Arna litla jarðaber er búin að fá teppið sitt.
Sniðið heitir Strawberry Social (frá Pattern Basket) og fæst á Fat Quarter Shop. Það er saumað úr bútum sem koma héðan og þaðan, flestir frá Tilda línum og Walk in the Woods línunni frá Aneela Hoey.
Ég mæli algerlega með þessu sniði, það var svo gaman að sauma jarðaberin. Græni hlutinn kemur á óvart en þar er notuð aðferð sem ég hef ekki prófað áður, maður sker og saumar og sker og saumar og allt í einu birtast jarðaberjablöðin!
Arna fékk að velja efnið í bakið sjálf en þar sem ég tímdi ekki að kaupa tvisvar sinnum breiddina bætti ég aðeins efnum við miðjuna… mér finnst það persónlega koma skemmtilegar út og gefa teppinu ákveðinn sjarma 🙂
P.s. Ég var að leita að myndum af Walk in the Woods línunni þegar ég rakst á þetta fallega handavinnublogg, ákvað að deila því með ykkur hér.
Teppið er algjört “augnakonfekt” og svo er það líka
svo Örnu legt 🙂