnið og alveg hræðileg tilhugsun að skera þau í sundur, jafnvel afhöfða einhverjar kanínur (hrollur)!!!

DSC_4654

Ég er alveg sjúk í þetta kanínuefni og varð að taka nokkrar nærmyndir fyrir  ykkur af sumum myndanna á því. Svo er ég alveg komin með æði fyrir efnum með skrift á, handskrift eða tölvuskrift og efnið með grænu stöfunum því alveg að dáleiða mig.

DSC_4660

DSC_4665

DSC_4670

DSC_4679

DSC_4680

Hver veit nema eitthvað fæðist úr þessum efnum á Löngumýri, annars bara þegar ég kem heim, full af hugmyndum 🙂

Vöknuð!

DSC_4525

Geeiiiisp….. teygjjj…….

Já sæll!!!! 3 mánuðir!

Þetta var langt sumarfrí frá bloggi… frí sem teygði sig langt inn í haustið! Ég ætla ekki að þreyta neinn með upptalningu afsakana á því hvers vegna ég hef ekki bloggað í þrjá mánuði, það er bara svona „afþvíbara“… við horfum bara fram á við og höldum áfram þar sem frá var horfið

Sökum gríðarlegra veisluhalda í júlí og fram í ágúst tók ég langa (en alls ekki þarfa) pásu frá handavinnu en þess utan er ég búin að vera iðin; saumaði kjól á Örnu og peysu/blússu/topp (veit ekki alveg hvað á að kalla þetta stykki) á Andreu, hélt áfram með púða á hjónarúmið, gerði eina Swoon blokk í viðbót, kláraði röndótta lopapeysu á Andreu, prjónaði kertalogahúfu á Andreu, heklaði eina tusku (er það ekki í tísku núna?), kláraði eitt og hálft strákateppi (gamlar syndir) og er að prjóna lopapeysu á Davíð, aðra á Dag, sauma fleiri púða og…. (GLÍP!) ég er að fara á Löngumýri um helgina með Quiltbúðinni og fullt af hressum konum! – Af því tilefni er ég líka búin að skera í eitt barnateppi og skera í teppi fyrir Andreu mína en hún fær að koma með í ár í fyrsta sinn

Ég missti mig líka aðeins í efnakaupum í september, gat ómögulega haldið í mér lengur enda svo mikið af fallegum bleðlum í boði „þarna úti“ (veraldarvefnum).

Við sogumst nú lengra og lengra inn í haustið sem gleður mig mikið því ég elska haustið. Ég heyrði Sigríði Klingenberg segja í útvarpsviðtali um daginn að í árstíðarskiptum eins og sumar/haust yrði fólk yfirleitt svo þungt eitthvað…. ég veit bara ekkert hvað konan er að tala um, ég ELSKA sérstaklega þessi skipti. Á haustin fer ég í fimmta gír, vakna til lífsins og verð yfirleitt miklu orkumeiri (það að ég skuli vera að skrifa þessa bloggfærslu er einmitt lifandi sönnun þess). Það eru því bara spennandi tímar framundan.

Það er alltaf eitthvað að gerast í handavinnunni á Íslandi. Ný (ný gömul) búð í Hamraborg, Bútabær, var að opna eftir flutning frá Selfossi. Eruð þið búnar (æji, eru einhverjir strákar að lesa hérna?) að kíkja? Ég fór í fyrradag því ég var í klippingu í næsta húsi. Mér fannst þetta mest vera garn og svo eru einhver efni en flest þykist ég kannast við frá því verslunin var fyrir austan fjall… og ég held að þau séu flest frá síðustu öld (án gríns) eða aldamótum, hihihi… kannski mun það breytast! Alltaf gaman að fá nýjar handavinnubúðir á svæðið

Það er annars nóg að gera á heimilinu, við erum búin að umturna neðri hæðina og búin að rífa niður báðar svalirnar á efri hæðinni. Þegar farið var að mála eitt herbergið niðri og rífa (hroðalegar) flísar úr gluggunum kom í ljós svakalegur leki sem barst inn frá svölunum að ofan. Það var því ekkert annað í boði en að rífa svalirnar í burtu til að laga þetta… ég er að spá í að halda svalapartý fyrir nokkra vel valda aðila (hlæ hlæ)

Flestir fjölskyldumeðlimir eru að skipta um herbergi og unglingarnir eru að fá „ný“ uppfærð herbergi, svona „ekki-lengur-fimm-ára-herbergi“, þau þóttu ekki smart lengur. Þessu fylgir tilheyrandi vinna og rask en svona er lífið, þetta líður hjá á endanum… held ég… vonandi… hóst hóst……..

Ég læt hér fylgja nokkrar myndir nýjum efnum og púða í bígerð og set svo meira inn síðar, t.d. frá Löngumýri (GLÍP!)

Mig langar líka að deila með ykkur drepfyndinni (ég hló a.m.k. upphátt vel og lengi) bloggfærslu um iittala heilkennið sem ég las í gær, þið eruð kannski búnar að sjá þetta? Lesið þá bara aftur – þekkjum við ekki allar svona, eða ERUM við kannski bara allar svona? Ég ætla að fara fram og athuga hvað ég á marga límmiða!!!

Púði í vinnslu

efni (hjartað mitt tók aukaslag þegar ég sá þessi efni fyrst!): Up Parasol eftir Heather Bailey, 3″ ferningar (skornir 3,5″)

photo 1

photo 3

photo

Ný efni

Country Girls – frá Riley Blake – svoooo sææætttttt…..

DSC_4525

DSC_4528 DSC_4534

DSC_4530

DSC_4541

DSC_4540

DSC_4555

… já, og svona líta svalirnar hjá okkur út í augnablikinu… mæli ekki með kvöldstund á svölunum!! 🙂

10571958_10204557281710226_2938830366410484900_o

Góðar stundir
Berglind

Vorhreingerning

DSC_9076

LOKSINS er ég búin að taka saumaherbergið í gegn!!

Vá! Ég hélt þetta yrðu svona tveir til þrír dagar en NEI!!! ÞRJÁR VIKUR takk fyrir… ég er ekki viss um að ég hefði byrjað á þessu ef ég hefði vitað það fyrirfram hve mikil vinna lægi í þessu EN jesús Pétur hvað herbergið er orðið dásamlegt (aftur)!!

Það fóru fjórir svartir stórir ruslapokar út úr herberginu og ég get ekki með nokkru einasta móti skilið hvernig innihald þeirra komst fyrir (nema kannski á gólfinu í pokum, körfum, pökkum og pinklum, hóst hóst). Að auki fór sem nemur þremur svörtum pokum í viðbót í Góða hirðinn, Ljósið, skólann hjá Andreu og Davíð og í leikskólann hennar Örnu. Nú get ég andað léttar í herberginu því það er búið að þrífa hvern einasta krók og kima (ég þreif næstum því hverja nál!!) og ég er ekki frá því að sálin sé hreinni (það er svo sáluhreinsandi að losa sig við dót öðru hvoru) 🙂

DSC_9107

DSC_9108

Enn einn ávinningurinn við að hleypa tiltektar-hvirfilbyl inn til sín er að nú er ég orðin full af innblæstri og andagift og langar helst að dvelja í herberginu öllum stundum að sauma og sauma og sauma. Það eru fullt af verkefnum komin undir nálina og verður afraksturinn birtur hér í vikunni.

Þangað til, nokkrar myndir úr herberginu

Gleðilega páska!

DSC_9109

Afgangakassarnir

DSC_9110

DSC_9134 DSC_9136

Þessi bóka-/tímaritahilla leysti mikið pláss-vandamál. Fæst í Línunni.

DSC_9106

DSC_9077

DSC_9081

DSC_9092

DSC_9083

DSC_9085

DSC_9096

DSC_9093

Hörefnin mín:
DSC_9098

Andrea fékk eina hillu líka undir efnin sín og saumakassann 🙂

DSC_9100

DSC_9090

Þennan fallega espresso bolla fékk ég að gjöf frá Íslenska bútasaumsfélaginu þegar ég hætti í stjórninni

DSC_9091

Þessa skemmtilegu skó fékk ég frá eiginmanninum í jólagjöf um árið eftir að ég hafði séð þá á enskri 60’s blogsíðu — Þeir fara sko ekki í skóhilluna, hver segir að það megi ekki skreyta með skóm og efnum? 🙂

DSC_9087

DSC_9073

 

Efnishyggjan

DSC_7024

Síðasta vor skrifaði ég um konu sem kom til Íslands og vantaði aðstoð við að finna góðar handavinnuverslanir. Hún heitir Anna (hjá Thimbleanna) og sendi mér tölvupóst. Í stuttu máli þá bauðst ég til að skutla henni á milli nokkurra verslana og við spjölluðum og kynntumst aðeins í leiðinni.

Anna er með litla Etsy búð þar sem hún selur dulítið af efnum. Um daginn sá ég æðisleg doppótt hörefni hjá henni og ákvað að panta. Þegar pakkinn kom fannst mér hann nú heldur þykkur miðað við það magn sem ég hafði pantað. Skýringuna var að finna í því að hún hafði troðið út umslagið eins og hún gat af miklu fleiri efnum en ég pantaði, og allt (nema gleraugun) doppótt, heppin ÉG!! 🙂

Hér eru efnin sem ég pantaði:
DSC_7045

Og hér eru hin efnin sem komu með til viðbótar:
DSC_7054

DSC_7049

Allur pakkinn:
DSC_7031

Og fallegt kort með
DSC_7066

Helgin

DSC_6832

Þar kom að því að fjölskyldan yrði á barðinu á einu stykki flensu! Eiki (eiginmaðurinn) kom fyrstur heim með hálsbólgu og hita og síðan tók Dagur litli við. Ég þurfti auðvitað að kyssa og knúsa litla snáðann svo mikið (lét Eika alveg vera) að það var ekki komist hjá því að flensan næði mér líka. Það eina sem ég hef getað gert er að hjúkra öðrum og liggja svo sjálf upp í sófa.

Á meðan ég hjúkraði hinum bakaði ég þessa dásamlega góðu möndluköku. Helga vinkona gaf mér svona köku þegar ég heimsótti hana síðast og ég bað hana um uppskriftina. Ég ætla að heyra í Helgu á morgun og athuga hvort ég megi ekki birta uppskriftina hér — nú er líka komin pressa á hana, kannski er þetta gömul fjölskyldu-uppskrift sem Helgu ber að taka með sér í gröfina?!!! :0

DSC_6807

DSC_6811

Ég náði líka að komast á útsöluna í Föndru, Dalvegi og kaupa efni í fjórar buxur á Örnu (5). Hún er alveg orðin buxnalaus og vill helst bara ganga í leggings eða joggingbuxum. Sniðið er búið að liggja á stofuborðinu í næstum viku en ég vona að ég nái að sníða í buxurnar og sauma þær í vikunni.

DSC_6735

Að lokum náði ég að klára þessa peysu á sjálfa mig. Hún heitir Kross og ég er úr Ístex blaði nr. 28. Léttlopapeysa og afar einföld – tek mynd af henni tilbúinni á morgun og sýni ykkur.

DSC_6725

Vetrarríkið fyrir helgi var dásamlegt, snjónum kyngdi skyndilega niður og ég náði þessum dásamlegu myndum, kvöldmyndirnar eru teknar rétt eftir miðnætti og það hefði mátt heyra saumnál detta, yndislegt!

Eigið góða viku framundan og ekki gleyma að gerast áskrifandi að blogginu hér til hliðar 😉
Berglind

DSC_6971

DSC_6974

DSC_6969

DSC_6978

DSC_6961

DSC_6945

DSC_6947

DSC_6937

DSC_6944

DSC_6917

DSC_6918

DSC_6920

DSC_6932

Óvæntur pakki

Mikið óskaplega getur maður nú verið heppinn stundum!!

Í gær barst í pósti tilkynning um böggul á pósthúsinu. Þegar ég kom heim með hann og opnaði hann kom í ljós fullt af gjöfum frá Önnu sem ég skrifaði um í júní. Og það ekkert smá gjafir. Við krakkarnir urðum himinlifandi þegar við byrjuðum að tína upp úr umslaginu.

DSC_1975

DSC_1979

Ég fékk 12 æðisleg… sko æðisleg efni. Þau eru svo “djúsí” að mig langar að smakka á þeim!! Og Anna sendi mér líka Dresden stiku – mig hefur alltaf langað í Dresden stiku og skil eiginlega ekki af hverju ég á ekki nú þegar svoleiðis!! – og tvo pakka af nýju frábæru Clover klemmunum. Þessar klemmur sá ég á netinu fyrir stuttu og hugsaði með mér að ég yrði að eignast þær til að nota þegar ég sauma niður bindingar. Og nú á ég 20 stykki sem munu heldur betur koma sér vel þegar ég sauma loks niður bindinguna á rúmteppinu mínu {sem “bæðevei” var tilbúið í október og ég á bara eftir að sauma bindinguna á það (m.a.s. búin að búa til bindinguna fyrir löngu)}.

DSC_1968

Andrea fékk “skrapp” dót, washi teip og sætar bréfaklemmur sem hún notar sem bókamerki {hún er að lesa Twilight og er svo spennt að hún les á milli herbergja!}, Arna fékk Hello Kitty varasalva og límmiða og Davíð fékk LEGO minnisbók, blýanta og kubbastrokleður. Arna gengur nú um og bíður hverjum sem er að fá hjá sér varasalva og Davíð byrjaði strax að halda dagbók í gær 🙂

DSC_1999

DSC_2031

DSC_1960

DSC_2036

Í pakkanum var líka kort sem Anna hefur keypt af Chookyblue. Það er alveg magnað hvað internetið afmáir öll landamæri. Chookyblue og Quiltygal (Claire) frá Ástralíu hafa verið bloggvinkonur mínar síðan 2007 og þær eru líka vinkonur Önnu – skemmtileg tilviljun!

DSC_2000

Ótrúlega fallega gert af Önnu, ég á eftir að hugsa til hennar þegar ég fer að skera niður og sauma úr efnunum 🙂

Gjafir

DSC_1635

Í síðustu viku sagði ég frá skemmtilegri heimsókn sem ég fékk frá Önnu sem rekur bloggið Thimbleanna í Bandaríkjunum. Ég ætlað að sýna ykkur í leiðinni hvað hún færði mér en náði ekki að taka myndir áður en heimilisskyldan kallaði.

Anna hefur greinilega tekið vel eftir efnasmekk mínum því hún færði mér þokkapakka (charm pack) úr Vintage Modern línunni fyrir Moda fabrics eftir Bonnie & Camille, efnahönnuð sem er í miklu uppáhaldi hjá mér og tvo þokkapakka úr æðislegri línu sem heitir Glamping og er eftir MaryJane, líka fyrir Moda fabrics. Guðdómleg efni sem mig langar að nota í pappírs-saums verkefnið mitt. Með þessu fylgdi fallegt nálabréf.

Áður en Anna kom til Íslands spurði hún mig hvort hún gæti komið með eitthvað sérstakt handa mér og bað ég hana að athuga með hörefni. Það var ekkert smá magn sem hún mætti með, nú get ég aldeilis hafist handa við hin ýmsu Zakkaverkefni… jesss!!! 🙂

DSC_1636

 

Snáðateppi

Snáðateppi 01

Eins og það er nú yfirleitt kósí að horfa á góðan þátt eða mynd í sjónvarpinu á meðan maður er að skera efni í nýtt teppi þá er það ekki alltaf neitt svakalega góð hugmynd!!!

Þar sem fjórða barn er komið langt á leið… lítill snáði (ég geri allt í mynstri, sauma, prjóna, hekla, barneignir… stelpa, strákur, stelpa strákur!!) er ekki seinna vænna að fara að huga að litlu strákalegu bútasaumsteppi. Ég pantaði því um daginn æðislega efnalínu sem heitir Boy Toys, frá Robert Kaufman. Tólf feitir fjórðungar (Fat Quarters) af dásamlega strákalegum… en ekki væmnum… retroefnum.

DSC_0023

Ég gat ekki beðið með að fara að skera í teppi og þar sem maðurinn minn var ekki heima þetta kvöld settist ég ein við sjónvarpið og skar og skar…. og skar…. þar til ég rankaði við mér og var búin að skera ALLA tólf fjórðungana!!! Ég var komin með nóg í sex barnateppi og átti engan afgang af efnunum!!

Hmm… jæja, ég mun þá a.m.k. ekki “sitja uppi með” efnin og ætla bara að sauma fjögur teppi (nóg af litlum snáðum í kringum mig) og nota svo kannski restina í skiptitösku eða eitthvað svoleiðis 🙂

Ég er byrjuð að sauma, set inn fleiri myndir þegar ég er búin!

Tilda í te

Ég gerði mér ferð inn í A4 um helgina í þeirri von að nýju Tilda efnin væru komin. Og jú, viti menn, þarna biðu þau eftir mér! Tilda bregst ekki frekar en fyrri daginn og ég gat ekki staðist að taka með mér nokkra tebolla og félaga með. Væri alveg til í að gera diskamottur úr þessum.