Nafnateppi, frh…

Fyrir nokkrum vikum síðan bloggaði ég um nafnateppi sem ég var að gera handa litlum frænda. Ég kláraði teppið á síðustu stundu og eins og alltaf var ég að sauma niður bindinguna í veislunni sjálfri!

Þannig að ég náði ekki að taka almennilegar myndir af teppinu áður en ég gaf það en í gær fékk ég það að láni fyrir myndatökur. Hér er teppið, einlit efni og fullt af örvun fyrir lítil augu!
Og nafnið er Sölvi Kári ;)

join the conversation

*