Hví… ó hví??!!

Af hverju get ég ekki bara saumað og prjónað og heklað allan liðlangan daginn?!!

Armæða

Tölur

DSC_0812

Ég skrapp í Fjarðakaup í dag og kom við í Rokku (hannyrðardeildin í Fjarðakaup) til að kaupa lopa í litla vagn-lopapeysu handa snáðanum.

Kom þá auga á æðislegar trétölur, bæði einfaldar og með áprentuðum mynstrum. Það erfiðasta var að velja hvað ég ætti að taka en þessar urðu fyrir valinu

Litlu einföldu trétölurnar ætla ég að nota á nærbol (þarf bara þrjár – á þá auka) sem ég er að prjóna núna upp úr æðislegri danskri barnabók sem fæst hjá Litlu prjónabúðinni (sem er að verða uppáhalds prjónabúðin mín í Reykjavík!). Hjartatölurnar ætla ég að nota í kjól sem ég ætla að sauma á Örnu – nú er bara spurning, hvora tegundina á ég að nota???

Þessar…

DSC_0814

… eða þessar…

DSC_0818

 

DSC_0796

 

Frumsýning

Snáðinn 03

Loksins loksins… nýjasta fallega viðbótin við heimilið.

Þessi fallegi snáði fæddist 2. apríl, 52 cm og 3.320 gr

Hann hefur enn ekki fengið nafn, það er ekki einu sinni byrjað að ræða það… liggur svo sem ekki á, enda höfum við 6 mánuði 🙂

Snáðinn 02

Öll fjölskyldan er svooo spennt og við njótum nú hverrar mínútu saman!

Snáðinn 01

Slaufukjóllinn tilbúinn

DSC_0272

Kjóllinn hennar Örnu er loksins tilbúinn.

Hann var frumsýndur á rauða dreglinum (í Reykjafold) um páskana og verður þessi líka fíni “sautjándajúníkjóll”!!

DSC_0284

Arna er alsæl með hann og er farin að nota hann á leikskólanum (tekur því ekki að hafa svona kjóla of mikið spari, barnið vex jú, en brókin ekki :))

Eina sem ég gæti sett út á hann er að hálsmálið er helst til of lítið og þröngt, Arna þarf að trooooooðððða honum yfir höfuðið á sér… ég held að hún sé ekki með óvenju stórt höfuð! Ætli ég geri ekki bara smá klipp aftan á og setji litla tölu til að stækka málið?!

DSC_0274

DSC_0300

DSC_0310

Myndprjón

DSC_0008

Í fyrra (síðsumars) var ég stödd í Storkinum að kaupa eitthvað smálegt garn… þá henti mig, það sem stundum gerist, að ég fór að fletta blöðum og bókum. Nýjasta Debbie Bliss (spring/summer 2012) blaðið lá á borði og ég fór að blaða í gegnum það. Sá ég þá þennan líka sæta rauða “sailor” prjónakjól á litlar dúllur. Og, eins og hefur gerst áður, rankaði ég allt í einu við mér út í bíl með poka í hendi… alveg steinhissa kíkti ég í pokann og þá var bara eins og einhver hefði keypt handa mér blaðið OG garnið í kjólinn… það átti bara eftir að setja kjólinn saman!!!

Prjónakjóll06

Eftir að hafa prjónað talsvert úr íslensku ullinni (sem ég b.t.w. elska!) og flest prjónað í hring, langaði mig að prófa að prjóna svona “alvöru” flík úr fínlegra garni. Uppskriftin er auðvitað ekkert nema skammstafanir og það getur verið auðvelt að hræðast svoleiðis og henda þessu frá sér. Svo er svo skrítið að það er eins og útlenskir prjónarar hafi aldrei heyrt um að prjóna í hring! Alltaf prjónað fram og til baka, bakstykki og framstykki prjónuð sér og svo saumuð saman á eftir… jæja, ég var ákveðin í að komast yfir hræðsluna og hófst handa. Ég byrjaði á bakstykkinu, fram (sl) og til baka (br), fram (sl) og til baka (br), fram (sl) og til baka (br)… milljón umferðir. Vá hvað það er leiðinlegt að prjóna brugðið til baka, eins og það er gaman að spítta í og prjóna slétt að framan! Bakstykkið gekk annars bara vel, ekkert mál að forma ermar og auðveldara að skilja uppskriftina en maður hefði haldið í byrjun.

Prjónakjóll03

Nú kemur snilldin! Ég tók næstum klárað bakstykkið með mér norður á Löngumýri og þar sá Fríða Ágústsdóttir mig vera að prjóna… hún laumaði fingrunum í prjónana og sýndi mér miklu skemmtilegri leið (finnst mér) til að prjóna brugðið til baka… og mér finnst sú aðferð líka gefa miklu fallegra prjón. Maður snýr ekki stykkinu til að prjóna brugðið heldur prjónar maður til baka frá vinstri til hægri. Og þetta er ekkert flókið heldur (einfaldara en “okkar brugðning”). Þegar ég kom heim fann ég þessar leiðbeiningar á Youtube ef þið viljið kynna ykkur þetta.

Fríða sagði mér að hún hefði lært þessa aðferð þegar hún fór eitt sinn á námskeið í myndprjón. Stundum er eins og maður eigi að hitta ákveðna einstaklinga, engar tilviljanir. Það vill svo til að framstykkið á kjólnum er með myndprjóni í lokin!! Ég ákvað því að prjóna framstykkið allt svona. Það verður að vísu aðeins fastar prjónað en garnið er svo fínlegt að ég held ég muni alveg getað teygt pínu á því til að það passi við bakstykkið.

Myndprjón opnaði fyrir mér alveg nýja vídd. Allt öðruvísi en þegar við prjónum lopapeysumynstur því bandið aftan á fer ekki yfir mynstrið heldur þarf maður að vera með marga spotta hangandi í “myndinni”. Þetta var þó nokkur áskorun en eftir mörg Youtube myndbönd og fjárfestingu í rafrænni myndprjónsbók (myndprjón = intarsia knitting) gekk þetta að lokum og var bara nokkuð skemmtilegt… seinlegt, en skemmtilegt 🙂 – ég fann líka þessa snilldar ábendingu á netinu; að vefja garni upp á þvottaklemmur, kemur sér líka vel í útsaum, þ.e. vefja útsaumgarninu upp á þvottaklemmur.

Prjónakjóll01

Nú á ég bara eftir að sauma bak- og framstykkin saman og máta kjólinn á Örnu mína. Það er orðið ansi langt síðan ég byrjaði á kjólnum. Mér sýnist hann passa á hana, hann gæti þó verið  heldur stuttur… ég redda því þá bara með blúndu neðst eða hekla eitthvað sætt neðan á hann… fullkominn 17. júní kjóll!

Ég set inn myndir af henni þegar hún verður komin í hann 🙂

DSC_0009

Ungbarnapoki

DSC_0047

Það styttist í snáðann (4 vikur eftir í settan dag)… samt erum við svo róleg yfir þessu öllu (fjórða barn!) – höfum eiginlega ekki gert neitt tilbúið. Búin að kaupa bleyjur, hekla teppi og prjóna þennan ungbarnapoka. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að það er mikil gerviþörf í gangi þegar kemur að barneignum (sko, varðandi barnadót, ekki börnin sjálf haha). Svo margt af því sem manni var talið trú um að maður yrði að eiga/hafa þegar ég var að eignast mín fyrstu börn var svo bara óþarfi. Ég held að það sé best að koma sér upp helstu nauðsynjum (rúm/vagga, bleyjur, föt til skiptana, gjafapúði…) og sjá svo bara hvort þörfin á fleira dóti láti kræla á sér… það má þá bara stökkva út í búð eftir því.

Annað sem ég hef tekið eftir er verðlagning á barnavörum í dag miðað við fyrir 10-11 árum þegar ég átti Andreu og Davíð!!! Þessi verðlagning er út úr öllu samhengi við verðbólgu. Til dæmis fór ég í Babysam að skoða vöggur. Það voru engar vöggur til en að sögn starfsfólksins voru nokkrar á leiðinni. Það vildi svo til að starfsstúlkan (sem b.t.w. var mjög almennileg) átti mynd af þeim í bæklingi sem Babysam hafði gefið út árið 2003 (enn að selja sömu vöggur)… hún rétti mér bæklinginn en í honum var ekki bara myndin heldur líka verðið á vöggunni þegar bæklingurinn var gefinn út, 9.900 krónur. Ég spurði af rælni hvað vaggan kosti í dag… u.þ.b.49.000!!!!! Og þetta eru ekki verð með dýnu eða himnasæng… hvurslags eiginlega dónaskapur er þetta?!!! Og á dönsku síðu Babysam kostar þessi vagga DKK 1.299 (u.þ.b. 29.000 ISK). Maður þakkar bara fyrir að eiga flest það sem okkur vantar, ég myndi ekki vilja vera að eignast mitt fyrsta barn í dag án þess að hafa einhverja góða að sem geta lánað manni dótið!

DSC_0044

Okei, þá er ég búin að röfla yfir því… aftur að ungbarnapokanum 🙂 – Ég fékk fallegar tölur í Litlu prjónabúðinni. Hafði ekki komið þangað inn áður. Æðisleg búð og æðisleg þjónusta – tekið á móti manni með bros á vör… mæli með ferð þangað! 🙂

DSC_0042

Snið: Garnstudio BabyDROPS 18-2 (frítt á netinu)
Stærð: 6-9 mán.
Garn: Drops Eskimo Tweed no 73 (silver grey) – keypti í Föndru, Dalvegi
Magn: ath! gefið er upp 11 dokkur, það er allt of mikið, ég notaði rétt rúmlega 8 dokkur!!
Prjónar: #8.0
Tölur: Litla prjónabúðin

DSC_0038

DSC_0045

 

Bústaðarferð 2013

 

Ég, Edda, Magga, Villa, Dóra, Helga og Brynja

Ég, Edda, Magga, Villa, Dóra, Helga og Brynja… okkur fannst við rosalega fyndnar!!

Þessi helgi leið sko hratt!! Komnar til baka eftir þriggja nátta dýrð í sveitinni. Það ruddust undan okkur stykkin, ég leyfi myndunum að tala.

Eins og alltaf tók ég allt of margar myndir en er það ekki alltaf betra að hafa þær of margar en of fáar? 🙂

Helga og ég

Helga og ég

Villa, Brynja, Dóra og Magga.

Villa, Brynja, Dóra og Magga.

DSC_0001

Budda í bígerð eftir Helgu

DSC_0018

Körfuteppið mitt hálfnað í stungu

DSC_0030

DSC_0039

Rusl og reitingur eftir Brynju

DSC_0042

Strákateppi eftir Villu, efni: Odyssea eftir Momo

DSC_0047

DSC_0049

DSC_0056

Brynja að undirbúa eina snilldina

DSC_0063

Krútttttttttulegt dúkkuteppi eftir Villu

DSC_0069

Dúkur sem Dóra Dís vippaði fram úr annarri erminni eins og henni er einni lagið, efni: frá French General

DSC_0085

Eitt í vinnslu hjá mér, efni: Millhouse Inn frá Fig Tree Quilts

DSC_0130

Og Edda prjónaði sem vindurinn, falleg jarðaberjahúfa

DSC_0132

DSC_0137

Afgangateppi eftir Villu, efni: hin og þessi úr Storkinum

Snið Taking Turns frá Happy Zombie (birtist í Quilts and More, vor 2012)

DSC_0139

 

DSC_0145

DSC_0153

Húsateppið hennar Helgu – það var mikið haft fyrir því en falleg er útkoman! – Snið frá Thimbleberries

DSC_0157

Körfuteppið mitt stungið, bara eftir að sauma bindinguna niður 🙂

DSC_0155

DSC_0158

DSC_0174

Dásamlegur dúkur frá Dóru Dís

 

DSC_0165

Dúkur eftir Dóru Dís

Snið: Table topper eftir Joanna Figueroa, birtist í Quilts and More Sumar 2012

DSC_0177

Dýrðin hennar Brynju, snið frá French General

DSC_0178

Sneddí barnateppi frá Villu, charmpakka-bútar skornir í tvennt og saumaðir aftur saman. Settir saman með hvítum lengjum á milli, einfalt en svakalega skemmtilegt 🙂

 

 

 

Og ég sem hélt að mig vantaði stungutvinna!

Tvinnakefli 04

Nú stendur mikið til!! Saumaklúbburinn er að leggja af stað á eftir í sína árlegu sumarbústaðarferð. Þrjár nætur, heill föstudagur OG heill laugardagur… dásamlegt!!

Ég ætla að reyna að stinga dálítið af teppum – fyrri átta árum setti ég mér 2 fyrir 1 regluna… þ.e. klára tvö fyrir hvert eitt sem ég byrja á…. en ég held ég hafi misskilið og snúið þessu upp í 1 fyrir 2 :/

Tvinnakefli 03

Ég hélt að mig vantaði stungutvinna… gott að ég leit aðeins yfir birgðirnar fyrst 🙂

Tvinnakefli 02

Tvinnakefli 01

Kem með myndir úr sveitasælunni,
góða helgi!
Berglind

Heklað strákateppi

Granny 02

Þegar Andrea mín, og svo Davíð Freyr, byrjuðu í skóla (Andrea 2008, Davíð 2009) var ég dálitla stund að átta mig á því hve breytt skólakerfið er síðan ég var í þeirra sporum. Núna er t.d. komið fyrirbæri sem kallast “vetrarfrí” en það tíðkaðist ekki þegar ég var í grunnskóla. Mér skilst að það sé mismunandi eftir bæjarfélögum… eða skólum… hvernig þessu fríi er háttað. Í Reykjavík t.d. held ég að allir skólar hafi tvo vetrarfrísdaga fyrir jól og tvo eftir jól. Í Garðabæ er þessu háttað þannig að allir fjórir dagarnir eru settir í febrúar og svo er bætt við einum starfsdegi til viðbótar. Þannig fá börnin heila viku í frí. Þetta finnst mér frábært fyrirkomulag. Þetta er það langt frí að foreldrar geta tekið sér heila viku með börnunum og brotið þannig upp einn af myrkustu mánuðunum, haft það kósí saman heima, skellt sér á skíði, farið til útlanda… nú eða gert eins og við gerðum núna, farið í bústað.

Heklað snáðateppi 02

Við vorum s.s. alla síðustu viku í bústað rétt fyrir utan Flúðir. Þar sem mamman á heimilinu er óneitanlega farin að minna á litla hnýsu (bara 6 vikur eftir í áætlaðan fæðingardag) og það rigndi eins og hellt væri úr fötu hvern einasta dag einkenndist vikan að mestu af inniveru… sem var bara allt í lagi því þegar leikar fóru að æsast hjá ungviðinu var því skutlað út í heita pottinn og “geymt” þar í 2 klst eða þar til allir voru farnir að þreytast 🙂

Ég aftur á móti nýtti tímann sérdeilis vel, prjónaði eins og enginn yrði morgundagurinn. Ég kláraði ótrúlega… sko ÓTRÚLEGA sætan pokagalla á litla ófædda snáðann og ég kláraði líka að setja saman hekluðu dúllurnar í snáðateppið.

Ég kláraði líka fyrir nokkru síðan hefðbundið ömmudúlluteppi, hér eru myndir af því og snáðateppinu, ég set inn myndir af gallanum í vikunni þegar ég er búin að kaupa fallegar trétölur á hann (veit e-r hvar ég fæ þær???)

kv.
Berglind

Heklað snáðateppi 01

Heklað snáðateppi 03

Snáðateppi:

– hugmynd: fengin að láni hjá Debbie, Serendipity Patch
– mynstur: úr bókinni 200 crochet blocks for blankets, throws and afghans (æðisleg bók!!)
.      – Debbie var reyndar líka búin að senda mér leiðbeiningar að blokkunum 🙂
.      – Vá, hvað ég þarf að læra að setja þær saman eins og hún gerir!
– Garn: Debbie Bliss Rialto DK (fæst í Storkinum)
– Heklunál: nr. 4
– Kantur: sjá hér

Granny 01

 

Ömmudúlluteppi:

– mynstur: úr heftinu sem fylgdi grunn-námskeiðinu í hekli hjá Storkinum 🙂
– Garn: þrjár tegundir frá Tinnu (keypt í Rúmfatalagernum)… það var að gera mig vitlausa!
– Heklunál: nr. 4

Granny 04

Granny 03

Afrakstur síðustu vikna

Fyrst, smá sýnishorn af verkefnum augnabliksins:

DSC_0302

 

DSC_0307

Búin að prjóna og sauma fullt. Tók loksins myndir í dag af nokkrum hlutum, set inn meira fljótlega 🙂

Sokkar á ungana:

DSC_0309

 

DSC_0312

 

DSC_0315

 

Peysa á mig (búin að vera að krókna úr kulda alla meðgönguna):

DSC_0322

 

DSC_0321

 

DSC_0318

 

Fleiri myndir í vikunni… já, og ein matarmynd 🙂

DSC_0007LR

 

Berglind 🙂