Bræðrapeysur

DSC_6451

Hér eru bræðurnir Davíð Freyr (10) og Dagur Freyr (9 mán) í næstum alveg eins peysum.

Ég var búin að setja inn myndir hérna af Degi litla í peysunni sinni en síðan hófst ég handa við peysuna hans Davíðs, enda langaði hann svo mikið til þess að hann og litli bróðir hans ættu eins lopapeysur 🙂

Davíðs peysa var tilbúin fyrir jól en ég náði aldrei að taka mynd af þeim saman í peysunum sínum. Loksins gafst tækifærið í dag. Peysurnar eru báðar unnar upp úr Ístex mynstri nr. 120. Peysan hans Dags litla er prjónuð úr einföldum plötulopa en Davíðs peysa er gerð úr tvöföldum plötulopa. Mér fannst líka hentugra að setja rennilás í peysuna hans Davíðs enda mæðir meira á henni

Flottir bræður og stollt móðir 🙂

DSC_6457

DSC_6462

join the conversation

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.