Arna býr til múslí

Mamma færði mér nýju bókina hennar Berglindar Sigmars um daginn að gjöf, Heisluréttir fjölskyldunnar. Bókin er æðisleg!! Mæli 100% með henni. Svo fallegar myndir (augnakonfekt) og uppskriftirnar sjálfar eru líka æðislegar (a.m.k. þær sem ég hef prófað nú þegar).

Við Arna skelltum í eina uppskrift að múslí (bls. 215) í dag, æðislega gott, getum ekki beðið eftir því að setja það út á “nammiskyr” í fyrramálið.

Sú stutta stóð sig vel við að opna pistasíurnar með mér og hræra öllu saman… skemmti sér líka konunglega á meðan 🙂

join the conversation

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.