Við buðum heim í formlegt enskt teboð um Verslunarmannahelgina. Félagsskapurinn var vel valinn og ekki af verri endanum. Ég byrjaði á að lesa mér til um hvernig skal halda formlegt enskt teboð og úr varð þessi afrakstur. Vinnan við undirbúning var á við tvöfalt barna-afmæli en mikið asssk… var nú gaman að þessu öllu saman.
Gestirnir voru tveir fullorðnir og með þeim þrjár prinsessur, auk okkar hjóna og þriggja barna. Barnaborðið var sér og mikið svakalega skemmtu börnin sér vel. Ég var viss um að þau myndu drífa þetta af og fara svo fljótt frá borði en það var ekki raunin. Þau nutu í botn, prófuðu ýmsar tegundir af ístei og ávaxtatei og smökkuðu allar krásirnar.
Við buðum upp á ýmsar samlokur á neðstu hæðum, svo komu enskar skonsur (fann æðislega góða uppskrift hér, en mæli með að baka næstum helmingi lengur en er gefið upp) og melónukúlur á miðhæðinni. Að lokum voru sætar krásir efstar, makkarónukökur (heimagerðar auðvitað :)) og súkkulaðibitakökur, uppskrift hér.
Með þessu var svo boðið upp á Philadelphia rjómaost, sultur, hunang og Nutella 🙂
Á hverju borði voru 3-4 tegundir af tei.
Það skemmtilegasta af öllu var að báðar fjölskyldur lögðu býsna mikið á sig við klæðnað í anda teboðanna, breskir kjólar, hattar, þverslaufur, axlabönd og ermabönd 🙂
join the conversation