Afmæliskjólar

Andrea (10) og Arna (4) eiga afmæli með 10 daga millibili. Undanfarin sumur hef ég saumað á þær afmæliskjóla. Þetta er “2012 línan”! 🙂

Efnið er frá Tildu (Panduro), keypt í A4. Ég er alveg sjúk í þetta efni, gæti starað á það allan daginn! Sniðið að Andreu kjól er fráMinikrea, keypt í Twill en í Örnu kjól er frá Burdastyle, blað 5/2012. Ég breytti hennar kjól reyndar aðeins, hann átti að vera opinn að aftan (svuntukjóll) en ég setti tölur niður eftir öllu bakinu og bætti svo blúndunni við. Hugmyndina að blúndunni fékk ég í Föndru, þar hangir einn svona kjóll á gínu, ótrúlega fallegur úr ljósu rósóttu efni.

join the conversation

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.