Litla peysan er tilbúin og Dagur tekur sig aldeilis vel út í henni. Peysan er prjónuð fyrir ca 12 mánaða en ef við brettum upp ermar má vel byrja að nota hana strax. Ég fór í Litlu prjónabúðina og fékk tölurnar þar. Þær koma ótrúlega vel út og gera peysuna svo þjóðlega eins og hún sagði eigandinn í búðinni – ótrúleg smekkkona þar á ferð! 🙂
Snið/mynstur: snið upp úr sjálfri mér en notaðist við þetta mynstur – sendið mér línu ef þið viljið vita hvaða umferðir ég tók út
Stærð: ca 12 mánaða
Garn: einfaldur plötulopi frá Ístex
Prjónar: 5,5 mm
Tölur: Litla prjónabúðin
Þú ert svo mikill snillingur Berglind mín – mikið er peysan falleg hjá þér og svo
er það þessi litli snáði …….. ég er að missa mig yfir þessari fallegu fyrirsætu 😀
kemur rosa vel út tilbúna peysan, og fyrirsætan nátturulega algjört krútt
Þetta er algerlega meiriháttar flott peysa og dí hann er æðislegur 🙂
Vá hvað peysan er flott! Og snáðinn er algjör dúlla 🙂
Ég væri alveg til í að fá að vita hvaða umferðum þú slepptir…